Bændablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 12. MAÍ 2011 Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri sýnir tækniþróun í íslenskum landbúnaði frá upphafi vélvæðingar: Margir hafa falast eftir þýska Lanz þúfnabananum frá Korpúlfstöðum Nú styttist í eiginlega sumar- opnun Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Síðustu 12 árin hefur safnið þó verið opið allan ársins hring og er tekið á móti gestum eftir þörfum og pöntun, að sögn Bjarna Guðmundssonar safnstjóra. Sumarmánuðina júní - ágúst hefur safnið verið opið dag- lega. Gestafjöldi á hverju ári hefur verið um fimm þúsund manns en þarna má sjá véltæknisögu land- búnaðarins í hnotskurn. Á safninu hjá Bjarna er margt for- vitnilegt að sjá eins og hestaplóg, gamlar dráttavélar og jarðýtur. Allt eru þetta tæki sem eru mjög merkileg í landbúnaðarsögu Íslands. Lanz þúfnabani Í bráðabirgðahúsi við safnið má svo líta eintak af sannkölluðum risa en það er þýskur Landbaumotor Lanz þúfnabani sem notaður var til að slétta túnin á Korpúlfsstöðum, m.a. þar sem kylfingar berja nú golfbolta sína á sumrum. Þessi gripur er afar merkilegur og heljarmikil smíð með ríflega mann- hæðarhá hjól úr stáli að aftan. Slíkt tæki kostaði fúlgur fjár á sínum tíma sem samsvaraði nokkrum jarðar- verðum. Þúfnabananum á Hvanneyri verður síðar komið fyrir í svoköll- uðu Halldórsfjósi á Hvanneyri sem gera á upp til notkunar fyrir safnið. 6,6 tonna flykki Þúfnabaninn var ætlaður til jarð- vinnslu eins og nafnið bendir til. Hann er einn af sex slíkum vélum sem fluttar voru til landsins á árun- um 1921-1927. Búvélaverksmiðjur Heinrich Lanz í Mannheim smíð- uðu þúfnabanann (Landbaumotor Lanz). Hann vóg 6,6 tonn, knúinn 4 strokka bensínvél sem talin var 80 hestöfl. Aftan á honum er jarðveg- stætari. Hérlendis voru þúfnabanarnir einkum notaðir við túnasléttun. Það mun hafa verið árið 1947 sem þúfnabana, þeim síðasta heila á Íslandi, skolaði upp að Hvanneyri. Þúfnabanar höfðu fært íslenskum bændum heim sanninn um að vélaafl mætti nota til túnasléttunar. Nýrri og betri vélar tóku brátt að varpa skugga á þúfnabanann og hann gleymdist. Mörg tilboð hafa borist Þúfnabani Landbúnaðarsafnsins mun vera sá eini sinnar tegundar sem eftir er í heiminum. Enda hafa fjölmargir aðilar boðið í gripinn að sögn Bjarna. Þar sem um þjóðminjar er að ræða segir hann að sala á tækinu komi þó ekki til greina. Að minnsta kosti tveir þýskir aðilar hafa gert formleg kauptilboð í þúfnabanann, m.a. aðili sem á allar gerðir Lanz-dráttarvéla, er fram- leiddar hafa verið. Þúfnabaninn var einmitt smíðaður hjá Heinrich Lanz í Mannheim, Þýskalandi. Fyrir þúfnabanann hafa verið boðnar ýmsar fornvélar, bæði drátt- arvélar og verkfæri, sem fágæt teljast. Þeim er þó sammerkt að fæst þeirra varða íslenska búnaðarsögu á neinn veg. En svo hafa líka verið boðnir fjármunir. Barst m.a. fyrirspurn frá hollenskum aðila sem ólmur vildi fá þúfnabanann keyptan. Bauð hann m.a. nokkra fulluppgerða forntraktora af ótilgreindum tegundum í staðinn. Fyrirspurninni var þegar í stað svarað sem hinum fyrri; að þúfnabaninn væri hvorki né yrði til sölu. 20Bjartsýni meðal viðskiptavina Tæki & fóðuröflun 26 Núverandi safn var stofnað 2007 Landbúnaðarsafn Íslands er sjálfseignarstofnun (ses.) og var formlega stofnað 14. febrúar 2007. Stofnaðilar eru Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands (BÍ). Í stjórn safnsins eiga sæti, auk fulltrúa áðurnefndra stofnana, þjóðminjavörður eða fulltrúi hans og fulltrúi tilnefndur af landbúnaðarráðherra. Hlutverk s a f n s i n s er að gera skil sögu og þróun í s l e n s k s landbúnaðar með því að v a r ð v e i t a gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið. Landbúnaðarsafn Íslands leggur sérstaka áherslu á sögu landbúnað- arins frá byrjun tæknialdar í land- búnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun henn- ar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir. Í starfi sínu skal Landbúnaðarsafn Íslands hafa samráð og samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og aðra opinbera aðila er annast minja- vernd og vörslu í landinu, þ.m.t. byggðasöfn. Byggt á gömlum grunni Landbúnaðarsafn Íslands er byggt á grunni Búvélasafnsins sem starfað hafði á Hvanneyri um langt árabil. Búvélasafnið rakti sögu sína til árs- ins 1940. Á árunum 1976-1980 var allmikið unnið að endurreisn og eflingu verkfærasafnsins. Til stóð að reisa hús yfir það en fé skorti til framkvæmda. Samkvæmt lögum nr. 64/1940 um rannsóknir í þágu landbúnað- arins skyldi þá komið upp safni af landbúnaðarverkfærum við Bændaskólann á Hvanneyri. Lítið var lengi vel unnt að gera sakir fjárskorts. Guðmundur Jónsson skólastjóri bjargaði þó ýmsum verkfærum og hélt yfir þeim hlífiskildi. Þá gaf Búnaðarfélag Íslands safninu verðmæta gripi frá Ólafsdalsskólanum og frá búi Thors Jensen á Korpúlfsstöðum og fleirum bárust einnig ýmis verkfæri. Þessir gripir eru meðal merkustu gripa safnsins í dag. Búvélasafnið var fyrst opnað almenningi sumarið 1987, í smáum stíl þó. Þá höfðu starfsmenn Bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins gert upp nokkrar vélar og útbúin hafði verið dálítil geymslu- og sýningaraðstaða. Sýning safnsins nú er i Verkfærahúsinu á Hvanneyri, sem lengi hýsti búvélapróf- anir Verkfæranefndar og síðar Bútæknideildar Rala, og fleira. Þúfnabaninn hlaut þann heiður að vera settur á frímerki árið 2008.þúfnabananum Mynd | HKr. Blaðauki 12. maí 2011 Slegist um notaðar vélar Mun betra útlit24

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.