Bændablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Aðalfundur Æðarræktarfélags
Eyjafjarðar og Skjálfanda var hald-
inn fyrir skömmu að Þórisstöðum á
Svalbarðsströnd.
Á fundinn mættu Guðrún
Gauksdóttir formaður Æðar-
ræktarfélags Íslands og Guðbjörg
H. Jóhannesdóttir hlunnindaráðgjafi.
Að afloknum venjulegum aðalfundar-
störfum kynnti Guðrún sig og sagði frá
því sem er að gerast hjá stjórn ÆÍ um
þessar mundir. Hún sagði m.a. frá því
að til stæði að halda aðalfundinn að
Reykhólum í lok ágúst nk. Þá greindi
hún frá gerð heimasíðu ÆÍ og gerð
kynningarbæklings. Einnig kom fram
að matskerfi á dúni væri í endurskoðun
og vilji félagsins væri að efla tengsl við
deildirnar úti á landi. Margt væri að
gerast í markaðsmálum og verið væri
að vinna sig inn á Bandaríkjamarkað.
Guðbjörg H. Jóhannesdóttir flutti
langt og ítarlegt erindi um ýmislegt
sem við kemur æðarrækt og greindi
frá athyglisverðu æðarverkefni þar
sem Færeyjar, Grænland, Ísland og
Noregur koma við sögu. Það var sam-
anburðarverkefni þar sem fjallað var
um atvinnuþróun tengda æðarfugli,
hegðun fuglins í löndunum fjórum,
hefðir og sérkenni í hverju landi,
vinnsluaðferðir, markaðsleit og einnig
um vágesti og verndun fuglsins. Hún
greindi frá vörpum í öllum löndunum
og frá merkilegri atvinnustarfsemi á
Vegaoyen í Noregi þar sem búið er
að koma upp safni tengdu markaðs-
setningu á dúni. Á þessari eyju er
æðarfuglinn miðpunkturinn og margt
að gerast.
Í framhaldi af þessu ræddi
Guðbjörg um að nýir tímar væru á
Íslandi hvað markaðssetingu varðar
og meiningin væri að sinna betur
heimamarkaði en verið hefur. Í því
sambandi minntist hún á æðarsetur í
Stykkishólmi, hugsanlegar sérversl-
anir með vörum úr æðardúni, minja-
gripaverslanir en gæta þyrfti að því
að vöruhönnun þyrfti að byggjast á
faglegum vinnubrögðum og ímyndar-
mál þyrftu að vega tryggð frá a-ö. Hún
talaði einnig um markaðsefni ÆÍ m.a.
sölumyndband, örmyndband, bréfsefni
og umslög, kynningarbæklinginn og
að nýtt félagsmerki væri að koma þar
sem æðarblikinn er í forgrunni. /AV
Bændablaðið á
netinu...
www.bbl.is
Lesendabásinn
Nú eru til umræðu frumvarpsdrög
um breytingu á jarðalögum frá
2004. Í nýjum frumvarpsdrögum
er lagt til að tekin verði upp á
nýjan leik svokölluð ábúðarskylda
lögbýla. Í umræðu um breytingar á
jarðalögum má ekki einblína á það
hvort ábúðarskylda verður tekin
upp eða ekki, heldur ætti fremur að
ræða um markmið jarðalaga í víðu
samhengi og hvaða tækjum er unnt
að beita til að ná þeim.
Ég held í raun að þeir sem tengjast
landbúnaði með einhverjum hætti séu
í öllum megindráttum sammála um
hver markmið jarðalaga eigi að vera.
Meginmarkmið löggjafar um jarðir
hefur ávallt verið að stuðla að þjóð-
hagslega hagkvæmri nýtingu bújarða.
Menn greinir fremur á um hvernig því
markmiði verður náð. Undirmarkmið
jarðalaga eru afleidd af meginmark-
miðinu, t.d. efling landbúnaðar og
búsetu í dreifbýli.
Vangaveltur um það hvort ábúðar-
skylda eigi að vera á bújörðum eða
ekki, varða í raun það hvort ábúðar-
skylda þjóni markmiðum jarðalaga.
Þjónar ábúðarskylda því markmiði
að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri
nýtingu bújarða, eða eru til önnur tæki
til að ná því markmiði?
Þýðing ábúðarskyldu, fyrr og nú
Ábúðarskylda bújarða var bundin
í lög allt til ársins 2004. Þá var svo
komið að ábúðarskyldunni var í raun
lítið framfylgt, því stjórnvöld sem
sinntu eftirliti létu ábúðarleysi óátalið.
Helsta inngrip í þágu ábúðarskyldu
var beiting forkaupsréttar þar sem
þess var freistað af sveitarfélögum að
kaupa jarðir og koma í ábúð með ein-
hverjum hætti. Vegna strangari krafna
um stjórnsýslu reyndist algengt að
meiriháttar ágreiningsmál risu upp við
beitingu forkaupsréttar, sem oft leiddu
til dómsmála. Vegna stækkunar búa og
bættra samgangna var einnig algengt
að jarðir væru nýttar án ábúðar. Í ein-
hverjum tilvikum þurftu bændur að
standa í „bixi“ vegna þessa, t.d. að
skrá einhvern með lögheimili á jörð,
jafnvel þótt raunveruleg búseta væri
annars staðar. Engin greining hefur
farið fram á því hve slíkt fyrirkomulag
var algengt, en almennt má segja að
stjórnvöld hafi ekki strangt eftirlit
með lögheimilisskráningu.
Ábúðarskylda var á árinu 2004
orðin þýðingarlaus og hamlaði í
raun nýtingu bújarða. Það er hins
vegar ljóst að á fyrri tímum, í tíð
annarra búskaparhátta, erfiðari
samgangna og vélvæðingar, var
ábúðarskylda bújarða besta tækið
til að tryggja þjóðhagslega nýtingu
bújarða. Jarðalög frá 2004 hafa í raun
svipuð markmið og eldri jarðalög.
Með lögunum voru þó flest tæki
til að ná markmiðum lögð af, t.d.
ábúðarskylda, forkaupsréttur, inn-
lausnarréttur o.fl., og byggt á því að
aukið frelsi myndi almennt stuðla
að þjóðhagslega hagkvæmri nýtingu
bújarða. Um það geta menn haft mis-
jafnar skoðanir.
Það má gagnrýna jarðalögin frá
2004 fyrir afskiptaleysi af nýtingu
bújarða. Ytri aðstæður leiddu þó til
breytinga sem voru óháðar nýjum
jarðalögum og brottfalli ábúðar-
skyldu. Efnahagsaðstæður upp úr
2004 voru þannig að jarðir urðu
góðar fjárfestingar, ódýrt var að
eiga jarðir og þær urðu einhvers
konar tískueign. Þessi atriði eru háð
sveiflum, nema atriðið sem snýr að
því að ódýrt sé að eiga jarðir, t.d.
vegna framkvæmdar fasteignamats
og fasteignaskattlagningar.
Að mínum dómi er þjóðhagslegt
mein eignarhalds jarða á Íslandi það,
að of algengt er að jarðir séu ekki
nýttar. Hugmyndir í frumvarpi að
jarðalögum ábúðarskyldu og önnur
tæki sem þar koma fram, munu ekki
stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri
nýtingu bújarða. Skilyrði um lög-
heimili, takmarkanir á fjölda eignar-
jarða o.fl. munu hamla nýtingu og
stuðla að málamynda lögheimilis-
skráningu og leppun á eignarhaldi.
Þá mun stjórnsýslukostnaður vegna
,,ábúðareftirlitsins“ vaxa þar sem verk-
efninu verður sinnt, en annars staðar
munu sveitarfélög lítið sinna verk-
efninu eins og raunin var víða fyrir
gildistöku jarðalaga frá 2004.
Boð og bönn eða skattalegir hvatar
Skilyrðisbinding nýtingar bújarða
varðandi ábúð, lögheimili, fjarlægðir
og fjölda mun ekki efla landbúnað á
Íslandi. Tækin til að ná fram mark-
miðum jarðalaga þurfa ekki að vera
boð og bönn, heldur þarf að skoða
löggjöf um eignarhald bújarða heild-
stætt, s.s. varðandi skattalega stöðu.
Löggjöf um jarðamál á að fela í sér
hvata til nýtingar bújarða. Eitt tæki
til að ná því þjóðhagslega jákvæða
markmiði væru skattalegir hvatar til
nýtingar jarða.
Fasteignamat jarða er víða lágt, en
meginregla fasteignamats er að það lýsi
markaðsverði eignar. Fasteignamat
vel uppbyggðri jörð er fasteignamat
mannvirkja oft hátt og þar með leið-
réttist heildarfasteignamatið nokkuð
til samræmis við líklegt markaðsverð.
Grunnfasteignamat jarða er undan-
tekningarlaust of lágt og mörg dæmi
um að lítt byggðar jarðir sem eru fast-
eignametnar á nokkrar milljónir seljist
á tugi milljóna. Fasteignaskattur er
svo greiddur af lága fasteignamatinu,
en ekki raunverulegu markaðsverði
eins og gildir um aðrar fasteignir.
Þessi aðstaða gerir það að verkum að
meinlaust er að kaupa bújörð og brúka
hana ekkert, en greiða e.t.v. nokkra
tugi þúsunda í fasteignaskatta á ári.
Biðtíminn til að sjá hvort bújörðin
reynist góð fjárfesting er því ódýr.
Af sömu ástæðum fara jarðir, sem
stórir erfingjahópar eiga, oft í eyði
eða eru ónýttar, enda ódýrt að
eiga jörðina (Reyndar ræðst staða
jarða í eigu margra einnig af því að
ákvarðanataka í sérstakri sameign er
háð samþykki allra, en í frumvarps-
drögum koma fram tímabær ákvæði
um heimild til meirihlutaákvarðana).
Ef löggjöf ætti að fela í sér hvata
til nýtingar bújarða, þyrfti að leið-
rétta fasteignamat jarða, bæði
óbyggðra og byggðra. Þar með yrði
dýrara að eiga jörð vegna fasteigna-
skatta. Til þess að gera þessa þjóð-
hagslegu hvata ennþá virkari væri
gert ráð fyrir því að greiddur yrði
lægri fasteignaskattur af bújörðum
sem væru nýttar. Eigendur jarða hefðu
þar með hvata til að nýta eignirnar, t.d.
með því að hefja einhverja starfsemi í
dreifbýlinu, leigja beitarrétt eða hluta
jarða til starfandi bænda eða einfald-
lega selja jarðir til þeirra sem þær
vildu nota.
Þess skal getið að í núgildandi
löggjöf er lagaheimild fyrir þessu til
gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga
Heimilt er sveitarstjórn að lækka
eða fella niður fasteignaskatt af
bújörðum á meðan þær eru nýttar
til búskapar og af útihúsum í sveitum
ef þau eru einungis nýtt að hluta eða
standa ónotuð. Skylt er sveitarstjórn
að setja reglur um beitingu þessa
ákvæðis.
Heimildin er lítið sem ekkert
notuð, að ég best veit. Lagaheimildina
mætti endurskoða og láta gilda með
sambærilegum hætti um allt land. Til
dæmis ætti að fella niður síðari hluta
reglunnar um að veita megi skattaf-
slátt af útihúsum sem eru ekki nýtt,
enda eðlilegra að verðlauna þá sem
nýta bújarðir.
Það er þjóðhagslega hagkvæmt
að starfsemi fari fram á jörðum enda
eykur það veltuna í þjóðfélaginu, en
einu má gilda hvar sá sem nýtir jörð
hefur skráð lögheimili, hvort hann
eigi fleiri en 3 jarðir og hversu langt
er á milli þeirra. Skoðun skattalegra
hvata í tengslum við endurskoðun
jarðalaga gæti verið árangursríkasta
leiðin til að brjóta upp nýtingarleysi
bújarða. Hvati væri til að leigja ónot-
aðar jarðir. Virkari markaður yrði
með jarðir og þeir sem nýttu jarðir
til búskapar stæðu betur að vígi til
kaupa á þeim til lengri tíma litið.
Það væri misráðið að endurvekja
ábúðarskyldu og flókið stjórnsýslu-
verk boða og banna. Það byggði á
fortíðarhyggju en væri ekki í þágu
eflingar landbúnaðar.
Jón Jónsson
Höfundur er hæstaréttarlög-
maður hjá Sókn lögmannsstofu,
Egilsstöðum.
Markmið jarðalaga og hvernig þeim verður þjónað
Hagabeit
Tek ungfola í hagabeit á Suðurlandi.
Uppl. Í síma 482-1019
Er GSM sambandið ekki gott?
Kannaðu GSM magnarana frá okkur.
GSM MAGNARAR
F y r i r s u m a r b ú s t a ð i n n ,
bílinn, vinnuna og heimilið.
Verð frá 38.547
Dalvegi 16b s: 5542727Sjá nánar á
www.hugna.is
Ætlunin að sinna heima-
markaði betur en áður
Æðarræktarfélag Eyja-fjarðar og Skjálfanda: