Bændablaðið - 12.05.2011, Page 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Málgagn bænda og landsbyggðar
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is
Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
Með undirritun á nýgerðum kjarasamningum
Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands
Íslands var sérstök áhersla lögð á að leið-
rétta laun láglaunastétta. Lágmarkslaun
eiga á samningstímanum að hækka nokkuð
og hagur þess hóps að vænkast. Þá stefnu,
að leiðrétta lægstu laun, ber að styðja. Hins
vegar snerta slíkar breytingar verulega
launakostnað fyrirtækja í matvælavinnslu,
sérstaklega þeirra sem vinna og dreifa afurð-
um bænda. Því er óhjákvæmilegt að ætla
annað en að auknum launakostnaði hljóti
að verða mætt með hörðu rekstraraðhaldi
og öðrum þeim úrræðum sem duga til að
láta enda ná saman. Allt eru þetta þekktar
aðferðir í sjálfu sér. Stækkun rekstrareininga
og aukin vélvæðing er meðal þeirra úrræða
sem stjórnendur beita og eru almennt við-
urkennd til þess að lækka kostnað þegar til
lengri tíma er litið.
Aukinn kaupmáttur er mikilvægur. Ekki
aðeins til að bæta almenn lífskjör heldur ýtir
hann undir aukna neyslu og umsvif í efnahags-
lífinu. Það gerir m.a. afurðafyrirtækjum færi á
að markaðssetja sínar afurðir og selja. Nefndir
kjarasamningar verða víða þungir í reksti þeirra.
Það er ljóst að verðbreyting á mjólkurvörum
verður að eiga sér stað á næstu vikum. Hve
mikil hún þarf að verða skal ekki fullyrt hér.
Þá er vafalaust þungt fyrir fæti hjá ýmsum
ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og oft áður er
óljóst hvernig bændur sækja kjarabætur sem
almennir launamenn hafa nú fengið. Til þess
hafa þeir fá verkfæri.
Með nýjum kjarasamningum er kominn
bærilegur grundvöllur fyrir áætlanagerð næstu
ára. Landbúnaður verður ekki samkeppnisfær
um fólk nema hann hafi tækifæri til vaxtar og
viðgangs til samræmis við aðrar atvinnugreinar.
Vönduð umræða er af hinu góða
Umræða um raunverulegan kostnað við fram-
leiðslu matvæla þarf að fara fram. Góð með-
ferð búfjár og umhverfis er þar grundvallar-
atriði. Bændur fordæma slæma meðferð á búfé,
sóðalega umgengni um náttúruna og umhverfi.
Í langan tíma hafa bændur haft forystu í að ræða
hvernig bæta má þau úrræði sem grípa þarf til
þegar slæm umgengni og röng meðferð búfjár
á sér stað.
Uppbygging og endurbætur útihúsa, s.s.
fjósa, hesthúsa, fjárhúsa, svína- og alifugla-
húsa, hafa einmitt fyrst og fremst miðað að því
að bæta aðstæður búfjár. Með bættum aðstæðum
hefur t.d. skapast greiðara aðgengi að fóðri,
lausaganga kúa er algengari en áður var, stíur
fyrir hross eru rúmar og gyltur eru í lausagöngu.
Þetta eru allt dæmi um hve hratt hefur tekist
að bylta aðbúnaði á seinni árum, bæði með
nýbyggingum og endurbótum eldri húsa. Að
baki liggja miklar fjárfestingar hjá bændum
en þær hafa einnig skilað sér í mikilli vinnu-
hagræðingu og bættri starfsaðstöðu. Þó að ekki
séu öll hús nýbyggð eða endurbyggð eru þau
langflest ágæt. Meginhlutverk bóndans, sem
gætir hjarðar sinnar, er samt í grunninn alltaf
það sama. Að fóðra rétt og skapa búfé sínu
og umhverfi öllu góðan aðbúnað og vinna af
virðingu fyrir málleysingjum. Samt er það svo
að þó húsin séu góð er því miður til að mis-
brestur verði þar á.
Slæm meðferð á búfé á sér oftar en ekki
rætur í veikindum fólks, félagslegum eða fjár-
hagslegum erfiðleikum. Samfélög þurfa að vera
vakandi fyrir slíku. Umræða um meðferð búfjár
er á stundum öfgafull en fyrst og fremst þarf
hún að vera á grunni þess að borin sé virðing
fyrir ólíkum sjónarmiðum.
Hvert stefnir í afkomu bænda?
Nú eru tvö ár frá því að bændur og sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra skrifuðu undir sam-
komulag um breytta búvörusamninga. Með því
samkomulagi fylgdi bókun um að samningsað-
ilar ætluðu að kanna skuldastöðu bænda í þeim
tilgangi að leita lausna í yfirstandandi fjármála-
þrengingum. Frá hruni hafa Bændasamtökin og
búnaðarsamböndin unnið með bændum við að
leita lausna í skuldamálum. Vægt er til orða
tekið þegar sagt er að ekki hafi þetta verk gegnið
hratt og vel. Enn í dag er engin slík úttekt á
skuldum bænda til, enda ákaflega erfitt um vik
að gera slíkt þegar misvísandi dómar ganga í
málum og engin samstaða er um túlkun þeirra.
Stjórnvöld misstu líklega af sínu besta tæki-
færi til að marka varanlega hagsmuni skuldara.
Bændasamtökin leituðu óformlega eftir viðhorfi
helstu hagsmunasamtaka launafólks í landinu
til samstöðu um sterkan þrýsting á hina nýju
banka þegar þeir voru enn í ríkiseigu. Á slíku
var enginn áhugi. Nú er hins vegar komin sú tíð
að taflið hefur snúist við. Bankar hafa þá einu
stefnu að hámarka eigur sínar, sem er kannski
ekki óeðlilegt. Þar er nú takmarkaður áhugi á að
svo mikið sem hlusta á hvað almenningi finnst.
Á meðan trosna þær úrlausnir sem þegar hefur
verið gripið til og enn fleiri rekur með fjár-
hag sinn á sker. Stórhækkun á aðföngum hefur
rýrt greiðslugetu búanna mjög mikið. Algjörar
forsendubreytingar á grunni áætlana gera það
væntanlega óhjákvæmilegt að ekki verður
mögulegt fyrir alla að halda áfram búskap.
En verst er að enn ber talsvert á hugarfari
þeirra sem réðu ríkjum fyrir hrun. /HB
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði
Leiðrétta þarf
mannanna verk
LEIÐARINN
Veturinn hefur nú að mestu sleppt
tökunum af landinu og má glöggt
sjá þess merki á vorverkum í
sveitum. Sauðfjárbændur geta
vonandi flestir út að eyrum yfir
góðri útkomu í sauðburðinum
og væntingar eru miklar um
rekstarmöguleika í þeirri grein.
Athyglisvert er að mitt í þeim
gleðihugsunum hefur ríkisstjórn
Íslands uppgötvað að Vestfirðir,
sá landshluti þar sem vænstu dilk-
arnir hafa komið af fjalli í gegnum
áratugina, skuli nú eiga við mjög
alvarlega tilvistarkreppu að etja.
Það er þó ekki sauðkindinni
að kenna hvernig komið er fyrir
Vestfjörðum heldur má örugglega til-
einka drjúgan hluta vandans sauðum
úr hópi mannfólksins. Meðvitaðar
ákvarðanir þeirra manna eru nú m.a.
að koma Vestfjörðum á knén.
Það er ekki einfalt mál að
snúa þróuninni við þegar hnignun
byggða er komin á viðlíka skrið og
á Vestfjörðum. Kannski er það þó
ekki með öllu vonlaust. Það er samt
morgunljóst að það þarf aðgerðir til
að gefa fólki von en það getur aldrei
byggst á ölmusu. Það þarf að gefa
byggðunum möguleika á að standa
undir sér sjálfar á sínum forsendum.
Vestfirðingar upplifðu ekki upp-
sveiflu síldarævintýrisins á sjötta
og sjöunda áratugnum nema að
takmörkuðu leyti. Í upphafi áttunda
áratugarins hófst samt ævintýri á
Vestfjörðum með tilkomu skuttogar-
anna. Byggðir blómstruðu og íbúum
fjölgaði í sjávarplássunum og þangað
sogaðist líka fólk úr sveitunum.
Skuttogaravæðingunni var hins-
vegar fylgt meira eftir af pólitísku
kappi en forsjá. Skuttogarabólan
sprakk og þá var brestur þegar kom-
inn í sveitirnar. Eftir innleiðingu
kvótakerfisins 1984 hefur hnignun
byggðar á Vestfjörðum verið afar
hröð.
Mesti einstaki áhrifavaldur þess-
arar byggðaröskunar er án efa það
óhefta kvótaframsal sem sett var á
með lögum í byrjun tíunda áratugar-
ins. Í stað þess að binda nýtingarrétt
fiskimiðanna úti fyrir landinu við
landshlutana var allt gefið frjálst.
Margir sáu sér leik á borði og seldu
lifibrauð byggðanna í burtu fyrir
morðfé án þess að bera nokkra
ábyrgð á því hvað yrði um íbúa við-
komandi byggðarlaga.
Vestfirðingar þyrftu örugglega
ekki á neinni aðstoð að halda nú ef
þeir nytu afraksturs auðlindanna rétt
utan við túnfótinn á eðlilegum for-
sendum. - Auðvitað er enn hægt að
leiðrétta slík mannanna verk. /HKr.
Helgi Eyleifur Þorvaldsson er
nemandi á öðru ári af þremur
í B.Sc. -námi í búvísindadeild
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri. Hann er frá Brekkukoti
í Reykholtsdal í Borgarfirði og er
ekki í nokkrum vafa um að nám
við skólann sé afar góður kostur
fyrir fólk sem er á leið í háskóla. Þá
opni nám við skólann fjölmargar
leiðir á mjög víðfeðmu sviði.
„Hér er boðið upp á tveggja ára
búfræðinám á framhaldsskólastigi,
sem er talsvert verklegt og býr fólk
undir að verða bændur. Síðan er það
háskólanámið, sem er B.Sc. -nám bæði
í búvísindum og hestafræði, sem er
dálítið samtvinnað. Þetta opnar mögu-
leik á frekara framhaldsnámi, kennslu,
ráðunautastörfum eða til að gerast
bóndi. Síðan eru náttúrufræðifögin
þar sem í boði eru ýmsar leiðir. Það
eru t.d. náttúra og saga, hrein nátt-
úrufræði, þjóðgarðafræði, landslags-
arkitektúr, skógfræði og skógfræði og
landgræðsla. Þá er hægt að velja mis-
munandi áhersluleiðir í náminu. Það er
því af mörgu að taka og margar leiðir
um að velja í þessum skóla.
Þetta eru líka skemmtilegar braut-
ir og allt efldist þetta 1999 þegar
Landbúnaðarháskóli Íslands varð til.
Þá voru teknar hér inn greinar til sam-
ræmis við aðra landbúnaðarháskóla á
Norðurlöndum og kom þá m.a. inn
sérstök deild í landslagsarkitektúr.“
- Nú hefur töluvert verið rætt um
möguleika á að stórefla loðdýrarækt á
Íslandi. Er kennt eitthvað um þá grein
hér á Hvanneyri?
„Það er lítillega komið inn á það í
búfjárræktaráföngunum og í búfræð-
inni er valáfangi sem heitir „Önnur
húsdýr“. Höfuðáherslurnar eru þó á
sauðfé, nautgripi og hross. Þó er komið
inn á fleiri greinar og alltaf verið að
bæta við og það eru nemendur hér sem
horfa mjög til loðdýraræktarinnar.“
- Hvað með ungt fólk af höfuð-
borgarsvæðinu sem á engan bakgrunn
í sveitinni eða á landsbyggðinni. Á það
eitthvert erindi í Landbúnaðarháskóla
Íslands?
„Já, alveg hiklaust. Það er eiginlega
ótrúlega mikið af nemendum hér af því
svæði. Hér eru t.d. nemendur af höfuð-
borgarsvæðinu sem hafa nánast ekkert
komið nálægt sveitastörfum en ákváðu
samt að fara í búfræði. Fyrir þetta fólk
er búfræðin afar góður grunnur og
reyndar fyrir alla. Þessir krakkar eru
mjög ánægðir og áhuginn eykst bara
eftir því sem fólk lærir meira í þessum
greinum.“
- Er nám eins og hér er boðið upp
á þá ekki að auka verulega þekkingu á
rekstri og bústörfum í sveitum landsins?
„Jú, gríðarlega og ég held að áhuginn
á að starfa í sveit sé líka að aukast veru-
lega. Allavega ef maður horfir á fjölda
umsækjenda um skólavist á síðastliðnu
hausti. Þá tvöfaldaðist fjöldi umsækj-
enda í búfræði og fór í 60 en hér er ekki
pláss til að taka við fleiri nýnemum í
þeirri grein en 30 á ári. Við vonum að
þessi áhugi haldist og auðvitað eykst
þekkingin í landbúnaði samhliða því
sem fleiri sækja nám við skólann. Fólk
er að koma hingað vegna þeirra fjöl-
breyttu möguleika sem námið gefur.
Nemandi sem fer hér í búvísindanám
getur síðan farið í framhaldsnám í
ýmsum öðrum náttúrufræðigreinum.
Ég gæti t.d. farið áfram í landbúnaðar-
hagfræði. Maður er því alls ekki að
loka sig inni á þröngu sviði með því
að fara í þennan skóla.
Landbúnaðarháskóli Íslands er
mjög góður skóli og hér er mikið af
afar hæfum kennurum. Þá er þetta
minni háskóli en flestir aðrir, allt
starf hér nánara og boðleiðir stuttar.
Skólinn er einnig nátengdur sveitinni
og í hestafræðinni er mikil verk-
menntun og einnig í búfræðinni, sem
er með þriggja mánaða verknám. Við
erum því alltaf í verklegum áföngum
samhliða öðru námi. Þar lærum við að
rafsjóða og allt mögulegt. Síðasta árið í
hestafræðinni fer svo að öllu leyti fram
á Hólum og eitt sumar að auki. Í nátt-
úrufræði og skógfræði er einnig mikið
um verklega kennslu,“ segir Helgi.
/HKr.
Landbúnaðarháskóli Íslands opnar nemendum fjölmargar leiðir út í lífið:
„Af mörgu að taka og margar leiðir um að velja“
- Hefur stóraukið áhuga á landbúnaði og náttúrufræðum
Helgi Eyleifur Þorvaldsson er ánægður vistina í Landbúnaðarháskólanum
Mynd / HKr.