Bændablaðið - 12.05.2011, Síða 14

Bændablaðið - 12.05.2011, Síða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011 Mannkyn verður að fara að hugsa í heildrænum lausnum til að tryggja fæðuöryggi til fram- búðar. Íslenskum bændum getur gagnast þessi nýi hugsanaháttur á margvíslegan hátt, sérstaklega ef yfirvöld styðja þá af fullum hug, að sögn breska verkfræðingsins Peter Head, sem kom hingað til lands nýverið. „Íslendingar búa við öruggt fram- boð af orku og í henni felast gríðarleg efnahagsleg tækifæri sem geta gagnast stórum hluta heimsins. Hér er til dæmis hægt að rækta grænmeti og ávexti til útflutnings og fæða þannig stóra hluta Evrópu,“ segir Peter Head, byggingar- verkfræðingur og framkvæmdastjóri Arup verkfræðistofunnar í London, sem meðal annars hannaði óperu- húsið í Sydney í Ástralíu. Peter hélt fyrirlestur í lok apríl um hlutverk verkfræðinga í vistfræðilegum heimi á ráðstefnu Verkfræði- og náttúru- vísindasviðs Háskóla Íslands og Verkfræðingafélags Íslands, sem haldin var í tilefni 100 ára afmælis skólans, og ræddi við Bændablaðið í kjölfarið. „Við höfum unnið um allan heim og undanfarin sex ár verið mikið í Kína, þar sem við höfum fundið fyrir miklum viðhorfsbreytingum. Fólk er farið að taka alla þrjá stólpa sjálfbærrar er, félagslega stólpann, vistfræðilega stólpann og þann efnahagslega. En ég er hræddur um að breytingin gerist ekki nægilega hratt í heiminum – við verðum að vinna hraðar til að geta átt lífvænlega framtíð og búið við mataröryggi í framtíðinni,“ segir Peter. Hluti af viðhorfsbreytingunni í Kína hefur með þá staðreynd að gera að vænkandi hagur þjóðarinnar veldur því að sífellt meira landsvæði þarf undir matvælaframleiðslu þar. En þar sem það er víða hreinlega ekki til staðar, hafa Kínverjar verið að flytja inn mat frá Ástralíu. „Kínverjar hafa áttað sig á að það er auðvitað mun vænlegra að rækta matinn heima fyrir, svo við hjá Arup höfum verið að vinna að stórum heild- arlausnum sem virka til frambúðar í Kína. Og þar er aðalatriðið að nota endurnýjanlegar auðlindir í lokuðum hringrásarkerfum,” segir Peter. Ástand jarðar Jörðin er lokað kerfi, sem eingöngu tekur inn sólarorku og losar sig bara við hita. „En við högum okkur eins og við búum í opnu kerfi. Við höfum notað óendurnýjanlegar auðlindir ótæpilega, svo sem steinefni og jarðefnaelds- neyti. Svo hendum við því sem við ekki viljum lengur, án þess að taka tillit til þess að með því mengum við og eyðileggjum meðal annars vatnsbirgðir, vistkerfi og jarðveg og völdum loftlagsbreytingum. Slíkur lifnaðarháttur gengur auðvitað ekki til lengdar – þetta er afar ósjálfbært,“ segir Peter. Spár Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir að eftir rúma þrjá áratugi búi ríflega níu milljarðar manna á jörðinni. Á sama tíma og matvælaframleiðsla verður að aukast sem því nemur má gera ráð fyrir töluverðum breytingum á ræktunarsvæðum heims vegna loft- lagsbreytinga, sem og þeirri staðreynd að ríflega tveir milljarðar manna til viðbótar við þá sem nú lifa þurfa jú líka land undir híbýli sín. „Við notum núna bæði endurnýjan- legar og óendurnýjanlegar auðlindir jarðarinnar eins og endalaust framboð sé á þeim. En það er auðvitað ekki svo. Við sem mannkyn virðumst vera í algjörri afneitun hvað þetta varðar. Ef við ekki bregðumst við, þá endar jörðin í ástandi sem er afar ólífvænlegt fyrir okkur mennina. Við verðum því að hefja nýja tíma, sem ég kalla vis- töld, þar sem við vinnum markvisst með jörðina og þau vistkerfi sem á henni finnast, og hjálpum þeim sem eru í lægð að ná sér aftur á strik svo hagur okkar vænkist. Það er vert að íhuga að verkfræðingar og bændur hafa heilmikið um þessi mál að segja,“ segir hann. Grænmetisútflutningur „Tækifærin sem Íslendingar hafa í grænmetisframleiðslu eru gríðarleg. Ísland getur stefnt að því að komast í röð helstu grænmetisframleiðenda Evrópu og flutt ávexti og grænmeti út í stórum stíl,“ segir hann, og bætir við að það sem til þurfi sé vilji, samvinna og sterk áætlun og framtíðarsýn. „Þessu fylgir auðvitað líka gríðar- leg atvinnusköpun, en til þess að úr slíkum áformum verði þarf viljastyrk og stuðning yfirvalda, og fjárhagsútlát í upphafi. En því má ekki gleyma að hér erum við að tala um mikla fjár- festingu í framtíð landsmanna.“ Hann bætir við að styrkur Íslands þegar kemur að gróðurhúsaræktun felist að stórum hluta í öruggu og stöðugu framboði á orku, því önnur lönd, sem eru að reyna að hasla sér völl sem stórir grænmetisframleið- endur, svo sem Kína, búa ekki við sama orkuöryggi. Þegar rætt er við Peter fær maður á tilfinninguna að allt sé í raun hægt – því tvær af lausnunum sem Arup verkfræðistofan er að sérhæfa sig í eru matjurtagarðar á þökum húsa í stór- borgum á borð við New York, sem og matvælaframleiðsla í veggjum háhýsa, þar sem eins konar gróðurhúsum er komið fyrir innan í glerveggjum. „Niðurstaðan sem við á verkfræði- stofunni höfum komist að undanfarið er að við þurfum að auka matvæla- framleiðslu í heiminum um allt að 50 prósent á næstu 30 árum, og að við höfum æ minna land aflögu. Þess vegna verður þessi lausn, að rækta matvæli í borgum, sífellt meira aðlað- andi. Það er mikið um afar spennandi þróun víða um heim sem lofar góðu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, en þá þarf líka samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst yfirvalda,“ segir hann. Steinefni í jarðvegi og sjó En öruggt og stöðugt framboð á orku er ekki það eina sem gæti tryggt Íslandi sess sem stór grænmetisfram- leiðandi á heimsvísu. „Það er vitað hvaða steinefni eru best fyrir DNA-uppbyggingu plantna, og hægt er að gefa plöntunum nákvæmlega þau steinefni sem eru best fyrir viðkomandi plöntu. Þegar við sem neytendur borðum grænmeti og ávexti sem hafa fengið slíka með- höndlun, þá finnum við greinilega að þessar afurðir bera af, okkur finnast þær bragðbetri en annað grænmeti og ávextir sem ekki hafa fengið nákvæm- lega þá næringu sem er best. Það sem meira er, grænmeti og ávextir sem ræktuð eru á þennan hátt eru hollari en aðrar afurðir. Og þetta selur auð- vitað – neytendur leita eftir þessum afurðum aftur og aftur,“ segir Peter og bætir við að þó hann hafi ekki kannað steinefnainnihald íslensks jarðvegs geri hann ráð fyrir að það sé ríkt vegna eldfjallavirkninnar. „Þar fyrir utan er tiltölulega auðvelt að ná þeim steinefnum, sem ekki eru til staðar í jarðveginum, úr hafinu, því steinefnin sem við höfum notað í gegnum árin skila sér út í hafið. Í þessari staðreynd liggja gríðarleg efna- hagsleg tækifæri. Það er ljóst að lönd með miklar og stöðugar, endurnýjan- legar auðlindir standa betur að vígi en önnur lönd, en það þarf að halda rétt á spöðunum og beina þróuninni í þá átt sem er hagkvæmust til þess að lands- menn fái að njóta góðs af,“ segir hann. Eins og kunnugt er hafa grænmetis- bændur löngum kvartað undan því að álver greiði mun lægra gjald fyrir raf- orkuna en bændurnir, og leggur Peter til að hugsanlega myndi hagur þeirra vænkast ef þeir legðu fram áætlun um margfalt stærri framleiðslu, sem ætluð væri bæði til að metta innanlands- markað en ekki síður til útflutnings. Framtíð í rafmagnstraktorum Peter telur að notkun jarðefnaelds- neytis verði ekki hætt í bráð, því inn- viðir samfélagsins ráði hreinlega ekki við skipti yfir í annað eldsneyti á mjög stuttum tíma. Hins vegar segir hann ljóst að fólk leiti sífellt meira í annað eldsneyti, einfaldlega vegna þess að olíuverð mun hækka mikið á næstu árum og áratugum vegna minnkandi framboðs. „Við erum þegar farin að nota raf- magn og vetni til að knýja farartæki, og í Bandaríkjunum og í Kína verða rafmagnstraktorar sífellt algengari. Þá setja bændur upp rafstöðvar við býlin sín, til dæmis vindmyllur, og framleiða sitt eigið eldsneyti fyrir traktorana sína. Svo selja þeir rafmagnið sem af gengur inn á heildarkerfið, þar sem það nýtist borgarbúum eða iðnaði og bændurnir fá aukapening í rekstur bús- ins. Þetta er eitthvað sem ég ímynda mér að gæti virkað vel á Íslandi,“ segir hann og bætir við að hann sé í raun afar hissa á því að Íslendingar séu ekki nú þegar farnir að nota vindmyllur af fullri alvöru. Peter bendir á að mikilvægt sé að sjá býli sem hluta af heildarhring- rás matvælaframleiðslu og -neyslu, og greina mikilvægi bænda í þeirri hringrás. „Landið sem við eigum verður að gefa okkur eldsneyti, mat, vatn og geta losað okkur við úrgang, og einmitt þess vegna tel ég að bóndabýli ætti ekki að vera eingöngu bóndabær, eins og við lítum á það í dag. Býlið er hluti af fæðuhringrásinni og bændur ættu að hagnast af því. Það er gífurlega mikið magn af endurnýjanlegri orku á bóndabýlum – sólarorka, lífmassi, ár og vindur – og sveitar- og ríkis- stjórnir landa ættu að notfæra sér hin miklu tækifæri sem þar eru falin, og hvetja til frekari þróunar sem gagnast bæði bændum og samfélaginu í heild sinni, “ segir Peter Head að lokum. Vefsíða Arup verkfræðistofunnar hefur að geyma frekari upplýsingar um sýn og verkefni Peters Head og vinnufélaga hans. Slóðin er: www. arup.com. /SMK Þó gróðurhús í veggjum skrifsto- fubygginga hljómi nýstárlega getur verið að slík verði algeng sjón eftir nokkur ár. Mynd /Arup verkfræðistofan „Grænmetisútflutningur, rafmagnstraktorar og steinefnavinnsla hluti af framtíð Íslands“ – segir breski byggingarverkfræðingurinn Peter Head, framkvæmdastjóri Arup verkfræðistofunnar í London haldið á spöðunum. Mynd | SMK Rafmagnstraktorar verða sífellt meira aðlaðandi eftir því sem jarðe- fnaeldsneytisverð hækkar á heims- vísu. Mynd /Arup verkfræðistofan Alþjóðlegt ár skóga 2011 er haldið að frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna. Hvatt er til þess að þjóðirnar stilli saman strengi til að styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd og þróun allra skógargerða til hagsbóta fyrir núlifandi og ókomnar kynslóðir.“ Merki ársins er hannað um þemað skógur fyrir fólk og það sýnir í hnot- skurn fjölþætt gildi skóganna fyrir líf- ríki og umhverfi. Allir skógar, ræktaðir og óræktaðir, veita skjól og eru mikil- væg búsvæði fjölmargra lífvera, þ.á.m. mannsins. Í skógum er uppspretta matar og þeir varðveita gæði fersk- vatns; þeir eru mikilvægir fyrir jarð- vegsvernd og gegna mikilvægu hlut- verki í að viðhalda stöðugu loftslagi á hnattræna vísu og jafnvægi í umhverf- inu. Úr skógum fáum við vistvænt, endur- nýjanlegt og endur- vinnanlegt byggingarefni og efnivið í margskonar hönnun og nýsköpun. Þessir þættir og miklu fleiri undirstrika að skógar eru ómissandi fyrir vellíðan og velferð fólks alls staðar í heiminum. Það er staðreynd að skógar á Íslandi eru afar smáir í sniðum. Við höfum lengi vitað að flatarmál gróins lands hefur minnkað mjög mikið frá því sem var við landnám og sérstak- lega hefur gengið á skóglendin. Ef við skoðum nýjustu tölur sem birtast í Landshögum Hagstofu Íslands fyrir árið 2010, kemur fram að meira en 64.000 ferkílómetrar lands eru skil- greindir sem „auðnir“. Þetta er gríðar- lega hátt hlutfall alls lands, eða um 63%. Landið allt er um 103 þúsund ferkílómetrar og ef við drögum auðnir, jökla og vatnsföll frá þessari tölu þá eru um 23% alls landsins flokkuð sem „gróið land“ eða 23.800 km² sem nær því ekki að vera fjórðungur landsins! Af þessum ferkílómetrum gróins lands eru svo einungis tæp 1% sem flokka má sem skóglendi og inni í þeirri tölu eru allir skógar landsins! Við höfum hingað til leyft okkur að tala um „skóg“ þegar fullvaxinn trjágróður nær meira en tveggja metra hæð og því hafa um 40% af birkiskógunum okkar verið skilgreind sem „skógur“ t.d. í Velferð til framtíðar sem er stefna íslenskra stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Ef við miðum hins vegar við lágmarkið samkvæmt alþjóðaskilgreiningu sem er 5 m hæð, þá ætti einungis að telja um 6% íslensku birkiskóganna til „skóga“. Það er gagnlegt að skoða tölurnar í töflunni hér að neðan. Þar sjáum við þessar nýjustu upplýsingar betur: Ræktaður skógur 0.325 km² Óræktaður skógur 0.925 km² Annað gróið land 22.557 km² Stöðuvötn 2.757 km² Jöklar 11.922 km² Auðnir 64.538 km² Samtals 103.024km² Þessar upplýsingar eru mjög slá- andi fyrir ástand landsins og ættu að hvetja okkur til að auka skógrækt og landgræðslu, langt umfram það sem við höfum gert síðustu ár. Á sama tíma þurfum við líka að leggja rækt við það, hvernig við ætlum að nýta skógana út frá hagrænu sjónarmiði, umhverfislegu og félagslegu, sem allt eru skilgreindir þættir sjálfbærrar þróunar. Alþjóðlegt ár skóga leggur okkur til mikilvæga hugmyndafræði og hvatn- ingu, þar sem áherslan er á sjálfbærni, nýsköpun og vistvæna þjónustu allra skóglenda. Við munum nota árið til að kynna möguleikana sem við höfum í dag og hvernig við getum sem best nýtt okkur skóga landsins til yndis og verðmætasköpunar. Heimasíða ársins www.árskóga2011.is. Hugleiðing á Alþjóðlegu ári skóga – eftir Huldu Guðmundsdóttur, skógarbónda og talsmann verkefnisins

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.