Bændablaðið - 12.05.2011, Side 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Samkvæmt opinberum tölum voru
seldar 2.034 dráttarvélar á Íslandi
á árunum 2000 til og með 2010. Að
meðaltali gerir það um 185 vélar á
ári. Salan fór mest upp í 365 drátt-
arvélar árið 2007. Salan hrapaði
svo niður í 129 vélar árið 2008, 20
vélar árið 2009 og þokaðist upp í
25 vélar árið 2010. Sum umboðin
búast við einhverri söluaukningu
í ár og að salan geti hugsanlega
farið upp í 30 til 50 vélar í heildina.
New Holland afgerandi merki
Söluhæsta merkið á þessu tímabili
var New Holland, sem var með 458
seldar vélar og 23% markaðshlut-
deild. Þar á eftir kom Valtra með 348
vélar og 17% markaðshlutdeild og
Massey Ferguson var í þriðja sæti
með 258 vélar og 13% markaðshlut-
deild.
Samkvæmt listanum trónaði New
Holland á toppnum frá 2000 til árs-
loka 2007, að einu ári undanskildu.
Það var árið 2004 að Valtra skaust á
toppinn með 40 seldar vélar og náði
24% markaðshlutdeild.
Sviptingar frá árinu 2008
Frá og með árinu 2008 hafa orðið
miklar sviptingar á dráttarvélamark-
aðnum eins og víðar í vinnuvélageir-
anum.
Á árinu 2008 komst Valtra aftur
á toppinn með 24 seldar vélar og
náði þá 19% markaðshlutdeild.
Frá og með árinu 2008 varð hrun í
sölu dráttarvéla hér á landi og hefur
staðan síðan verið hálf undarleg.
Massey Ferguson komst í topp-
sætið árið 2009 og náði 35% mark-
aðshlutdeild á aðeins 7 seldum
vélum. Á árinu 2010 glæddist salan
örlítið og þá komst John Deere í
fyrsta sætið með 40% markaðshlut-
deild á aðeins 10 seldum vélum. Var
John Deere jafnframt í fjórða sæti
yfir heildina á þessum 11 árum með
11% markaðshlutdeild og 225 seldar
vélar.
Helstu merkin á markaðnum
Auk New Holland, Valtra, Massey
Ferguson og John Deere má finna á
listanum McCormick í 5. sæti með
170 seldar vélar og 8% markaðs-
hlutdeild. Þá var Case IH í 6. sæti
með 158 vélar og tæplega 7,8%
markaðshlutdeild. Síðan kom Fendt
í 7. sæti með 100 vélar og 5% hlut-
deild, Landini í 8. sæti með 77 vélar
og 4% markaðshlutdeild, Claas í 9.
sæti með 57 vélar og 2,8% hlutdeild,
Deutz í 10. sæti með 55 vélar og
2,7% hlutdeild og ítalska merkið
Same var í 11. sæti með 13 vélar
og rúmlega 0,6% markaðshlutdeild.
Aðrar tegundir voru samtals með
115 seldar vélar á þessu tímabili og
5,6% markaðshlutdeild.
Mikil óvissa ríkir nú bæði meðal
kaupenda og sölufyrirtækja um
framhaldið. Óvissa um uppgjör eldri
lána spilar þar stóra rullu. Ljóst er
þó að farin er að safnast upp þörf
og sem dæmi um það er slegist um
allar notaðar vélar sem losna og þá
oftast á yfirverði.
New Holland mest selda dráttarvéla-
tegundin á Íslandi frá árinu 2000
– Aðrar tegundir hafa þó náð toppsætinu í kjölfar hruns og samdráttar 2008
Þeir Pétur og Vilhjálmur
Diðrikssynir búa ásamt fjöl-
skyldum sínum á Helgavatni í
Þverárhlíð og reka saman bú þar.
Þeir bræður eru annálaðir fyrir
góða meðferð véla, útsjónarsemi
og skynsemi í vélakaupum. Pétur
segist í viðtali við blaðmann miklu
heldur vilja vinna nokkrum tímum
lengur heldur en að skuldsetja búið
upp í rjáfur vegna kaupa á stórum
og dýrum vélum sem í raun sé
engin þörf á að eiga.
Þeir bræður kaupa ekki tæki
nema vera búnir að setja það vel
niður fyrir sér hver notkunin á þeim
verður og hvaða möguleikar aðrir
eru í stöðunni, svo sem leiga, sam-
nýting eða verktaka. Helgavatn er
þannig í sveit sett, að sögn Péturs,
að erfitt er að reiða sig á verktöku og
að sumu leyti einnig erfitt að sam-
nýta, í það minnsta sum tæki. „Stóri
hlutinn í ákvörðun um kaup á tækjum
er þörfin á þeim og í hvað þau munu
nýtast. Sömuleiðis verða menn að
kaupa tæki í þeim stærðum sem henta
og meta það á móti því hversu mikinn
tíma menn hafa. Það þarf að bera
kostnaðinn saman við tímasparnað-
inn eða hagræðinguna. Ef þú notar
tæki lítið þarftu væntanlega ekki að
kaupa þau. Það er dýrast af öllu að
eiga tæki og nota þau ekki.“
Á góðu kaupi í gömlu vélinni
Bændur verða að huga að öllum
þessum þáttum við ákvarðanir um
vélakaup. „Eins og við búum hér þarf
að velja sér tæki aftan í traktorana.
Þeir traktorar sem við eigum geta
þjónað búinu eins og það er og þá
verður að stilla kaup á nýjum tækjum
við þá. Það er valið á milli þess að
þurfa kannski að kaupa nýja vél eða
sitja í þeirri gömlu nokkrum klukku-
tímum lengur, á ansi góðu kaupi.
Okkar stærsta vél er 100 hestafla
og við höfum keypt tæki sem hafa
hentað aftan í hana. Hvernig maður
metur tíma sinn og hvað maður á af
honum eru spurningar sem taka þarf
tillit til. Þú getur verið á ágætis kaupi
við að sitja lengur í gömlu vélinni
með smærri tæki aftan í,“ segir Pétur.
Auka þarf samnýtingu
Pétur segir það öruggt mál að ef þeir
bræður hefðu verið í þeirri aðstöðu
að samnýta vélar með nágrönnum
sínum í meira mæli eða kaupa verk-
töku hefðu þeir sannarlega gert það.
„Ég er sannfærður um að þar sem
byggð er þéttari og þessir möguleikar
eru fyrir hendi, þá er þetta langhent-
ugasta formið í vélakaupum. Það er
ekkert vit í að kaupa til dæmis jarð-
vinnslutæki fyrir margar milljónir
og nota þau svo örfáar klukkustundir
á ári.“
Leigja fremur en að kaupa
Pétur segir að í sínum huga sé
alveg ljóst að bændur hafi farið fram
úr sér í vélakaupum fyrir hrun. „Allir
þeir 150 hestafla traktorar sem til eru
á landinu, það er bara gjörsamlega
útilokað að þeir hafi einhver verk-
efni. Það liggja hundruð milljóna
í svoleiðis vélum. Við höfum hins
vegar nýtt okkur það. Við höfum leigt
okkur stóran traktor í heyverkunina.
Við keyptum stóran votheysvagn
með múgsaxara framan á árið 2006
og vissum alveg að við ættum ekki
traktor fyrir hann, því hann útheimtir
stóra vél. Ég var hins vegar ákveðinn
í því þegar ég keypti vagninn að ég
ætlaði ekki að kaupa vél fyrir hann
og hef leigt slíka vél fram á þennan
dag. Svona vél erum við að keyra
svona 80 til 90 vinnustundir á ári
en að öðru leyti höfum við ekkert
við hana að gera. Ef við hins vegar
neyðumst til að kaupa svona vél, ef
leigan bregst, myndum við kaupa
gamla vél, kannski 15 ára gamla.“
Þýðir ekki að heimta
mjólkurverðshækkun vegna
óþarfa vélakaupa
Það er afar góð fjárfesting að halda
vélum við, kaupa í þær varahluti og
sinna þeim, að mati Péturs. Eins lengi
og þær gangi þá sé mun ódýrara að
eiga þær en að kaupa nýtt. „Menn
verða að kunna að sitja af sér hviðuna.
Ég er ekki öðruvísi en hver annar, ég
hef gaman af tækjum og langar oft að
kaupa mér ný tæki. Þá verður maður
að anda djúpt og bíða eftir því að það
gangi yfir, hugsa hvað maður spari
mikið með því að eiga bara gömlu
vélina áfram. Bændur eru í rekstri
og vita nokk hvað þeir hafa milli
handanna. Það þýðir ekki að koma
og heimta hækkun á mjólkurverði
vegna þess að óþörf vélakaup hafi
verið svo dýr.“
Tímaskráningar mikilvægar
Pétur hvetur bændur til að halda
tímaskráningar um verkþætti hjá
sér. Með því sé mun þægilegra að
átta sig á því hvaða hagræði geti
skapast af vélakaupum. „Þegar
við stóðum frammi fyrir að kaupa
þennan nýja heyvagn sem ég er búinn
að nefna vissi ég hver mín viðvera
var við heyskapinn. Ég lagðist yfir
þetta og gat séð að líklega myndi ég
geta sparað mér tugi klukkutíma í
vinnu. Ég er ekki frá því að hundrað
klukkutímar hafi sparast strax í fyrsta
slætti. Það er auðvitað bara gróði.
Ég get nefnt annað dæmi. Einhvern
tíma um árið 2000 langaði mig að
kaupa stóra dragtengda sláttuvél sem
kostaði mikið. Ég átti fyrir sláttuvélar
sem gengu og allt í lagi með það.
Þá fór ég að reikna út hversu mikill
tími færi í að slá með vélunum sem
ég ætti og bera það saman við slátt
með þessari nýju vél. Ég komst að
því að klukkutíma sláttur á nýrri vél
væri helmingi dýrari en með þeim
gömlu, en klukkutímarnir sem ég
sparaði í vinnu væru hinsvegar alls
ekki svo margir. Þá er nú betra að
fara bara aðeins fyrr út, eða stytta
hádegismatinn, og slá með gömlu
vélunum á góðu kaupi.“
Áskorun að nýta vélar lengi
Pétur segir að sér finnist í raun áskor-
un að geta nýtt sínar vélar lengi. Til
þess verði auðvitað að fara vel með
vélarnar og sinna þeim, halda þeim
við. „Það er bara hluti af þessu. Þegar
búið er að kaupa vél á milljónir króna
verður auðvitað að halda þeirri fjár-
festingu við. Vél sem þarf að setja í
200 þúsund krónur á ári en myndi
kosta á bilinu 10 til 15 milljónir ný,
það gefur augaleið hversu lág upp-
hæð það er. Það væri mörgum hollt
að lesa handbækurnar sem fylgja vél-
unum, svo dæmi sé tekið. Sömuleiðis
eiga menn að sinna fyrirbyggjandi
viðhaldi. Menn verða að skipta um
smurolíu, að smyrja liði og laga strax
það sem er að bila.“
Þeir bræður sinna viðhaldi sinna
véla að langmestu leyti sjálfir en
Pétur segist sannfærður um að þeir
sem ekki eru miklir viðgerðarmenn
spari mikla peninga með því að
kaupa sér slíka fyrirbyggjandi þjón-
ustu. „Þeim peningum er vel varið.
Ég veit að með því geta menn látið
vélarnar endast mun lengur. Það þarf
til að mynda að stilla ýmsa hluti í
þessum vélum og það er blóðugt ef
vélar skemmast vegna þess að þær
eru vanstilltar. Það getur nefnilega
kostað peninga að spara peninga og
það er ekkert óeðlilegt við það.“
/fr
„Bændur verða að sníða sér stakk eftir vexti í vélakaupum,“ segir Pétur á Helgavatni:
Kostar peninga að spara peninga
Viðhaldið efst á blaði
Mikilvægt að halda tækjum
við, laga það sem bilar
og sinna fyrirbyggjandi
viðhaldi
Heimilisfólkið á Helgavatni, talið frá vinstri: Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Diðriksson, Pétur Diðriksson og
Karítas H. Hreinsdóttir.