Fréttablaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 10
19. janúar 2012 FIMMTUDAGUR10 UMHVERFISMÁL Niðurstaða beitar- tilraunar Matvæla stofnunar í Engi- dal í Skutuls firði vegna díoxín- mengunar frá sorp brennslu stöðinni Funa er að svæðið henti nú aftur til fjár búskapar og annars bú fjár- halds. Ráðlegt er þó talið að vakta afurðir fyrst um sinn, sérstaklega er varðar kýr og hross. Matvælastofnun (MAST) skipaði fyrir ári sérfræðihóp til að meta áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Skutulsfirði. Hópurinn skilaði skýrslu í vor þar sem lagt var til að gerð yrði beitartilraun til að ganga úr skugga um hvort gripir sem þar ganga tækju upp díoxín úr gróðri á svæðinu. Þrjár ær og fjögur lömb voru á beit í sérstöku hólfi í landi Kirkjubóls í Engidal. Þeim var slátrað í haust til efnagreiningar og sýnatöku. Þess má geta að Umhverfis- stofnun hafði fyrr gefið út að jarð- vegur á svæðinu væri hættulaus, og höfðu bæjar yfir völd á Ísa firði gert athuga semdir vegna þess að stofnanirnar væru tví saga um hvort landið væri nýtan legt. Niðurstaða beitartilraunarinnar er að þó að mengun sé enn til stað- ar, er ekki talið tilefni til að ætla að sauðfé taki lengur upp mikið magn díoxíns í gegnum beitina á svæðinu. Gert er ráð fyrir að áfram dragi úr mengun, en sorpbrennslustöðin er ekki lengur í rekstri. Steingrímur Jónsson, bóndi á Efri-Engidal í Skutulsfirði, fór illa út úr díoxínmengun frá Funa. Hann felldi allan sinn bústofn: 80 kindur og 19 nautgripi. Eins var 200 kindum fargað frá öðrum bændum í dalnum. S te i n g r í mu r s e g i r a ð niðurstöður úr beitar tilraun breyti litlu fyrir sig. Hann leiti réttar síns með aðstoð lög manns. Steingrímur bendir á, að þrátt fyrir að niður stöðurnar segi að fóðra megi skepnurnar þá sé nýr bú stofn eins og hann átti fyrir ekki galdraður fram, enda myndi það kosta fimm til átta milljónir að kaupa hann aftur. Kjartan Hreinsson, sérgreina- dýralæknir hjá MAST, segir niður stöðuna þá bestu úr því sem komið var í vondri stöðu. Banni til fram leiðslu og sölu afurða sé aflétt. „Það þarf samt eitthvað að fylgjast með þessu. Díoxín mælist aðeins hærra en í landinu almennt en þau eru undir öllum viðmiðunargildum.“ Hæsta gildið sem mældist í beitartilrauninni var 60% yfir aðgerðarmörkum, en fari matvæli yfir þau mörk, ber að leita uppsprettu og draga úr losun út í umhverfið. „Ég held að þetta sé mjög góð niðurstaða fyrir búskap á þessu svæði,“ segir Kjartan. svavar@frettabladid.is Ég held að þetta sé mjög góð niðurstaða fyrir búskap á þessu svæði. KJARTAN HREINSSON SÉRGREINADÝRALÆKNIR HJÁ MAST Á SKAUTASVELLI Í INNSBRUCK Suður-kóreska skautakonan Jang Mi tók þátt í fyrstu vetrarólympíuleikum ungmenna í Austurríki. NORDICPHOTOS/AFP siminn.is Sjónvarp Símans – fyrir börn á öllum aldri Fullt af barnaefni á 0 kr. Úrvalsefni fyrir börnin Ármúli 38, 108 Reykjavík Sími: 551 6751 / 691 6980 www.pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is pianoskoli@gmail.com MUNIÐ FRÍST UNDAKORTIÐ ! NÁMSKEIÐ OG EINKATÍMAR NÁM Á VORÖNN ALLIR VELKOMNIR! BYRJENDUR SEM OG LENGRA KOMNIR Grænt ljós á búfjár- rækt í Skutulsfirði Beitartilraun í nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa í Skutulsfirði sýnir að svæðið hentar aftur til búfjárhalds. Matvælastofnun ætlar að aflétta banni á nýtingu fóðurs. Bóndinn í Efri-Engidal segir það litlu breyta og leitar réttar síns. Á BEIT Þrjár ær og fjögur lömb voru höfð á beit í sumar. Þeim var slátrað í haust og díoxín mælt. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE HEILBRIGÐISMÁL Helmingur þeirra lýta lækna sem landlæknis- embættið krafði upplýsinga um brjóstastækkanir hefur ekki svarað formlega. Frestur til svara rann út 13. janúar síðastliðinn. Alls fengu tólf lýta læknar sem vinna á stofu bréf 5. janúar síðast- liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hefur aðeins einn af þeim skilað inn gögnum á pappírsformi, fimm hafa svarað formlega og fjórir óskað eftir lengri fresti fresti. Þess var óskað meðal annars vegna veru þeirra erlendis. Sex læknar hafa ekki svarað formlega. Lækna félag Íslands sendi bréf vegna málsins og barst það landlæknis embættinu 16. janúar. Þar er óskað eftir fundi með land- lækni til að ræða málið og var það gert að beiðni Félags lýtalækna. Fundað verður eftir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu var óskað eftir upplýsingunum um brjósta- stækkanirnar til að öðlast yfirsýn yfir brjóstafyllingamálið og geta lagt mat á tíðni leka og annarra þátta hjá öllum fyllingum. Er þetta sambærileg vinna og aðrar þjóðir í Evrópu eru að gera vegna PIP-brjóstafyllinganna. - sv Frestur til að skila landlækni upplýsingum um brjóstastækkanir runninn út: Helmingur lýtalækna svaraði ekki BRJÓSTASTÆKKUN Einungis einn lýta- læknir af tólf hefur sent landlækni svar á pappírsformi vegna brjóstastækkana. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Einni lengstu humarvertíð hér á landi lauk rétt fyrir jól, að því er aflafrettir.com greina frá. Systurskipin Þórir SF og Skinney SF voru aflahæst; Þórir með tæp 320 tonn og Skinney 318 tonn. Aðeins fimmtán bátar stunduðu veiðarnar en árið 1971 voru þeir 171, samkvæmt tölfræði aflafréttamanna. Alls var landað 2.226 tonnum af humri miðað við óslægt og bátarnir komu með 5.707 tonn af fiski. - shá Óvenjulöng humarvertíð: Systurskipin voru aflahæst SJÁVARÚTVEGUR Haf rannsókna- stofnun telur ekki ástæðu til að endur skoða til lögurnar um afla- mark í ýsu fyrir fiskveiðiárið 2 011 / 2 012 . L a ndssa mba nd smábátaeigenda (LS) gefur lítið fyrir vinnubrögð Haf rannsókna- stofnunar. Sjávarútvegs- og land búnaðar- ráðu neytið fór þess á leit við Haf- rannsókna stofnun í lok árs 2011 að skoðuð yrði á nýjan leik ráð- gjöf um afla mark í ýsu. Til efnið var þrýstingur frá LS sem halda því fram að mun meira sé af ýsu núna en í fyrra og þá sér stak lega á grunnslóð. Hafrannsóknastofnun hefur nú svarað ráðu neytinu með fyrr nefndri niður stöðu. Í bréfinu er ítrekað að ráð gjöfin taki til lit til þess að stofn ýsu fer hratt minnkandi vegna þess að stórir ár gangar eru að hverfa út úr veiðinni. Hætta sé á að hrygn- ingar stofn ýsu fari niður í sögulegt lágmark. Þetta gengur þvert á upplifun smábátamanna sem gefa lítið fyrir niðurstöðu Hafró eins og má lesa á heimasíðu sambandsins. „Við lestur bréfsins er nokkuð ljóst að stofnunin hefur ekki kafað djúpt í grunn ráðgjafarinnar hvað þá að leita eftir þróun á afla brögðum það sem af er fiskveiðiárinu,“ segja smábátamenn. - shá Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að endurskoða tillögur um ýsukvóta: Gefa lítið fyrir endurskoðunina LÖNDUN Fiskifræði smábátasjómanna greinir á við þá sem er stunduð hjá Hafró. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.