Fréttablaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 12
19. janúar 2012 FIMMTUDAGUR12 GÓÐ HÚSRÁÐ Klettasalat Klettasalat geymist ekki vel Til þess að klettasalatið geymist betur og haldist stökkt þarf að taka það úr plastinu um leið og komið er heim og færa yfir í loftæmt box sem búið er að setja eldhúspappír í botninn á. Annað lag af pappír er síðan sett yfir salatið og boxinu lokað, það síðan lofttæmt og sett í kæli. Þá ætti salatið að haldast þurrt og stökkt. Þessi geymsluaðferð hentar einnig öðrum salattegundum. Tugir kvartana bárust ENA, Evróp- sku neytenda aðstoðinni á Íslandi, í fyrra en hlut verk ENA er að að stoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landa mæri innan EES-svæðisins. Flestar kvartananna tengjast ferða- lögum. Neytendur sem eru óánægðir vegna kaupa á netinu milli landa kvarta einnig, að sögn Heimis Skarp- héðins sonar, fulltrúa hjá ENA. „Meirihluti þeirra mála sem ENA fékk til meðferðar í fyrra tengdist ferða lögum útlend inga á Íslandi en ENA að stoðaði einnig Ís lendinga sem kvörtuðu vegna þjónustu erlendis. Þetta voru til dæmis kvartanir um aukinn kostnað vegna seinkana á flugi eða um rukkanir fyrir við gerðir á bíla leig ubílum,“ segir Heimir Skarphéðinsson, fulltrúi hjá ENA, Evrópsku neytendaaðstoðinni. Eitt dæmanna sem greint er frá í árs- skýrslu ENA 2011 er um Íslending sem tók bíl á leigu í Þýskalandi. Við skil á bílnum á flugvelli var maðurinn spurður hvort allt væri í lagi og sagði hann svo vera. Eftir heimkomu sá maðurinn að bílaleigan hafði dregið út af kortinu hans um 115 þúsund krónur aðeins um klukkustund eftir skil bílsins. Í bréfi, sem manninum barst 10 dögum síðar, sagði að um væri að ræða áætlaðan viðgerðarkostnað vegna skemmda aftan á bílnum. Á mynd sem fylgdi var ómögulegt að sjá hvort um skemmd var að ræða auk þess sem engin dagsetning var á myndinni. Maðurinn leitaði til ENA sem sendi málið út til Þýskalands. Þar sem bílaleigan gat ekki fært sönnur á tjónið var færslan bakfærð að fullu. Í ársskýrslunni er þess jafnframt getið að franskur ferðamaður, sem tók bíl á leigu á Íslandi í ágúst í fyrra, hafi verið rukkaður um 57 þúsund krónur vegna áætlaðs kostnaðar við viðgerð á sprungu á afturljósi bílsins. Honum fannst kostnaðurinn ósanngjarn, leitaði til ENA í Frakklandi sem sendi ENA hér málið. Þegar ENA á Íslandi óskaði eftir reikningi fyrir viðgerðinni hjá bílaleigunni kom í ljós að hann var ekki nema 37 þúsund krónur. Ferðamaðurinn fékk því endurgreiddar 20 þúsund krónur. Heimir kveðst ekki vilja taka svo sterkt til orða að reynt sé að svindla á ferðamönnum. „Það er kannski tilhneiging til þess að rukka meira en minna. Það er mikilvægt að ganga eftir því að fá fullnægjandi sönnun fyrir því að gert hafi verið við bílinn og að kostnaðurinn hafi verið sá sem dreginn var frá. Að sögn Heimis koma á hverju ári upp mál vegna kaupa á vöru á netinu milli landa. „Við leiðbeinum neytendum í slíkum málum eins og öðrum og takist neytendum ekki að leysa þau við seljendur höfum við milligöngu um þau.“ ibs@frettabladid.is 12 hagur heimilanna KRÓNUR er hækkunin á almennu miðaverði hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 2007. Nú kostar miðinn 4.300 krónur en kostaði 3.100 árið 2007. 1.100 Ferðamenn kvarta vegna rukkana fyrir bílaviðgerðir Evrópska samstarfið um neytendaaðstoð hófst árið 2002. Markmiðið er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Neytendasamtökin annast rekstur Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi, ENA, samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið. Rekstrarkostnaðurinn skiptist milli íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB, að því er segir á vefsíðu Neytendasamtakanna. Aðstoðin er neytendum að kostnaðarlausu. ENA, EVRÓPSKA NEYTENDAAÐSTOÐIN VIÐ LEIFSSTÖÐ Bílaleigubílum er oft skilað á flugvöllum þegar ferðamenn eru að flýta sér í flug. Fái þeir síðar reikning fyrir viðgerð er mikilvægt að sjá til þess að bílaleigan geti fært sönnur á tjónið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Símaþjónustufyrirtækið Telenor er fyrst til að bjóða fría netnotkun í snjallsíma innan Evrópusambandsins og EES- svæðisins gegn ákveðnum sólarhrings- taxta. Ekki verður um nein föst mán- aðargjöld að ræða eða binditíma, heldur þarf einungis að greiða fyrir þjónustuna þegar viðskiptavinurinn þarfnast hennar. Sólarhringsgjaldið verður 99 sænskar krónur. Haft er eftir fulltrúa Telenor að margir myndu vilja nota smartsímann sinn miklu meira á ferðalögum en hafi áhyggjur af háum kostnaði. ■ Netið Telenor býður fría netnotkun í snjallsíma Neytendasamtökin í Danmörku vara við því að kveikt sé á símum og mynda- vélar notaðar strax eftir að farið er með þessi tæki úr kulda inn í hita vegna hættu á rakaskemmdum. Hægt er að koma í veg fyrir slíkar skemmdir sé beðið eftir því að tækin séu orðin jafnheit og umhverfið því að þá á rakinn að hafa gufað upp. Ekki á að geyma mynda- vélar og síma í vösum sem verða rakir af snjó eða rigningu. Forðast á að geyma tækin þétt upp við líkamann vegna þess að raki getur komið í tækin af svita. ■ Bilanir Huga þarf að myndavélinni og símanum í kulda Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur ákveðið að beita upplýsingarétti sínum, samkvæmt lögum í þágu neytenda, til að fá matvælafyrirtæki til að upp- lýsa neytendur um það hvaða vörur þeirra innihalda iðnaðarsalt. Ákvörðunin er byggð á því að neytendur eigi rétt á upplýsingum um innihald matvöru og hafi þar að auki hagsmuni af slíkri vitneskju. Talsmaður neytenda hefur því ákveðið að krefjast þessara upplýsinga af þeim matvælafyrirtækjum sem um ræðir ef fyrirtækin hafa ekki upplýst það sjálf á morgun, föstudaginn 20. janúar. ■ Réttindi neytenda Krefst upplýsinga um í hvað iðnaðarsaltið var notað islandsbanki.is | Sími 440 4000 Lærðu að ná yfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar með aðstoð Meniga. Næstu námskeið verða: Fimmtudaginn 26. janúar Miðvikudaginn 1. febrúar Allar nánari upplýsingar og skráning á islandsbanki.is. Námskeið í Meniga heimilisbókhaldinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.