Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 8
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
Dómsuppsaga í Landsdómi
Með bættri hönnun á loftflæði ytra byrðis og tæknibúnaði sem tryggir
hagkvæmustu aksturstilhögun er mögulegt að minnka umtalsvert eyðslu
eldsneytis. Þannig er Audi A4 enn sparneytnari en áður og eyðir aðeins frá 4,5
lítrum á hverja 100 km.* Nýr A4 er því afrakstur stöðugrar tækniþróunar hjá Audi.
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Audi A4 fylgir sóllúga öllum bílum sem
pantaðir eru fyrir 1. júní 2012.
*M.v. 2.0TDI 143 hestafla, dísilvél, beinskiptan.
Farvegur
framþróunar
Velkomin í reynsluakstur
Meirihluti dómara Landsdóms lét
undan pólitískum þrýstingi um að
sakfella fyrir eitthvert brot, sama
hversu minniháttar það væri, sagði
Geir H. Haarde eftir að Landsdómur
féll í gær. Hann kallar eftir afsögn
Steingríms J. Sigfússonar, Atla
Gíslasonar og annarra sem stóðu að
ákæru Alþingis.
Níu dómarar af þeim fimmtán sem sæti eiga
í Landsdómi létu undan pólitískum þrýst-
ingi með því að sakfella fyrir eitt lítilvægt
ákæruatriði sagði Geir H. Haarde í viðtali við
Fréttablaðið eftir að dómur féll í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær.
„Auðvitað veit ég ekki hvað gerðist innan
veggja dómsins […] en það er pólitískur fnyk-
ur af þessu, að mínum dómi. Ég þekki pólitík
þegar ég sé hana, þó ég hafi ekki lögfræði-
þekkingu á borð við þessa menn,“ sagði Geir.
Honum var mikið niðri fyrir þegar hann
ræddi við fjölmiðlafólk eftir að dómurinn
féll. Hann sagðist sáttur við að sýknað væri
í þremur efnislegum ákæruliðum, en vægast
sagt ósáttur við að sakfellt væri fyrir brot á
formsatriðum.
„Ég leyfi mér að segja það við ykkur strax
að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins
meira en það, hann er sprenghlægilegur,“
sagði Geir.
„Ef ég hef verið sekur um að brjóta
stjórnar skrána hvað þetta varðar, en það er
það sem er sakfellt fyrir, hafa allir forsætis-
ráðherrar landsins, frá því Íslendingar fengu
fullveldi, verið sekir um hið sama. Það er með
öðrum orðum verið að sakfella mig fyrir það
sem allir þessir menn hafa gert,“ sagði Geir.
„Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dóm-
tekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri
fullt traust til Landsdóms. Nú er ljóst að
meirihluti hans reis ekki undir því trausti.
Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér
inn í réttinn,“ sagði Geir. „Ég vil jafnframt
fagna hugrekki þeirra dómara sem skiluðu
sératkvæði í málinu.“
Spurður hvort hann treysti þeim hæsta-
réttardómurum sem hann telur hafa látið
undan pólitískum þrýstingi í störfum þeirra
sem hæstaréttardómara framvegis segir
Geir: „Ég ætla ekki að segja neitt um það, en
ég leyfi mér að halda því fram að það sé hægt
að treysta því, maður verður að trúa því.“
Krefst afsagnar þingmanna
„Ég tel, miðað við þessa útkomu, að þeir sem
að þessu máli stóðu taki afleiðingum gerða
sinna, enda var hér reitt mjög hátt til höggs.
[…] Ég hef ekki brotið lögin. Þeir komast að
þeirri niðurstöðu í dóminum að ég hafi gert
mig sekan um að ræða ekki þessi mál nægi-
lega oft á ríkisstjórnarfundum, og sakfella
mig fyrir það, en þó án þess að gera mér
refsingu,“ segir Geir.
„Þetta ber allt keim af því að hér hafi
pólitískir straumar náð að leka inn í Lands-
dóminn, og menn verið að reyna að finna ein-
hverja leið til að koma til móts við þá einstak-
linga í þinginu sem stóðu á bak við þetta. Í
raun og veru miðað við málið í heild sinni hef
ég unnið hér stóran og mikinn sigur.“
Geir segist hiklaust telja að þeir sem mesta
ábyrgð beri á því að Alþingi hafi ákveðið að
höfða mál á hendur sér fyrir Landsdómi eigi
að segja af sér. „Ég ætla ekki að fara að nefna
fólk í stórum stíl, en auðvitað dettur manni
fyrst í hug Steingrímur J. Sigfússon, sem er
potturinn og pannan í þessu máli frá upphafi,“
segir Geir.
„Hægri hönd Steingríms í málinu var Atli
Gíslason. Það væri ágætt ef þessir tveir menn
myndu byrja á að skoða sína stöðu. En þetta
voru miklu fleiri, það voru ýmsir í Samfylk-
ingunni á kafi í þessu máli. Það fólk þarf líka
að gera það upp við sig hvort það ætlar að sitja
með þessa skömm það sem eftir er, eða hvort
það ætlar að manna sig upp í að taka afleið-
ingunum.“
„Mér hefur aldrei dottið í hug að halda
því fram að allt hafi verið hárrétt gert í
að draganda bankahrunsins, að mér hafi aldrei
orðið neitt á í messunni, eða að öll mín störf
hafi verið óaðfinnanleg,“ segir Geir.
„Þegar horft er til baka er auðvitað ljóst
að ýmislegt mátti gera öðruvísi og betur í
ljósi þeirrar vitneskju sem við höfum í dag.
En allir sem komu að málunum í aðdraganda
hrunsins gerðu það sem þeir töldu réttast á
þeim tíma, miðað við þær upplýsingar sem
þá lágu fyrir. Þess vegna er það fráleitt að ég
hafi framið refsiverð lögbrot, eins og mér var
borið á brýn, eða að ég hafi brugðist starfs-
skyldum mínum,“ segir hann.
„Það kemur auðvitað skýrt í ljós í niður-
stöðum allra dómara í Landsdómi hvað
varðar efnis atriðin þrjú. Það kemur líka í
ljós að ég hef ekki framið refsiverð brot með
þeirri niður stöðu sem níu manna meirihluti í
dóminum kemst að þegar ákveðið er að gera
mér ekki sérstaka refsingu.“
Nota kjörklefann ekki Landsdóminn
Geir segist í viðtali við Fréttablaðið ekki
hlynntur því að Landsdómur verði nýttur
oftar. „Það er verið að reyna að breyta stjórn-
málamenningunni með því að beita þessum
dómi. Og auðvitað eru fjölmörg dæmi til sem
hefðu getað kallað á landsdómsmál,“ segir
Geir.
Spurður hvað hann eigi við nefnir hann að
Steingrímur J. Sigfússon hafi á ferli sínum
sem landbúnaðarráðherra selt jarðir í leyfis-
leysi, Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í
Ölfusi. „Þetta mál kom til kasta þingsins og
Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að bjarga honum
úr klípunni, eftir að stjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks tók til valda. Það hefði verið
hægðarleikur að höfða landsdómsmál vegna
þessa máls á þeim tíma, það var bara ákveðið
að gera það ekki heldur bjarga honum á þurrt
land.“
Spurður um nýlegri dæmi segir Geir þau
til, en hann ætli ekki að telja þau upp.
„Ég mæli ekki með því að menn fari frekar
inn á þær brautir að ætla að gera upp póli-
tískan ágreining í réttarsal. Menn eiga að nota
kjörklefann til þess.“
Vann stóran og mikinn sigur segir Geir
Geir H. Haarde ætlar á næstunni að fara
vandlega yfir niðurstöðu Landsdóms og
íhuga hvort efni standi til að áfrýja niður-
stöðunni til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Niðurstaða Landsdóms er endanleg, og ekki
hægt að skjóta henni til Hæstaréttar.
„Við ræddum það á fyrri stigum málsins
hvort við ættum að óska eftir því að fá sér-
stakan eftirlitsmann frá Mannréttindadóm-
stól Evrópu til að fylgjast með framkvæmd
þessa máls,“ segir Geir. Af því varð þó ekki.
„Gleymum því ekki hversu mörg mistök
voru gerð í þessu máli til að byrja með.
Hvílíkt hrikalegt klúður átti sér stað, bæði á
vettvangi Alþingis, hjá saksóknara Alþingis,
dómsmálaráðuneytinu og innan Lands-
dómsins sjálfs, þegar þetta mál var að byrja
hér fyrir einu og hálfu ári. Þetta mál hefur
hangið yfir hausnum á mér og fleirum í tæp
tvö ár. Það hefði verið hægt að ljúka því
fyrir löngu síðan ef það hefði verið staðið
eðlilega að allri málsmeðferð,“ segir Geir.
Íhugar áfrýjun til Mannréttindadómstóls Evrópu
Geir H. Haarde sagðist ekki sjá betur en að
kostnaðurinn við málaferlin í heild sinni nálgist um
200 milljónir króna. Kostnaður af vörninni einni sé
kominn yfir 40 milljónir, og gera verði ráð fyrir því að
kostnaður saksóknara sé ekki minni. Landsdómur
dæmdi Geir ríflega 24 milljónir í málsvarnarlaun, og
vantar því um 16 milljónir til að endar nái saman.
Geir segir lögmenn sína hafa þurft að vinna
ákveðna grundvallarvinnu, enda fyrsta mál sinnar
tegundar, og slík vinna hafi ekki komið frá sak-
sóknara. Vinir Geirs, sem stofnuðu félagið Málsvörn,
hafa safnað nægu fé til að greiða það sem upp á
vantar af málsvarnarlaunum Geirs.
„Það er augljóst að nú er búið að finna leið til
að koma fjárhagslegu höggi á fyrrverandi ráðherra,
burtséð frá því hvort þeir hafa brotið af sér eða ekki.
Það er einfaldlega að höfða mál fyrir Landsdómi,
þar sem hinn ákærði getur aðeins vænst þess að fá
dæmdan hluta af málskostnaðinum, og þurfa að sjá
um afganginn sjálfur. Það er mikið umhugsunarefni
og ekki hluti af þeim stjórnmálakúltúr sem við viljum
innleiða hér á landi,“ segir Geir.
Kostnaður nærri 200 milljónum króna
FJÖLMIÐLASKARI Geir hélt blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu eftir að dómur Landsdóms féll í gær.
Þar kallaði hann eftir afsögnum þeirra þingmanna sem beittu sér fyrir ákæru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is