Bændablaðið - 04.11.2010, Síða 16

Bændablaðið - 04.11.2010, Síða 16
Kæru bændur, búalið og annað áhugafólk! Við leyfum okkur að vekja athygli ykkar á nýju bókunum að vestan. Okkar er ánægjan að auglýsa þær hér í Bændablaðinu að vanda. Bækurnar að vestan eru allar prentaðar á Íslandi. Þær fást í bókaverslunum um land allt. Einnig er hægt að panta þær beint frá okkur. Sendið okkur bara tölvupóst, jons@ snerpa.is. Við greiðum sendingarkostnað ef þið pantið fyrir meira en 7.000,- kr. Bækurnar að vestan 2010 Þjóðsögur og gamanmál að vestan Úrval úr vestfi rskri fyndni 2. bók. Hemmi Gunn tók saman. Í því ástandi sem nú gengur yfi r land og þjóð er græskulaus gamansemi bráðnauðsynleg. Svo eru nú Vestfi rðingar að margra mati alveg sér á báti. Upp með húmorinn! Vestfi rskar sagnir 1. hefti Endurprentun Helgi Guðmundsson safnaði. Vestfi rskar sagnir, sem Helgi Guðmundsson tók saman og komu út á árunum 1933-1937, hafa verið nánast ófáanlegar í áratugi. Vestfi rska forlagið hefur nú ákveðið að endurprenta þennan vestfi rska sagnabrunn í heiðursskyni við þann mikla dugnaðar- mann Helga Guðmundsson, en Vestfi rðingar eiga honum mikla þakkarskuld að g jalda og reyndar einnig Guðmundi Gamalíelssyni, sem gaf bækurnar út upphafl ega. Verð: 1.900 kr. Verð: 1.980 kr. Fyrir miðjum fi rði Myndbrot frá liðinni öld. Eftir Jón Hjartarson. Höfundur segir: „Ég á tvær afastúlkur, Snædísi Rán og Áslaugu Ýri sem eru með samsetta sjón- og heyrnarskerðingu auk þess að vera bundnar við hjólastól. Við Snædís, sú eldri, erum miklir vinir og þegar heyrnarskerðingin og sjónskerðingin ásamt lömuninni fór að herja á misstum við talsambandið þar sem ég kann ekki táknmál. Þetta varð okkur mikið áfall. Til að halda tengslum fór ég að skrifa til hennar fr ásagnir af því hvernig ég hafði það þegar ég var að alast upp fyrir vestan, og smám saman varð til lítil bók sem hér birtist. Hér segir fr á aðstæðum í sveitinni, viðhorfum sveitamannsins til hlutanna, hugsunarhætti og ýmsum atburðum sem áttu sér stað.“ Verð: 1.980 kr. 101 ný vestfi rsk þjóðsaga Úrval úr 1. hefti Gísli Hjartarson tók saman. Hljóðbók. Elfar Logi Hannesson les. Fyrir mörgum árum gáfum við út nokkrar vestfi rskar þjóðsögur í hljóðbók. Nú tökum við upp þráðinn á ný og byrjum á úrvali úr 1. heft i. Síðan koma hinar koll af kolli ef undirtektir verða góðar. Verð 2,400 kr. Jón lögga Eftir Jón Pétursson. Jón Pétursson var einn af fr æknustu og fj ölhæfustu íþróttamönnum landsins, kallaður Jón hástökkvari. Lögregluþjónn var Jón í Reykjavík í áratugi. Lýsingar hans á aðbúnaði lögreglumanna í gömlu lögreglustöðinni og ýmsum samstarfsmönnum þar eru fágætar. Hann fer á kostum í lýsingu sinni á Hafnarstrætisrónunum, drykkjumenningu borgarinnar og AA samtökunum og svona má lengi telja. Hér skrifar maður sem aldrei hefur gefi ð neitt út eft ir sig áður á bók. Stíll hans er þó slíkur að undrun vekur. Verð: 4.980 kr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.