Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Þriðjudagur
skoðun 14
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Grænir bílar
24. apríl 2012
95. tölublað 12. árgangur
GRÆNIR BÍLARÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 Kynningarblað Græn bílalán, græni bíll ársins og kolefnisjöfnun bifreiða.
JÓGAVIÐBURÐUR Í LJÓSHEIMUMHamingjan í núinu er viðburður sem verður í jógasal Ljósheima á fimmtudagskvöld kl. 20. Öflug kundalini-jógakriya, hugleiðsla og djúp gongheilun. Losað er um og leystar upp gamlar minningar og mynstur úr fortíð svo hægt sé að lifa í hamingju núsins. Sólbjört Guðmundsdóttir og Unnur Einarsdóttir kenna.
Ólafur Már Björnsson, augn læknir og áhugaljósmyndari, talaði fyrir fullu Háskólabíói um fjall-göngur ásamt Tómasi Guðbjartssyni, prófessor, á dögunum en þeir eru báðir meðlimir í Félagi ísle k fj ll l
þar með við þessa aukahluti. Fólk sem stundar t.d. maraþonhlaup, golf eða
skíði hefur mikið sótt í svona aðgerðir,“ segir Ólafur en með aðgerðinni má
laga nærsýni og fjarsýni og einnig sjón
FRELSI TIL FERÐALAGASJÓNLAG AUGNLÆKNASTÖÐ KYNNIR Ólafur Már Björnsson, augnlæknir og fjallgöngugarpur, segir útivistarfólk sækja í sjónlagsaðgerðir.
ÚTIVISTARÁHUGI Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi Augnlæknastöð, gengur reglulega á fjöll með Félagi íslenskra
fjallalækna. Hann verður var við aukna eftirspurn eftir sjónlagsaðgerðum frá útivistarfólki.
MYND/ÚR EINKASAFNIBoston
leður
svart, hvítt st. 35-48
rautt st. 36-42
blátt st. 36-47
Roma
Rúskinn
lj.blátt d.blátt
36-42
Monako
leður
svart, hvítt
rúskinn og
Paris
leður
svart, hvítt,
blátt
Verð: 11.900 kr.
Verð: 10.900 kr.
Verð: 6.990 kr.
Teg CAITLYN - heldur rosalega vel
við og fæst í vænum skálastærðum
DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J,JJ á kr. 8.950,-
STÓRGÓÐUR - nýkominn nýr litur
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
NÝR
ÍSLENSKUR
KRIMMI
Sakfelldur fyrir einn ákærulið
Landsdómur telur Geir H. Haarde hafa brotið stjórnarskrá með því að boða ekki til ráðherrafunda um vanda bankanna. Var sýknaður
af þremur ákæruatriðum af fjórum fyrir Landsdómi. Geir segir sakfellinguna sprenghlægilega. Krefst afsagnar stjórnmálamanna.
LANDSDÓMUR Geir H. Haarde,
fyrrum forsætisráðherra, var
sýknaður af þremur ákæru liðum
af fjórum í Landsdómi í gær.
Hann var hins vegar sakfelldur
fyrir að hafa brotið stjórnarskrá
þegar hann lét hjá líða að halda
ráðherrafundi um mikilvæg mál
í aðdraganda efnahagshrunsins.
Geir var ekki gerð refsing og allur
málskostnaður fellur á ríkissjóð.
Landsdómur þríklofnaði og
níu dómarar af fimmtán stóðu að
meirihlutaáliti um sakfellinguna.
Í dómnum segir að þó sú hefð
hafi skapast að oddvitar ríkis-
stjórna hafi óformlegt samráð
um mál er varða ríkisstjórnar-
samstarfið leysi það forsætisráð-
herra ekki undan þeirri skyldu
sem 17. grein stjórnarskrárinnar
setur honum. Hún kveður á um
skyldu til að halda ráðherrafundi
um mikilvæg stjórnarmálefni.
Hvað önnur ákæruatriði varðar
telur Landsdómur að ákæru-
valdinu hafi ekki tekist að sýna
fram á saknæma hegðan Geirs.
Jóhanna Sigurðardóttir
forsæti ráðherra vill samvinnu
stjórnar og stjórnarandstöðu um
breytingu á lögum um Lands-
dóm og að ákæruvaldið sé fært
frá Alþingi. Hún segir dóminn
taka undir gagnrýni skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis um
íslenska stjórnsýslu. Spurð hvort
aðrir ráðherrar, núverandi og
fyrrverandi, þurfi ekki að taka
þá gagnrýni til sín segir hún um
áfellisdóm yfir vinnubrögðunum
í heild sinni að ræða. Hvað eigin
ábyrgð varðar segir hún: „Ég
varð ekki verkstjóri í ríkisstjórn
fyrr en í byrjun árs 2009. Síðan
höfum við tekið á þeim málum
sem hann var sakfelldur fyrir.“
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segir
niðurstöðuna nánast fullnaðar-
sigur fyrir Geir, enda sé hann
sýknaður í öllum efnislegum
atriðum. Hann segir það hafa
verið pólitíska ákvörðun að kæra
fyrir það atriði sem sakfellt var
fyrir. - kóp / sjá síður 6, 8, 10, 11 og 12
TÓNLIST Ástralska söngkonan
Kylie Minogue syngur lag hljóm-
sveitarinnar Múm í kvikmyndinni
Jack and Diane, sem var frumsýnd
á nýafstaðinni Tribeca-hátíð.
Múm sér alfarið um tónlistina í
myndinni, sem er eftir bandaríska
leikstjórann Bradley Rust Grey.
Gunnar Tynes, meðlimur í Múm,
flaug til London í haust þar sem
hann hitti Minogue og saman tóku
þau upp lagið. „Þetta er ekki hið
týpíska popplag sem við hefðum
kannski samið fyrir Minogue, held-
ur er lagið samið með myndina í
huga,“ segir hann og viðurkennir
að hann sé aðdáandi söngkonunnar.
„Sérstaklega eftir að ég hitti hana.
Hún fær toppeinkunn sem mann-
eskja. Hún er algjör töffari og mjög
manneskjuleg.“
Múm vinnur nú að nýrri plötu
sem er væntanleg í byrjun næsta
árs. - áp / sjá síðu 34
Hittu áströlsku poppdrottninguna í London þar sem lag í bíómynd var tekið upp:
Kylie Minogue syngur lag Múm
TÖFFARI Gunnar Tynes í Múm segir að
Minogue sé algjör töffari.
Geir sýkn af öllum ákæruliðum
nema einum:
Markús Sigurbjörnsson
Brynhildur Flóvenz
Eggert Óskarsson
Eiríkur Tómasson
Hlöðver Kjartansson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Viðar Már Matthíasson
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Geir sýkn af öllum ákæruliðum:
Ástríður Grímsdóttir
Benedikt Bogason
Fannar Jónasson
Garðar Gíslason
Linda Rós Michaelsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Dómurinn klofinn
Verð ekki lögga að eilífu
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
fagnar sextugsafmæli í dag. Hann
lætur senn af störfum sem
lögreglumaður.
tímamót 20
Ekki svaravert hjá Geir
„Ég tel það ekki einu sinni svaravert.
Þetta er bara tilraun til að setja
þetta mál í allt
annað samhengi
en veruleikinn
leiðir menn að,“
segir Steingrímur J.
Sigfússon ráðherra
um ásakanir um að
ákæran sé pólitísk
aðför. Fráleitt sé að
krefjast afsagnar hans. „Ég ætla að
leiða þau ummæli Geirs algjörlega
hjá mér, að minnsta kosti hvað
daginn í dag varðar. Þau eru aug-
ljóslega sögð í hita leiksins.“
Alvarlegasta ákæruatriðið
Eygló Harðardóttir, þingmaður sem
sat í þingmannanefnd sem lagði til
að Geir yrði ákærður, segir hann
hafa verið sakfelldan fyrir alvarleg-
asta ákæruliðinn. „Stjórnarskránni
var einfaldlega ekki fylgt og afleiðing
var sú að mikilvægum upplýsingum
var haldið frá ríkisstjórninni sem
ógnaði efnahagnum, stjórn-
skipuninni og lýðræðinu í landinu.
Undir það tel ég að Landsdómur
sé að taka.”
Meirihluti dómara Landsdóms lét undan pólitískum
þrýstingi um að sakfella fyrir eitthvert eitt léttvægt atriði
til að koma til móts við þá þingmenn sem beittu sér
fyrir ákæru, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, eftir að dómur var fallinn í gær.
„Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskrána
hvað þetta varðar, en það er það sem er sakfellt fyrir,
hafa allir forsætisráðherrar landsins, frá því Íslendingar
fengu fullveldi, verið sekir um hið sama. Það er með
öðrum orðum verið að sakfella mig fyrir það sem allir
þessir menn hafa gert,“ sagði Geir.
„Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á
fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Lands-
dóms. Nú er ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því
trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér
inn í réttinn,“ sagði Geir.
Hann kallar í kjölfar dómsins eftir afsögn þeirra sem
beittu sér fyrir því að málið yrði höfðað. „Ég ætla ekki að
fara að nefna fólk í stórum stíl, en auðvitað dettur manni
fyrst í hug Steingrímur J. Sigfússon, sem er potturinn og
pannan í þessu máli frá upphafi,“ segir Geir.
„Hægri hönd Steingríms í málinu var Atli Gíslason.
Það væri ágætt ef þessir tveir menn myndu byrja á að
skoða sína stöðu. En þetta voru miklu fleiri, það voru
ýmsir í Samfylkingunni á kafi í þessu máli. Það fólk þarf
líka að gera það upp við sig hvort það ætlar að sitja með
þessa skömm það sem eftir er, eða hvort það ætlar að
manna sig upp í að taka afleiðingunum.“ - bj
Meirihluti dómara lét undan pólitískum þrýstingi segir Geir
Í KASTLJÓSINU Geir H. Haarde var harðorður í garð þeirra þingmanna sem stóðu að ákæru á hendur honum fyrir Landsdómi
þegar hann ræddi við fjölmiðlafólk eftir að dómur féll í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN