Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 17

Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 17
17Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011 Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 IS-110 Reykjavík Sími 575 6000 Fax: 575 6090 www.ss.is Verðskrá 2011 Sáðmagn Sekkur Verð án vsk Verð pr. sekk Tegund Stofn kg/ha kg kr/kg án vsk. Grasfræ: Vallarfoxgras Engmo 25 25 512 12.800 Vallarsveifgras Sobra 18 25 566 14.150 Vallarsveifgras Balin 18 25 566 14.150 Túnvingull Gondolin 20 - 25 15 340 5.100 Grænfóðurfræ: Sumarrýgresi Barspectra (4n) 35 25 355 8.875 Vetrarrýgresi Dasas (4n) 35 25 382 9.550 Vetrarrepja Barcoli 10 25 495 12.375 Vetrarrepja Hobson 10 25 422 10.550 Sáðvara Gras- og grænfóðurfræ frá viðurkenndum framleiðendum Viðskiptakjör: 3% staðgreiðsluafsláttur eða reikningsviðskipti með eindaga 15. næsta mánaðar eftir útgáfu reiknings. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Bílkranar Lyftigeta 2,5 - 85 tm Eigum til á lager PM 3522 LC - 3,5 tm. Mesta lyftigeta: 1100 kg Eigin þyngd: 475 kg Væntanlegur PM 22026 - 22 tm. Mesta lyftigeta: 9000 kg Eigin þyngd: 2825 kg Væntanlegur fljótlega Með spil og glussaslönguhjól GÁLGI 12° yfirhalli JIB 20° yfirhalli Bændablaðið á netinu... www.bbl.is Guðbrandur Brynjúlfsson svína- bóndi á Brúarlandi er eini stofn- félaginn í Svínaræktarfélagi Íslands sem enn er starfandi í greininni. Hann hefur setið í stjórn félagsins um árabil og átti að ganga úr stjórn á aðalfundi þess 30. apríl, en var þá endurkjörinn. - Færð þú bara ekkert að hætta í stjórninni? „Nei, þó ég sé orðinn alltof gamall til að vera í þessu. Ég er líklega eini núlifandi stofnfélagi Svínaræktarfélagsins sem enn er starfandi. Ég var reyndar ekki á fyrsta fundinum, sem haldinn var á Hótel Holti fyrir 35 árum, en ég mætti á næsta fund og þeir sem þar mættu voru taldir með stofnfélögum.“ Guðbrandur segist hafa starf- rækt svínabú allan þennan tíma og rúmlega það. „Ég eignaðist fyrstu gyltuna árið 1966, þá 18 ára gamall. Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á þeim tíma sem síðan er liðinn, sérstaklega eftir að við fluttum inn norsku svína- kynin. Nú má segja að við séum eigin- lega með þrjú kyn. Norska land- kynið, Yorkshire kynið og Duroc- kynið, sem er kanadískt að uppruna. Geltirnir hjá okkur, sem notaðir eru sem feður að sláturgrísum, eru blend- ingar af norska landkyninu og Duroc, en gylturnar blendingar af norska landkyninu og Yorkshire. Þetta eru allt önnur dýr og miklu stærri en voru hér í gamla daga, þegar við vorum með þennan gamla íslenska hræri- graut af nokkrum kynjum.“ Mikil stöðnun og úrkynjun „Það var orðin mikil stöðnun í svínastofninum og hreinlega úrkynj- un þar sem nýtt blóð vantaði í stofn- inn. Það voru flutt inn dýr til Íslands rétt upp úr seinna stríðinu að mig minnir. Síðan var lokað fyrir allan innflutning og því varð ofboðsleg skyldleikaræktun í stofninum.“ Norsku dýrin gjörbreyttu greininni „Þegar loks fékkst leyfi til þess 1996 að flytja inn dýr frá Noregi varð mikil innspýting í greinina. Það olli strax verulegum fram- förum, bæði hvað varðaði aukna frjósemi og sér í lagi minni afföll smágrísa. Skyldleikaræktunin hafi einmitt valdið miklum afföllum af smágrísunum. Þá jókst vaxtarhraðinn einnig mikið við þessa innspýtingu og fóðurnýtingin batnaði til muna. Hagur okkar batnaði því verulega eftir að innflutningur norsku dýranna hófst.“ Vandræði vegna offramleiðslu „Síðan hafa svínabændur lent í því aftur og aftur að vera að framleiða of mikið og umfram markaðsþörf. Sérstaklega á þessari öld, á árunum 2003 til 2004 og aftur upp úr banka- hruninu 2008. Þá byrjaði offram- leiðsla að nýju samfara samdrætti í neyslu. Við höfum þó verið að ná tökum á því og nú er komið ágætt jafnvægi í framleiðsluna. Það tekur þó yfirleitt tvö- til fjór- faldan tíma að ná verðunum upp að nýju úr því verðhruni sem skapast af offramleiðslu. Fólk vill eðlilega áfram fá ódýrt kjöt og lætur sig litlu varða hvað kostar að framleiða það.“ /HKr. Eini stofnandi Svínaræktarfélagsins sem er enn starfandi í greininni: Eignaðist fyrstu gyltuna 18 ára gamall árið 1966 Guðbrandur Brynjúlfsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.