Bændablaðið - 12.05.2011, Page 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Skuldamál fólks og fyrirtækja
eru ofarlega í umræðunni sem
eðlilegt er vegna þess að svo
margt fór úr böndunum á upp-
gangsárunum og í hruninu.
Ríkisstjórnin og Alþingi hafa
látið sig málið varða. Blóðkerfi
þjóðarlíkamans er stíflað, krans-
æðastíflur hér og þar sem losa
verður um, létta af og halda
áfram.
Blóðrásin verður að virka
Morgundagurinn kallar okkur til
verka. Blóðrásin verður að virka
og það er fyrst og fremst aukin
framleiðsla og að allar hendur
hafi atvinnu sem á að vera mark-
miðið. Það má heldur ekki henda
framleiðslufyrirtækjum fyrir björg
þótt allt sé svart þessa stundina.
Bankakerfið býr eins og pólitíkin
við vantraust en þar, eins og í póli-
tíkinni, verða menn að hrista af sér
vantraustið og slenið.
Hjá bóndanum er allt undir
Bændur búa við sérstakar aðstæður;
þeir reka fyrirtæki sem er öðruvísi
sett en hlutafélag í bæ eða borg.
Hjá bóndanum er allt undir, jörðin
með manni og mús.
Kaupstaðarmenn reka sín fyrir-
tæki í gjaldþrot, hrista sig og stofna
nýja kennitölu, íbúð fjölskyldunnar
er ekki undir. Bóndinn á Hóli
verður að fara sé ekki leyst úr hans
málum. Bankinn hirðir allt, mann-
legur harmleikur er miklu stærri en
í öðrum rekstri.
Ég minnist þess sem bankaráðs-
maður að oft var rætt um heiðar-
leika sveitamanna, að þeir stæðu
við skuldbindingar sínar og tap
bankanna væri ekki vegna lána
til bænda. Eitthvað hefur þetta
kannski breyst en samt er skilvísin
rík í eðli bóndans að standa við sitt.
Ég minnist þess t.d. úr stofnlána-
deildinni hvað Strandamenn voru
skilvísir og alltaf fyrstir að gera
upp sín mál. Ég skora á bankana,
hverju nafni sem þeir nefnast, að
setja sig inní sérstöðu þess að reka
fyrirtæki á jörð og átta sig líka á
öllum þeim tilfinningum sem því
fylgja framyfir annan rekstur eins
og ég hef hér rakið.
Ekki eftir neinu að bíða
Jarðaverðið fór uppúr öllu valdi,
bankarnir bera fulla ábyrgð á því
og voru þar gerendur til að lána fé.
Bændurnir bjuggu ekki til verðið
á jarðir sínar, það gerðu bankarnir
með eigendum sínum, „bankaræn-
ingjunum.“ Jarðir fóru að seljast
á hálfan og heilan milljarð, en ég
ætla að þeir sem nú starfa í banka-
kerfinu séu á jörðinni en ekki uppí
skýjunum. Þetta snerist um græðgi
og glórulaust fyllirí af einhverju
tagi.
Bankarnir voru þarna að verki
með óábyrgum hætti eins og í svo
mörgu sem aflaga fór í fjármálum
landsmanna. Bankarnir mega ekki
vera í fýlu og halda öllu helfrosnu,
þeir eru í læknishlutverki við þessar
aðstæður. Það er ekki eftir neinu að
bíða og það þýðir ekkert að skáka
í skjóli þess að huldumenn eigi
bankana eða Erlendur auðmaður.
Framtíðin veltur á því hversu
fljótir bankamenn eru að hreinsa
kransæðar peningastreymisins. Ég
vil trúa því að í hinu endurreista
bankakerfi sé sómafólk til staðar
á ný. Ísland rís, það á ærinn auð,
en þeim mun fyrr því betra fyrir
okkur öll.
Birna fyrir Kötu og Villa
Enn rífast Íslendingar yfir ísbjarn-
ardrápi og stjórnvöld hafa sofið á
verðinum og ekki undirbúið töku
litlu birnunnar, hún var skotin.
Hugsum okkur Auðun hinn
vestfirska forðum daga sem sótti
ísbjörn til Grænlands, fór með hann
lifandi til Kaupmannahafnar og gaf
kóngi sínum dýrmæta gjöf. Hefðu
Jóhanna forsætisráðherra og Össur
ekki verið höfðingleg hefðu þau
fært Kötu og Villa prins lifandi
hvíta birnu í brúðkaupsgjöf? Bretar
hefðu gleymt Icesave-rugli sínu og
vinskapur þjóðanna vaxið á ný.
Guðni Ágústsson,
framkvæmdastjóri SAM
Bankamenn þurfa að
hreinsa kransæðar
peningastreymisins
Fréttir
Á sauðfjárbúinu á Bjarteyjarsandi
í Hvalfirði hafa þau Arnheiður
Hjörleifsdóttir og Guðmundur
Sigurjónsson byggt upp athyglis-
verð ferðaþjónustu á undanförn-
um árum. Þann 28. apríl kynntu
þau nýjan áfanga í þessari upp-
byggingu með því að taka í notkun
110 fermetra móttöku með heima-
vinnslueldhúsi og söluaðstöðu fyrir
smáiðnaðarvörur úr sveitinni. Er
það drjúg viðbót við þá veitinga-
þjónustu sem fyrir var.
Auka bein tengsl framleiðenda
og neytenda
Þau Arnheiður og Guðmundur leggja
þó áherslu á að á Bjarteyjarsandi sé
þó fyrst og fremst rekið sauðfjárbú
og að það verði áfram undirstaða
þeirrar ferðaþjónustu sem þarna er
rekin.
„Okkur finnst skipta mjög miklu
máli að skapa tengsl milli okkar
sem framleiðenda og neytenda með
persónulegum samskiptum, fræðslu
og miðlun upplýsinga. Við viljum
líka styrkja og bæta menntun og
fræðslu um íslenskan landbúnað
og finnst það mikilvægt. Reyndar
höfum við orðið áþreifanlega vör við
að fólk er að leita eftir upplýsingum
um íslenskan landbúnað og býr við
margvíslegar ranghugmyndir um þá
grein sem við störfum í. Það eru því
ýmsir fordómar í gangi sem þarf að
leiðrétta. Okkur finnst því mikilvægt
með þessu að geta veitt gestum inn-
sýn inn í okkar daglega líf,“ segir
Arnheiður.
Hún segir aðsóknina hafa verið
stöðugt að aukast og í raun hafi
húsnæðið verið sprungið utan af
starfseminni. Því sé þessi viðbót
kærkomin þó auðvitað hafi þetta
útheimt mikla vinnu.
Segir Arnheiður að í aðdraganda
þessarar stækkunar hafi hún sótt
námskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð
þar sem hún lærði að gera um þetta
viðskiptaáætlun og útfæra hugmynd-
ina betur. Ef hún ætti hinsvegar að
fara strangt eftir þeirri viðskipta-
áætlun, þá hefðu þau aldrei farið út
í þetta því erfitt væri að sýna fram
á að þetta borgaði sig nema á afar
löngum tíma. Það sem hafi gert þetta
mögulegt hafi því verið gríðarlegur
áhugi samfara ómældum stuðningur
ættingja og vina og botnlaus vinna
þeirra sjálfra. Allt þetta sé erfitt sé að
meta til fjár í viðskiptaáætlun.
Byrjuðu á ferðaþjónustunni 2001
„Við byrjuðum á þessari þjónustu
árið 2001 og síðan hefur þetta smám
saman verið að vinda upp á sig. Nú
eru að koma til okkar um nærri 8
þúsund manns á ári. Tæpur helm-
ingurinn af því eru skólakrakkar
með foreldrum og kennurum. Hefur
móttaka skólafólks á bænum verið í
samstarfi við Bændasamtök Íslands
en bærinn er þátttakandi í verkefninu
Opnum landbúnaði."
Geta nú tekið stærri hópa í mat
„Síðan hófumst við handa með
veitingaþjónustuna fyrir um þrem
árum og hún hefur líka verið að
aukast jafnt og þétt. Nú fáum við
hér í viðbót er 110 fermetra viðbót
sem er samtengd veitingasal í gömlu
hlöðunni. Markmiðið með þessu var
líka að setja upp heimavinnslueldhús
þar sem við getum framleitt úr okkar
eigin afurðum og boðið hópum sem
hingað koma að borða okkar eigin
framleiðslu. Svo erum við hér líka
með handverk úr sveitinni. Með
þessari breytingu getum við verið
að taka á móti kannski 150 manns
í mat í einu.“
Afar vinsælt hefur verið að
fara með hópa leikskólakrakka á
Bjarteyjarsand, ekki síst á vorin
þegar sauðburður stendur sem hæst
þó það sé kannski einmitt sá tíma
þegar bændur eiga hvað erfiðast
með að hlaupa frá skyldustörfunum.
Arnheiður kvartar síður en svo undan
því og segir að það gefi þessu aukið
gildi og geri þetta starf enn skemmti-
legra.
Einnig hefur verið vinsælt að
heimsækja Bjarteyjarsand í kringum
smalamennsku og haustrúningu.
Skemmtileg fjaran neðan við bæinn
heillar einnig og ekki er óalgengt að
gestir fái krækling að smakka beint
úr fjörunni og gestir fá líka að bragða
á fersku hvalkjöti og margvíslegu
heimaunnu góðgæti. Saman við allt
þetta er svo tvinnaður sögulegur
fróðleikur úr Hvalfirði og sveitinni
um kring.
/HKr.
Ferðaþjónustan á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði á góðum skrið:
Ný móttökuaðstaða tekin í notkun til
að sinna sívaxandi fjölda gesta
- Veita aðkomumönnum innsýn í daglegt líf sauðfjárbænda
sé og verði sauðfjárbúskapurinn, dýrin og falleg náttúra. Myndir / HKr.
Á fundi sveitarstjórnar Eyja-
fjarðarsveitar nýveriðvar
lögð fram ályktun frá fram-
haldsaðalfundi Hollvinafélags
Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar, en
félagið vill hefur á stefnuskrá sinni
að byggja upp búnaðarsögusafn
að Saurbæ.
Í ályktunni er því m.a. beint til
sveitarstjórnar að auka þrýsting á
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið um að taka til afgreiðslu
án tafar margra ára gamla beiðni
sveitarstjórnar um að fá til eignar
öll bæjarhúsin í Saurbæ.
Einnig er skorað á sveitarstjórn
að leggja nokkurt fé í að bæta
umhverfi Saurbæjarhúsanna og
ásýnd þeirra um leið og jákvætt svar
fæst frá ráðuneytinu. Það kom fram
hjá sveitarstjóra að hann hefur haft
samband við ráðuneytið og ítrekað
beiðni sveitarfélagsins um að fá
Saurbæjarhúsin afhent.
Saurbæjarhúsin verði afhent