Bændablaðið - 12.05.2011, Side 32

Bændablaðið - 12.05.2011, Side 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011 Tól og tækni Á vorin eru ýmis verk sem þarf að sinna og oftar en ekki er jörð blaut og þolir ekki að ekið sé á henni á þungum tækjum. Við slíkar aðstæður er mikið notast við fjórhjól og sexhjól, þar sem flestar dráttarvélar eru of þungar til að nota sökum hættu á jarðvegs- skemmdum. Hjá Þór hf. Krókhálsi 16 er til snilldar tæki sem þeir kalla „vinnudýr“ og er létt, á fínmunstr- uðum dekkjum, kraftmikið og notadrjúgt. Góð lausn þegar léttleika er þörf Kubota RTV 900 er með þriggja strokka diselvél (má nota litaða diselolíu), skilar tuttugu og einu hestafli og er lausnin við mörgum blautum vandamálum. RTV 900 er skráð sem dráttarvél, tveggja manna og hana má keyra í almennri umferð. Ljósabúnaður er samkvæmt umferðarlögum, þ.e.a.s. aðalljós, stefnuljós og bremsuljós. Einnig er öflug veltigrind og sæti sem hægt er að stilla fyrir þyngd ökumannsins (ekki stillanlegt fyrir farþega). Virkar vel við nánast allar aðstæður Ég prófaði að keyra RTV 900 fyrir nokkru og líkaði vel nánast allt sem ég reyndi tækið við. Það eina sem mér fannst óþægilegt var að keyra í miklum hliðarhalla. Ökumaðurinn situr frekar hátt í tækinu og er það eflaust eðlilegt að finna til óöryggis í miklum hliðarhalla. Ég ruggaði til stýrinu þarna í hallanum og fann að það var engin hætta á ferðum, samt leið mér ekkert sérstaklega vel við það. Sjálfstæð fjöðrun og gott grip Sjálfstæð fjöðrun er að framan og hálf- sjálfstæð að aftan, sem er gott á grófu yfirborði. Þrátt fyrir að hjólbarðarnir séu sex, strigalaga, frekar stífir og ekki grófmunstraðir, gefa þeir gott grip í grjóti. Þessir fínmunstruðu hjólbarðar skilja engin för eftir sig á grasi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að skemma grasflötina hjá Þór hf. tókst mér það ekki. Fjölhæft tæki Vörupallurinn má bera 695 kg og er glussadrifinn sturtutjakkur á pallinum (ef dautt er á mótor er hægt að aftengja tjakkinn og sturta með handafli), glussadælan sem knýr sturtutjakk- inn er mjög stór og þar af leiðandi væri hægt að tengja ýmsan búnað við glussakerfið s.s. sóp, áburðardreifara, krana eða spil svo eitthvað sé nefnt. RTV 900 er með fjórhjóladrifi og knúin áfram af byltingarkenndri, þriggja hraða stiglausri vökvaskipt- ingu, sem skilar aflinu jafnt út í hjólin og þegar slegið er af heldur vökvinn þá við og engin hætta á að hraðinn verði of mikill niður í móti. Hemlarnir eru lokaðir í olíubaði, sem tryggir örugga hemlun og ættu að vera endingarbetri en venjulega útbúnir hemlar. Ýmiss aukabúnaður er í boði er fyrir RTV 900 sem panta þarf sérstaklega, t.d. lokað hús, pallhús, pallgrindur, dráttarkrókur, felulitir, spil, snjótönn og margt fleira. Jákvætt Kraftur, gott flot og létt fyrir blautan jarðveg, hátt undir lægsta punkt (21cm), lágvær mótor (87 db hámark), beygjuradíus, glussasturta fyrir pall, fjöðrun. Neikvætt Farþegasæti mætti vera fjaðranlegt eins og ökumannssætið, óþægileg tilfinning í hliðarhalla, mætti vera stærri brík (vörn eða grind) til að varna því að ökumaður eða farþegi renni úr sætinu í hliðarhalla eða ójöfnum jarðvegi (að mínu mati mætti útbúa RTV þannig að ekki sé hægt að fara af stað nema að ökumaðurinn sé búinn að spenna beltið), vantar dráttarspil (raf- magns- eða glussaspil). Að lokum minni ég þá sem keyra Kubota RTV á að vera alltaf með öryggisbeltið spennt. Hægt er að fræðast meira um Kubota RTV 900 á vefslóðinni www.thor.is. Kubota RTV 900: „Vinnudýr“ sem keyra má í umferðinni Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Vél: Þriggja strokka 898cc disel Hestöfl: 21,9 @ 3200 snúningum Verð: 2.415.000 án vsk Lengd: 3.030 mm Breidd: 1.520 mm Hæð 2.125mm Hæð undir lægsta punkt 215 mm Þyngd 925 kg Hámarks hleðsla 695 kg Togkraftur 590 kg Helstu mál Kubota RTV 900 : Lítil þriggja strokka vélin er hljóðlát. Fínmunstruð dekkin gefa ótrúlega gott grip. Bessi Freyr Vésteinsson í Hofs- staðaseli í Skagafirði hefur rekið verktakaþjónustu í landbúnaði í rúma tvo áratugi. Í fyrstu bauð Bessi bændum upp á rúllubindingu en hefur með árunum útvíkkað starfsemi sína og sinnir nú flestum tegundum vélavinnu, hvort sem er jarðvinna, skurðgröftur, skít- keyrsla eða heyöflun. Fyrirtæki Bessa, Sel ehf., er umfangsmikið og vinna fjórir til fimm starfs- menn við það allt árið. Bessi segir að þrátt fyrir augljósa kosti verktöku í landbúnaði sé þetta að sumu leyti ströggl. „Því miður búum við ekki við mikið starfs- öryggi og sjáum ekki langt fram í tímann, við sem erum í þessari land- búnaðarverktöku. Menn halda fast um budduna á þessum tímum, halda framkvæmdum í lágmarki og reyna að gera hlutina sjálfir. Menn eru samt að mínu mati að fjárfesta ótrúlega mikið í vélum til að geta verið sjálf- bjarga. Kostnaður við vélar er afar hár hluti af rekstri í landbúnaði og tilfellið er að nýting véla, bæði hjá bændum sjálfum og okkur verktök- um, er eiginlega ekki nógu mikil. Á mörgum sviðum landbúnaðar er veruleg umfram afkastageta. Þetta á sérstaklega við um jarðvinnutæki.“ Verktaka ekki algild lausn Verktaka hefur fyrst og fremst orðið valkostur á þéttbýlustu land- búnaðarsvæðunum, í Skagafirði og Eyjafirði, á Vesturlandi og hluta af Suðurlandi. Bessi bendir á að hún sé alls ekki algild lausn um allt land. Víða séu þéttleiki búsetu, fjarlægðir og samgöngur með þeim hætti að bændur verði hreinlega að vera sjálfbjarga um nánast alla vélavinnu eða að samnýta vélar hver með öðrum. „Það þarf að efla enn frekar samvinnu og samnýtingu tækja og ég hvet bændur eindregið til þess. Það er hins vegar áhyggjuefni að aðilar sem hafa á undanförnum árum verið að reyna að sérhæfa sig í verktöku hafa ekki fundið grundvöll fyrir þá starfsemi.“ Ástæðu þess segir Bessi mega rekja til þess að verktakarnir hafi hreinlega ekki nægjanlega mikil verkefni. „Til þess að geta rekið einn traktor þarf ég að geta nýtt hann fyrir fjölda tækja. Bændur hafa margir hverjir viljað fá rúllu- bindingu, svo dæmi séu tekin, en hlaupa svo til og kaupa sér haugsugu. Það er eitthvað sem ég gæti sinnt. Ég sem verktaki stend þá eftir með mannskap og vélar sem ég get ekki nýtt. Bændur vilja gjarnan að við séum til staðar á ákveðnum tímum, í ákveðin verk- efni, en við þurfum auðvitað að reka þessi fyrirtæki okkar allan ársins hring og finna verkefni til þess. Það er vandamálið. Ég held líka að menn verði aðeins að velta fyrir sér kostnaðinum við að kaupa vélar þar sem hægt er að samnýta eða kaupa þjónustu.“ Bessi segir að verktakaformið hafi reynst vel í Skagafirði og bændur líti á það sem valkost. „Það hafa margir fylgt á eftir, í mismiklu mæli. Hér í Skagafirði eru til að mynda nokkuð margir sem bjóða upp á rúllubindingu. Það eru dæmi um bændur sem þjónusta næstu nágranna sína og það er að mínu mati það sem menn verða að auka. Það er gott að hafa það í bland við verktakaþjónustuna þar sem hún er til staðar.“ Íslenskan landbúnað vantar framtíðarsýn Starfsemin hjá Bessa verður með hefðbundnum hætti í sumar. „Verkefnastaðan er nokkuð góð en við sjáum samt að menn halda að sér höndum, í endurræktun og skurðahreinsun til að mynda. Menn gera bara það nauðsynlegasta.“ Að mati Bessa gæti framtíð íslensks landbúnaðar verið mjög björt. Til þess þurfi þó að koma ákveðnar aðgerðir. „Íslenskan land- búnað vantar fyrst og fremst fram- tíðarsýn. Ráðamenn þjóðarinnar verða að segja okkur við hverju við getum búist og að hverju við eigum að stefna. Við höfum öll tækifæri til að vaxa og dafna en bæði bændur og verktakar eru svolítið í lága drifinu vegna þess að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ /fr Efla þarf samvinnu og samnýtingu tækja, segir Bessi Freyr Vésteinsson verktaki Umframafkastageta til staðar í landbúnaðartækjum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.