Bændablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 21
Á ofanverðri 19. öld gætti vax-
andi áhuga Íslendinga á jarð-
rækt. Að miklu leyti var hann
endurvarp áhrifa sem ungir
menn höfðu orðið fyrir meðal
annarra þjóða. Heim komnir
kynntu þeir nýfengna kunn-
áttu, ýmist beint með verkum
sínum eða með skrifum og
annarri fræðslu. Starfið var
formgert með farandbúfræð-
ingum á vegum nýstofnaðra
búnaðarsamtaka og stofnun
og síðan starfi búnaðarskól-
anna um og upp úr 1880.
Torfi Bjarnason frá Skarði á
Skarðsströnd fékk ungur tækifæri
til þess að kynnast búnaðarháttum
nágrannaþjóða. Með eigin dugnaði
og stuðningi velgjörðarmanna tókst
honum síðan að kynna ýmsar bún-
aðarnýjungar þannig að alkunnar
urðu, ekki síst með skóla þeim er
hann setti á stofn í Ólafsdal árið
1880. Með nemendum skólans barst
ný verkþekking á sviði jarðræktar út
um sveitir.
Verkum Torfa hafa verið gerð
almenn skil á öðrum stöðum1 svo að
ekki verður um þau fjallað hér. Hins
vegar verður hér sagt frá jarðræktar-
minjum í Ólafsdal og þá einkum byggt
á frumathugun sem höfundur gerði á
nokkrum þeirra haustið 2008.
Engum, sem til búnaðarsögunnar
þekkir, kemur á óvart hve jarðrækt-
arminjar í Ólafsdal eru ríkulegar.
Torfi Bjarnason rak á þeirrar tíðar
mælikvarða umfangsmikið bú þar.
Með vissum hætti má segja að nem-
endur hafi ráðist til ársvistar á skóla-
heimilinu með áskilnaði um sérstak-
an viðurgjörning á formi bóklegrar
og verklegrar kennslu. Í skólastarf-
inu lagði Torfi ríka herslu á verklegt
nám, og þá einkum viðfangsefni sem
snertu jarðrækt enda fóðurfram-
leiðslan um þær mundir sá þáttur
sem hvað sárast takmarkaði afkomu
landsmanna.
Nánast hvar sem borið er niður í
Ólafsdalstúni og í næsta nágrenni
þess er leifar eldri búskaparhátta að
sjá. Sé horft til minjaþáttar skóla-
starfsins í Ólafsdal fólst jarðrækt
Torfa einkum í þessum viðfangsefn-
um:
• smíði og aðlögun hæfilegra verk-
færa til jarðvinnslu
• verklegri kennslu í jarðrækt:
• um vörslu lands
• um vatnsmiðlun; ræslu og veitingu
vatns
• um túnasléttun.
Verður nú fjallað nokkuð um hvern
þessara þátta.
Ristuspaðinn varð almenningseign
Torfi Bjarnason færði til landsins,
smíðaði og kynnti ýmis verkfæri til
bústarfa og þá einkum til jarðræktar.
Flest þeirra höfðu þá um langt árabil
verið í notkun meðal nágrannaþjóða.
Skömmu áður en Torfi setti skóla
sinn hafði Sveinn Sveinsson, bú-
fræðingur, síðar fyrsti skólastjórinn
á Hvanneyri, kynnt þau hérlendis í
merku riti sínu.2 Sum verkfæranna,
svo sem plóga, lagaði Torfi síðar að
íslenskum aðstæðum og bjó þau í
hendur nemenda sinna. Dæmi um
flest verkfæri Torfa hafa varðveist
og má nú sjá á ýmsum söfnum, t.d. í
Byggðasafni Dalamanna að Laugum í
Sælingsdal og í Landbúnaðarsafni Ís-
lands á Hvanneyri. Ekki verður nán-
ar um verkfæri Torfa fjallað hér en
aðeins nefnt það verkfæri sem líklega
varð flestum að gagni: ristuspaðinn
er „varð almenningseign þegar um
hans daga.“3
Grjótgarðarnir miklu
Miklir túngarðar eru í Ólafsdal og
sennilega flestir frá tíma búnaðar-
skólans þar. Bæði eru það vörslu-
garðar um heimatúnið sem og um
túnið er ræktað var á eyrunum niður
við sjóinn, hið svonefnda Eyratún.
Grjótgarða má sjá á túnuppdrætti frá
fyrstu árum Ólafsdalsskólans.4 Eru
þeir neðan við Bæjarvöll og upp með
tröðinni heim að bænum. Garðarn-
ir, sem enn má sjá, eru efnismiklir.
Í þeim virðist vera valið hnullungs-
grjót og því að einhverju leyti aðflutt
en ekki aðeins komið upp úr nálæg-
um velli við grjótnám. Garðarnir eru,
svo sem venja var, nær lóðréttir að
utan en lítið eitt hallandi sú hliðin
er að hinu varða landi sneri. Sjáv-
armegin við Eyratúnið eru svo enn
leifar vörslugarðs sem eingöngu virð-
ist hafa verið gerður úr torfi.
Einkar athyglisverður er Grjót-
nátthaginn á Kvíahjalla,5 stekkjarveg
vestur af bænum, líklega frá 1880.
Þar er mikill grjótgarður, svipaður
að formi og sá um Eyratúnið en ann-
arrar grjótgerðar; hráefnið sýnilega
sótt í næsta nágrenni garðsins. Hann
er um liðlega 0,9 ha stykki sem er að
hluta tvískipt með milligarði. Innan
við vesturvegg hagans er allstór rétt.
Úr minjum þessum má lesa hluta
af sögu landnýtingar í Ólafsdal með
málnytupeningi. Í Ólafsdal voru jafn-
an 150 ær í kvíum; flestar um 170.
Lækurinn leiddur heim ...
Ríkulegar minjar framræslu-
skurða má sjá í Ólafsdalstúni. Þótt
nokkrir þeirra séu frá vélaöld eru
líklega flestir frá tímum handgraftar.
Má úr kerfum þeirra enn lesa fram-
ræsluhættina. Höfundur hefur ekki
kannað framræsluminjarnar sér-
staklega né heldur minjar um áveitur
sem þarna kunna að vera, en áveitur
voru einnig þýðingarmikil verktækni
á dögum Ólafsdalsskólans. Fjöllun
um þær var gildur efnisþáttur í afrit-
uðum fyrirlestrum sem varðveist
hafa frá nemendum Torfa.
Hins vegar verður að nefna vatns-
veituna – aðfærsluskurðinn – heim að
bænum sem hefur verið afar merki-
leg framkvæmd á sínum tíma. Enn
er hún ágætlega virk. Úr lind frammi
og uppi á túninu hefur vatnið verið
leitt í allstórum sveig niður og heim
að bænum. Framkvæmdin hefur ver-
ið skólasveinum hin ágætasta æfing í
hallamælingum. Á að minnsta kosti
á einum stað hefur þurft að hlaða í
lægð undir vatnsrásina svo samfelld-
ur og réttur vatnshalli fengist. Þá
hefur vatninu verið búinn hæfilegur
stokkur síðasta spölinn heim að bæ,
þar sem það enn streymir inn í þró í
suðurhorni byggingarinnar er gegndi
hlutverki mjólkur-, sorp- og þvotta-
húss. Mjög merkileg framkvæmd
þetta sem meta þarf betur og varð-
veita.
Tún úr tómu þýfi
Á árunum 1870 og laust fram
yfir næstu aldamót var hvatt til
beðaræktunar túna. Talsmenn að-
ferðarinnar voru einkum þeir Guð-
mundur Ólafsson, löngum kenndur
við Fitjar í Skorradal, og Sveinn
Sveinsson búfræðingur. Torfi Bjarna-
son hefur sýnilega einnig lagt mikla
herslu á aðferðina í búskap sínum
og kennslu. Allt er þetta skiljanlegt
í ljósi þess hvar nefndir menn kynnt-
ust ræktunarháttum erlendis. Beða-
ræktunin virðist vera, án þess dýpra
sé í hana kafað, angi af eldfornum
ræktunarháttum sem tíðkuðust í
nágrannalöndunum6 – hvað lengst í
Færeyjum þar sem þeir þekktust vel
fram á síðustu öld.7
Ýmsar ástæður voru fyrir beða-
ræktunni en einkum sú að með þeim
mátti hafa meiri stjórn á yfirborðs-
vatninu – að veita regnvatni frá rót-
um plantnanna og leiða það burt án
skaða. Hérlendis stuðlaði það að því
að grös kól síður á vetrum. Við rækt-
unina, sem oftast byggðist á þakslétt-
un, gátu bændur komið lífrænum
áburðarefnum undir grasrótina, t.d.
búfjáráburði, að ekki sé nú gleymt
því sem mestu skipti – að fá slétt og
greiðfært land til sláttar, heyþurrk-
unar og -flutninga. Þrátt fyrir miklar
ræktunarframkvæmdir síðari tíma
má enn sjá minjar um beðasléttur
víða um land. Þær benda til þess að
ræktunarhátturinn hafi á tímabili
verið mjög útbreiddur.
Vitað er að nemendur Torfa áttu
drjúgan þátt í því að beðatún voru
ræktuð í mörgum sveitum. Sem eitt
dæmi margra má nefna að norður í
Birtu – að baki Ólafsdalsfjalla – má
enn í dag sjá glögg merki beða, t.d.
um nær gjörvallt túnið á Óspakseyri.
Þar og víðar í Bitrunni vann einn
Ólafsdalsnemenda að ræktun í byrjun
tuttugustu aldar.8 Það var Matthías
Helgason, síðar bóndi á Kaldrananesi
á Ströndum, en hann nam í Ólafsdal
árin 1897-1899.
Hugsanlega hafði Torfi beitt
beðaræktuninni áður en hann hóf
umbætur í Ólafsdal. Árin 1869-1871
bjó hann á Varmalæk í Borgarfirði og
var þá í skjölum kallaður jarðrækt-
armaður. Má enn sjá glöggar minjar
um beðaræktun í Kinninni austur af
núverandi bæjarhúsum á Varmalæk.
Hugsanlega eru þær frá búskapartíð
Torfa þar.
Hér verður ekki farið í smáatriði
niðurstaðna athugunar höfundar
á beðasléttunum í Ólafsdal en að-
eins þetta nefnt: Á Eyratúninu eru
merki þeirra afar skýr. Beðin sjást
enn greinilega, þau eru 4-6 m breið
með 30-45 cm djúpum rásum á milli
og a.m.k. 60 m löng. Þau stefna öll
undan halla mót VSV. Þar eru fleiri
en eitt beðasléttu-„kerfi“, m.a. aðskil-
in af grónum alldjúpum vatns-þver-
rásum er sýnilega hafa átt að leiða
burt safnvatnið úr rásunum á milli
beðanna. Heima á Mýrarvelli eru
sambærileg ræktunarkerfi en minni
og óljósari.
Minjar um beðasléttugerð í Ólafs-
dal eru miklar og með þeim ríkustu
sem höfundur hefur séð hérlendis
óraskaðar. Beðaslétturnar á Eyra-
túni og víðar eru enn afar skýrar og
bera vott um miklar framkvæmdir.
Sérstaklega gerðar vatnsrásir hafa
þar í Ólafsdal verið hluti af beða-
sléttukerfunum. Minjar þessar eru
líklega einstæðar á landsvísu.
Að varðveita ræktunarsögu
Gagnlegt væri að skoða jarðrækt-
arminjarnar í Ólafsdal nánar og þá
einnig í ljósi þess sem Torfi skóla-
stjóri kenndi nemendum sínum og
lesa má um í kennslu- og námsgögn-
um sem varðveist hafa frá Ólafsdal.
Þótt nauðsynlegt sé að skrá og rann-
saka minjarnar sem einstök verk er
hitt ekki síður mikilvægt að horfa
á þær sem heild, bæði hvað snertir
búskap og landnýtingu í Ólafsdal og
í ljósi þess að margir sóttu jarðrækt-
arkunnáttu til Ólafsdals og breiddu
hana þaðan út um ýmsar sveitir
landsins.
Að lokum skal gerð tilraun til þess
að draga saman í yfirlit efnisþættina
sem höfundur telur hvað mikilvæg-
asta og varða stöðu, hirðu og framtíð
Ólafsdals:
• Menningarlandslag Ólafsdals-
jarðarinnar er mjög merkilegt. Því
hefur enn verið gefinn takmarkaður
gaumur.
• Jörðin Ólafsdalur er rík af bú-
skaparminjum, bæði hvað snertir
mannvirki og ræktun. Vegna hóflegra
síðari tíma framkvæmda má enn sjá
minjar um upphaf nútíma jarðræktar
þar í fjölmörgum myndum. Þær urðu
fyrirmyndir jarðabóta víða um land.
• Túnræktarminjar í Ólafsdal
(beðasléttugerð) eru athyglisverðari
en höfundur hefur áður séð annars
staðar á landinu.
• Minjarnar, til viðbótar skráðri
sögu Torfa og Ólafsdalsskólans, eru
afar merkur hluti íslenskrar bún-
aðarsögu, sem hlífa þarf og sýna
verðskuldaða athygli.
• Í ljósi þjóðarsögunnar ber eiganda
jarðarinnar, íslenska ríkinu, að meta
minjarnar og sjá til þess að þær og
saga þeirra varðveitist og verði að-
gengileg komandi kynslóðum.
• Vinda þarf bug að því að skrá
menningarminjar í Ólafsdal. Verður
það að vera hluti nákvæmrar skrán-
ingar á jörðinni allri. Rétt er að verk-
ið verði unnið með samráði búfróðra
aðila og fagfulltrúa minjavörslunnar.
• Rannsóknir á jarðræktarminjum
í Ólafsdal er brýnt að gera og tengja
þær búnaðarsögunni, m.a. til þess að
auka komandi kynslóðum skilning á
því sem kennt var á þessum fyrsta
búnaðarskóla landsins og hafði síðan
áhrif víða um land.
• Í búnaðarsögulegu tilliti þarf að
ganga um Ólafsdal eins og gengið er
um Skálholt og Hóla í ljósi kirkjusög-
unnar. Þá er afar mikilvægt að höfð
sé í huga sú minjaheild sem gerir
Ólafsdal merkari en margar aðrar
jarðir landsins.
1 Sjá m.a. bók Játvarðar Jökuls Júlíusson-
ar: Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdals-
skólans. BÍ 1986.
2 Sveinn Sveinsson: Leiðarvísir til að þekkja
og búa til hin almennustu Landbúnaðar
verkfæri. Hið ísl. Þjóðvinafélag, Khöfn. 1875,
37 bls.
3 Þorkell Jóhannesson: Lýðir og landshagir
I. Alm. bókafélagið Rvík 1965, bls. 304.
4 Hér er vísað uppdráttar Ólafs Jónssonar
af Ólafsdalstúni með örnefnum frá árinu
1882/83 í bók Játv. Jökuls Júlíussonar:
Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskól-
ans.
5 Örnefnaskrá Samúels Eggertssonar um
Ólafsdal. Örnefnasafn Stofnunar Árna
Magnússonar. Rvk.
6 Stephens: The Book of Farms. Will.
Blackwood & Sons 1851. Bls. 171-183.
7 Jóan Pauli Joensen: Fólk og mentan.
Føroya Skúlabókagrunnur 1987. Bls. 22-34.
8 Þorsteinn Matthíasson: Að morgni. Endur-
minningar Matthíasar á Kaldrananesi I.
Leiftur Rv. bls. 208.
Merkar jarðræktarminjar í Ólafsdal
Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarsafni Íslands, Hvanneyri
Efnismikill vörslugarður um Eyratúnið í Ólafsdal. Þar skorti ekki hráefni til garðhleðsl-
unnar. Stikan á myndinni mælir 1,0 m. (BG)
Með vandaðri hallamælingu var læk úr lind frammi á túni veitt í jafnhalla rás heim að Ólafsdalsbæ þar sem vatnið safnaðist í þró til
ýmissa heimilisnota. Verkið mun hafa verið unnið árið 1888. (BG)
Ólafsdalsplógurinn í notkun.