Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Fréttir
Harpan leggur áherslu á íslenskan mat
„Hugmyndin kviknaði þegar ég
fór með vörur á jólamarkað á
Skeið í Svarfaðardal fyrir um
fjórum árum. Mig langaði að vera
með eitthvað sveitalegt á mark-
aðnum og ákvað að gera eitthvað
skemmtilegt sem ég gæti farið með.
Mig langaði að mála myndir af
dýrum en vildi hafa þær öðruvísi
og reyndi að finna annað sjónar-
horn, ég sem sé snéri þeim við,“
segir Jóhanna Bára Þórisdóttir á
Akureyri en hún hefur undanfarin
ár verið iðin við að mála afturenda
búfénaðar af ýmsu tagi.
„Ég hef málað mest af roll-
urössum en líka kýrrassa, hænurassa,
hestarassa, svínarassa og kisurassa
og eitt sinn málaði ég bóndarass, en
hann var reyndar í fötum,“ segir hún.
Jóhanna Bára var á æskuárum
sínum í sveit hjá afa sínum og ömmu
á Munkaþverá í Eyjafirði. „Þá hljóp
ég gjarnan á eftir skepnunum. Þessi
sjón blasti því við mér allan tímann,“
segir hún og bætir við að ágætlega
hafi gengið að selja myndirnar.
„Það virðast allir vera spenntir fyrir
rössum í sveit, jafnt ungir sem aldnir,
sveitafólk og borgarbúar, innlendir
og erlendir ferðamenn.“ Rollurnar
eru hvað vinsælastar um þessar
mundir, en um tíma voru það kýr-
rassar sem nutu mestrar hylli.
Rekaviðurinn sérstaklega
skemmtilegur
Einkum málar Jóhanna á planka,
rekavið og margvíslegt efni sem hún
finnur úti í náttúrunni.
„Mér finnst rekaviðurinn sérstak-
lega skemmtilegur, það er svo mikill
karakter í hverjum bút. Einnig finnst
mér gaman að leita uppi gamlar
spýtur, helst vel veðraðar og með
ryðguðum nöglum og nýta þær. Ég
hef fundið efniðvið bæði í sveitinni
og í fjörum umhverfis Akureyri og
einnig annars staðar. Ég fór til dæmis
sérstaka ferð norður á Strandir í fyrra
til að safna rekavið og kom heim með
fulla kerru af alls kyns gullmolum.
Ég nýtti svo haustið til að þurrka
og undirbúa viðinn fyrir málningu
en svo þarf að pússa hann vel áður
en ég get byrjað að mála. Ég mála
einnig mikið á planka sem ég fæ í
byggingavörubúð en þeir eru sléttari
og þægilegri að vinna með, en mjög
skemmtilegir líka,“ segir hún.
Jóhanna Bára segist eiga sér þann
draum að efna til sýningar á myndum
sínum í fjárhúsi. „Mér finnst það
alveg hrikalega spennandi hug-
mynd,“ segir hún og bætir við að
hún hafi þegar fundið fjárhús sem
ekki er nýtt en gæti hentað vel undir
sýningu á verkum hennar. „Nú vantar
mig bara kjarkinn til að láta verða af
því, ég er stundum svolítð rög við að
koma mér á framfæri. En hver veit
nema þetta verði að veruleika á þessu
ári,“ segir hún.
Áhugasamir geta kynnt sér verk
Jóhönnu Báru á bloggsíðunni rass-
arisveit.blogspot.com og eins er
Jóhanna Bára með síðu á facebook
undir heitinu Rassar í sveit. /MÞÞ
Jóhanna Bára á Akureyri málar alls konar rassa í sveit:
„Á mér þann draum að setja upp sýningu í fjárhúsi“
Í síðustu viku var nýja ráðstefnu-
og tón listar húsið Harpa opnað
í Reykjavík þegar Sinfóníu-
hljómsveitin hélt þrenna tón-
leika í röð undir stjórn Vladimir
Ashkenazy. Um tónleikana og húsið
sjálft hefur mikið verið fjallað í fjöl-
miðlum en minna hefur farið fyrir
umfjöllun um veitinga- og veislu-
þjónustu hússins sem verður ein sú
umfangsmesta á landinu.
Það er fyrirtækið Hörpudiskur sem
sér um hana ásamt því að reka há-
klassa veitingastaðinn Kolabrautina
þar sem gestir njóta útsýnis yfir
Reykjavíkurhöfn. Forsvarsmenn
Hörpudisks hafa gefið út þá stefnu
að meginstefið í rekstri þeirra verði
ný íslensk matargerðarlist þar sem
höfuðáhersla verði lögð á innlent
hráefni.
Bjarni Gunnar Kristinsson, yfir-
matreiðslumeistari Hörpudisks og
fyrrum yfirkokkur á Grillinu á Hótel
Sögu, segir að í Hörpunni verði hefð-
bundnir íslenskir réttir bornir fram á
nýstárlegan hátt. „Hér verður lögð
áhersla á fyrsta flokks íslenskt hráefni
og höfum við nú þegar gert samninga
við nokkra bændur. Við munum t.d.
kaupa skyrkonfekt frá Rjómabúinu
á Erpsstöðum, bygg frá Vallanesi,
kryddjurtir frá Lambhaga og endur
frá Hlíðarbergi í Hornafirði. Auðvitað
verðum við svo með íslenskt fisk- og
kjötmeti frá ýmsum aðilum og ekki
má gleyma öllu grænmetinu,“ segir
Bjarni.
3.000 manna veislur!
Í áætlunum er gert ráð fyrir því að
Harpan verði umsvifamikil í veit-
ingasölu á höfuðborgarsvæðinu.
Þar verður m.a. tekið á móti stórum
ráðstefnum, fundum, árshátíðum og
alls kyns öðrum veislum. Hægt er að
halda stórveislur fyrir allt að 3.000
manns í húsakynnum Hörpunnar
þannig að það er ljóst að ef allt
gengur upp hafa kokkar og fram-
reiðslufólk nóg fyrir stafni í nýja
tónlistarhúsinu. /TB
Bændablaðið
fer í strætó
Bændablaðið mun á næstu mán-
uðum verða aðgengilegt í 22 strætis-
vögnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Um er að ræða tilraunaverkefni hjá
Strætó bs. og nokkrum blaðaútgef-
endum en auk þess að fá Bændablað-
ið geta farþegar nælt sér í eintök af
Fréttatímanum, Monitor, Grapevine
og Finna.is. Merktar blaðagrindur
verða í vögnunum og þar getur fólk
sótt blöð að vild.
Þegar farið er úr vagninum býðst
að taka blaðið með eða skila því aft-
ur í grindina. Markmiðið hjá Strætó
er að sögn forsvarsmanna fyrirtæk-
isins að gera ferðirnar ánægjulegri
fyrir farþegana og fer það ágætlega
saman við hagsmuni útgefenda-
Bændablaðsins sem er mikið í mun
að stækka hóp ánægðra lesenda.
Fyrsta kastið verður 400 eintökum
af Bændablaðinu dreift í vagnana
en með haustinu verður verkefnið
endurmetið í ljósi reynslunnar.
-
Mynd: TB
Lausar vikur í
sumarhúsum á Hólum
Enn er möguleiki fyrir félags-
menn búgreinafélaga og búnaðar-
sambanda að fá pláss í sumar-
húsum Bændasamtakanna á
Hólum. Nokkrara vikur er lausar
þar í sumar.
Áhugasömum eru bent á að
hafa samband við Bændasamtök
Íslands í síma 563-0300.
Mikil umferð var um Héðins-
fjarðargöng um nýliðna páska, en
sem kunnugt er voru göngin opnuð
í byrjun október á síðastliðnu ári.
Mælingar á umferð hófust nokkr-
um dögum síðar, en met var slegið á
föstudaginn langa þegar 1.051 bíll fór
um göngin Siglufjarðarmegin og 980
bílar Ólafsfjarðarmegin. Umferðin
var svipuð deginum áður eða á
skírdag, en þessa daga var langmest
umferð um Héðinsfjarðargöng frá því
teljarar voru settir upp.
Um páskana, frá og með 21. apríl
til og með 25. apríl, fóru 4.383 bílar
að meðaltali um bæði göng eða í
báðar áttir. Vegagerðin reiknar að
jafnaði með að 2,6 séu í hverjum bíl,
að rútum meðtöldum. Þetta umferðar-
magn samsvarar því að um 11.400
manns hafi farið um göngin yfir
páskana. Frá áramótum var meðaltal
bíla sem fóru um Héðinsfjarðargöng
á sólarhring 433 bílar.
11.400 manns um
Héðinsfjarðargöng
um páskana
Ný skýrsla Matvæla- og landbún-
aðarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (FAO) um fæðuöryggi, land-
búnað og stöðu kvenna verður
kynnt á fundi í Þjóðminjasafninu
mánudaginn 16. maí frá kl. 14:00-
16:00.
Konur eru að meðaltali 43%
vinnuafls í þróunarlöndum og
skipta verulega miklu máli fyrir
þróun byggða og landbúnaðar.
Samt sem áður hafa þær ekki sömu
möguleika og karlar, m.a. til að afla
sér jarðnæðis eða verða sér úti um
tækjabúnað til að auðvelda bústörfin
og auka framleiðni. Í skýrslu FAO
er m.a. leitað svara við því hvert
framlag kvenna er til landbúnaðar
í heiminum og þýðing þeirra í hag-
kerfi dreifbýlisins. Spurt er hvaða
áhrif landbúnaðarstefna hafi á störf
kvenna og hvað hægt sé að gera til
að jafna stöðu kynjanna í alþjóð-
legum landbúnaði og matvælafram-
leiðslu.
Fundurinn er haldinn í sam-
vinnu utanríkis ráðuneytisins,
Alþjóðamálastofnunar HÍ,
Alþjóðlega jafn réttis skóla HÍ og
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Yfirmaður kynja- og jafnréttisdeildar
FAO, Dr. Marcela Villarreal mun
kynna skýrsluna en einnig verða
pallborðsumræður.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
Konur og fæðuöryggi til umræðu í Þjóðminjasafninu
-