Bændablaðið - 12.05.2011, Page 24
Oddur Einarsson framkvæmda-
stjóri Þórs hf. er ekki sérlega
bjartsýnn á söluhorfur á nýjum
dráttarvélum fyrir landbúnaðinn
í sumar en heldur bjartara sé þó
varðandi heyvinnuvélar og annan
ódýrari búnað. Hann segir engar
vísbendingar um miklar breyt-
ingar á markaðnum og gerir ekki
ráð fyrir að salan fari að taka við
sér að ráði fyrr en á árinu 2012.
„Þó að í vissum flokkum hafi
orðið aukning er það samt hvergi
nærri því sem verið hefur í meðalári.
Þá hefur líka orðið breyting á sam-
setningu þeirra tækja sem seljast. Í
dráttarvélunum hjá okkur hefur salan
á dýrari vélunum algjörlega stöðvast
en færst yfir í ódýrari og einfaldari
vélar og lægri hestaflatölu. Hér í
góðærinu voru 110 til 150 hestafla
vélar algengastar en í dag er verið að
tala um 90 til 100 hestöfl sem bændur
hafa verið að kaupa. Menn halda því
að sér höndum og auk þess er mark-
aðurinn með notaðar vélar algjörlega
hruninn. Þær vélar sem voru til hér
fyrir og eftir hrun hafa nær allar verið
seldar úr landi. Það er því skortur á
notuðum vélum í dag. Þær notuðu
vélar sem við fáum hér inn á eðlilegu
verðbili, þær stoppa ekkert við. Það
er slegist um þær flestar. Vélar á í
kringum eina til tvær milljónir sjást
ekki lengur. Sama gildir um rúllu- og
pökkunarvélar.“
2011 verður fjórða afar lélega
söluár dráttarvéla
„Á árunum 2001-2004 var verið að
selja um 100 dráttarvélar á mark-
aðnum á ári og þótti mjög lélegt.
Salan fór svo upp í um 350 vélar á
ári í góðærinu og var að vissu leyti
að mæta uppsafnaðri þörf.
Í fyrra voru ekki að seljast nema
um 26 vélar og 20 árið áður. Okkar
upphaflegu áætlanir fyrir 2011 gerðu
ráð fyrir að það seldust um 50-60
vélar á íslenska markaðnum en
endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir
að um 30 vélar seljist á þessu ári.
Við áætlum að eðlileg endurnýjun
dráttarvéla í landinu sé um 250 vélar
á ári. Þá erum við að tala um 2.500
starfandi bú sem þurfa að endur-
nýja vélar sínar að lágmarki á 10
ára fresti.“
Miðað við þessi orð er uppsöfnuð
þörf á endurnýjun dráttarvéla orðin
mikil, sér í lagi ef það gengur eftir
að árið 2011 verði fjórða lélega sölu-
árið í röð.
„Meðan það liggur ekki fyrir
hvernig greitt verður úr þeirri óvissu
sem uppi er varðandi úrvinnslu lána
sem tekin voru hér í góðærinu, þá
þora bændur ekki að hreyfa sig.
Þarna er um að ræða lán vegna
vélakaupa og lán vegna fjárfestinga
í húsa- og tækjakosti. Fjárhagslega
held ég því að ansi mörg býli á land-
inu séu illa sett og enn ríkir óvissa
um hver raunveruleg skuldastaða er.
Meðan ástandið er svona sitja allar
fjárfestingar á hakanum.“
Minni samdráttur í
heyvinnuvélunum
„Mín tilfinning er sú að sam-
drátturinn sé ekki eins mikill í sölu
heyvinnuvéla þó salan þar sé ekki
neitt í líkingu við það sem áður var.
Þar er líka mun víðara verðbil en í
dráttavélunum og algengt verð frá
kannski 800 þúsund upp í 10 millj-
ónir á meðan flestar dráttarvélar eru
á verðbilinu 7-15 milljónir.
Bændur fara því greinilega mjög
varlega en halda samt áfram að kaupa
þær rekstarvörur sem þeir geta ekki
sparað við sig. Þar hefur þróunin
orðið sú að meiri verðsamkeppni
ríkir á þeim markaði en áður. Verð
hefur verið keyrt niður og þjónustan
um leið og minna birgðahald en
áður. Í áburðinum hefur þetta leitt
til vöruskorts. Þar verður að panta
og staðfesta áburðarkaup á miðjum
vetri og lítill sem enginn áburður á
lager. Sömu þróun erum við að sjá í
sölu á rúlluplasti þar sem verðið eru
komið alveg niður í kostnaðarverð,
allt pantað og selt fyrirfram og því
undir hælinn lagt hvort eitthvað verði
á boðstólum þar fyrir utan.“
Hörð samkeppni og lítill líftími
sölufyrirtækja
Oddur segir að þessi mikla og
harða samkeppni sem ríkt hefur á
markaðnum í sölu tækja og búnaðar
fyrir landbúnaðinn og verktakageir-
ann hafi haft sínar afleiðingar. Þór
er nú það langlífasta í greininni og
að nálgast fimmtíu ára afmælið.
„Samkeppnin er það mikil að fyrir-
tækin ganga oft of langt í að undir-
bjóða hvert annað og keyra sig þá
um koll. Undanfarin ár hefur meðal
líftími fyrirtækja í þessum bransa
verið fimm til sex ár.“
Nokkur fyrirtæki í þessari grein
fóru t.d. í þrot í bakslagi sem varð
2003-2004 og síðan varð aftur skellur
2008 sem enn er verið að glíma við.
Gríðarlegur samdráttur
„Samdrátturinn hjá okkur í búvéla-
geiranum var gríðarlegur við hrunið
2008 eða um 90% og á bygginga-
markaðnum sem hefur verið okkar
annar stærsti markaður er verið að
tala um tæplega 70% hrun. Það eru
því mörg fyrirtæki löskuð og við
erum þar engin undantekning. Við
höfum þó alveg frá upphafi farið
okkur hægt og stigið varlega til
jarðar. Afkoman er eiginlega engin
af svona rekstri í dag og ég held að
flest fyrirtækin sýni lélega afkomu
eða jafnvel tap.
Eftir hrunið drógum við verulega
saman og sögðum upp um 50%
starfsfólksins og fækkuðum úr 20 í
10. Það var reyndar mjög slæmt að
missa þarna út mikla þekkingu og
reynslu. Síðan höfum við nýtt tímann
til að byggja fyrirtækið upp aftur.
Nú eru 15 manns starfandi hjá fyrir-
tækinu. Við erum nú með starfsemina
bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrir
norðan höfum við stækkað við okkur
um rúmalega helming og höfum lag-
fært mjög aðstöðuna þar.“
Hóf starfsemi 1962
Oddur segir að fyrirtækið hafi byrjað
starfsemi sína í Hafnarstrætinu í
Reykjavík árið 1962 með sölu Fahr
heyvinnuvéla. Þá voru fjölfætlurnar
að koma inn á markaðinn sem ollu
byltingu í heyþurrkun. Síðan hefur
orðið mikil framþróun.
Starfsemi fyrirtækisins hefur
verið flutt nokkrum sinnum og nú
síðast í fyrra þegar höfuðstöðvarnar
voru fluttar að Krókhálsi 16. Í því
húsnæði var næstelsti keppinautur-
inn, Vélaver, til húsa en það félag
varð gjaldþrota í ágúst 2009. Þór er
enn með verkfæraverslun og tölvu-
verslun í Ármúlanum þar sem höfuð-
stöðvarnar voru áður.
„Hér á Krókhálsi er aðgengi mun
betra fyrir bændur. Hér er stærsti sýn-
ingsalur landbúnaðartækja á landinu
og hér er í raun landbúnaðarsýning
allt árið um kring. Það var farið að há
okkur í Ármúlanum hversu erfitt var
með aðkomu flutningabíla og tafsamt
að taka á móti vörum þar sem ekki
var hægt að tæma nema einn gám í
einu og tók sólarhring að bíða eftir
þeim næsta. Það gekk illa upp þegar
við vorum kannski að fá 10-12 gáma
á viku. Hér höfum við aðstöðu til að
tæma 20 gáma í einu ef þörf er á.“
Á Krókhálsinum er véladeild,
verkstæði, varahlutaverslun og
birgðastöð ásamt skrifstofum.
Meginhluti fyrirtækisins er því
starfandi hér. Áður en við fluttum
leigðum við húsnæði þar sem
Bifreiðar og landbúnaðarvélar voru
við Suðurlandsbraut. Með því að
flytja hingað á Krókhálsinn erum
við því í raun að minnka við okkur í
fermetrum talið en hér erum við með
2.500 fermetra. Hér erum við með
vélaverkstæði sem er tvöfalt stærra
en það sem við höfðum áður.“
Þannig starfar fyrirtækið nú í
fjórum megindeildum; véladeild,
verkfæradeild, tölvudeild og þjón-
ustudeild. Þá er starfrækt útibú frá
véla- og verkfæradeild á Lónsbakka
á Akureyri.
Þór komið með Krone umboðið
„Þór hefur verið að selja margvís-
legan búnað fyrir landbúnaðinn,
einkum frá Deutz Fahr. Þar má
nefna diskasláttuvélar, fjölfætlur,
stjörnumúgavélar, rúlluvélar, pökk-
unarvélar, rúlluvélasamstæður,
stórbaggavélar, heyhleðsluvagna
og ýmislegt fleira. Einnig hefur Þór
umboð fyrir Amazone jarðvinnslu-
vélar, Grimme kartöfluupptökuvélar,
Celli jarðtætara, HiSpec haugsugur
og taðdreifara auk fleiri tækja. Þór
hf. tók nýlega við Krone umboðinu
á Íslandi og er að fá fyrstu vélarnar
af þeirri tegund til sín um þessar
mundir. Krone er rótgróið þýskt fjöl-
skyldufyrirtæki með mjög breiða og
heildstæða línu heyvinnuvéla. Krone
á sér mjög sterka sögu á Íslandi og
Krone rúlluvélar voru í fjölda ára
söluhæstu vélarnar á markaðnum
hér á landi. Nú er Krone að koma
fram með nýjar gerðir rúlluvéla,
m.a. lauskjarna vélar með breytilegri
baggastærð, fyrstir allra framleið-
enda. Þessi rúlluvél er nú söluhæsta
vélin hjá Krone og við munum kynna
hana hér á Krókhálsinum í byrjun
sumars,“ segir Oddur Einarsson.
/HKr.
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 12. MAÍ 2011
Framkvæmdastjóri Þórs telur að árið 2011 verði fjórða lélega árið í röð í sölu dráttavéla:
Slegist um notaðar vélar á markaðnum
Mest sala í heyvinnuvélum þar sem Þór bætir við sig umboði fyrir þýska framleiðandann Krone
Saga dráttarvélasölu Þórs
Þór var með umboð fyrir Ford dráttarvélar frá 1964 til 1993 þegar Ford
seldi dráttarvélaverksmiðjur sínar til Fiat og til varð Ford-New Holland
samsteypan og þá komin í eigu Ítala. Fór umboðið þá til Globus og síðan
til Vélavers. Árið 1979 gerði Þór umboðssamning við Kubota í Japan sem
hafði á boðstólum litlar dráttarvélar og smátæki. Þór hóf síðan sölu á Deutz
dráttarvélum árið 1988 í kjölfar gjaldþrots Hamars hf. Þá hafði Fahr hey-
vinnuvélaframleiðandinn sem Þór var með umboð fyrir sameinast Deutz
og heitir nú Deutz-Fahr og er nú í eigu ítölsku samsteypunnar SDF Group.
Árið 1994 bauðst Þór að endurreisa nafn John Deere dráttarvéla hér á
landi. Tókst að byggja upp þá sölu og var Þór búið að ná um 15% markaðs-
hlutdeild með John Deere þegar upp úr samstarfinu slitnaði. Megin salan
í dráttarvélum Þórs nú um stundir er í Kubota vélum. Það er einmitt sú
tegund sem fyrst var flutt inn eftir hrunið og komu þær vélar snemma
á árinu 2010 og hefur sá innflutningur haldist stöðugur fram á þetta ár.
Mynd / HKr.
24 - Tæki og fóðuröflun