Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 11

Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. apríl 2012 11 Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Landsdómsmálið arionbanki.is – 444 7000 Skráning á arionbanki.is Fjármálafræðsla fyrir ungt fólk með Jóni Jónssyni í Reykjavík og á Selfossi Jón Jónsson hagfræðingur, tónlistarmaður og fótboltakappi heldur áfram að fræða ungt fólk um fjármál á skemmtilegan hátt. Næstu fundir verða þriðjudaginn 24. apríl í Arion banka, Borgartúni 19 og miðvikudaginn 25. apríl í Sambíóunum Selfossi. Húsin opna kl. 19:00 og hefjast fundirnir kl. 19:30. Helstu atriði sem Jón fer yfir eru: Hvað eru peningar? Hvernig á að spara? Allir 12-16 ára krakkar eru sérstaklega velkomnir ásamt foreldrum sínum. Að læra að velja og hafna Peningar og hamingja Boðið verður upp á gos og pítsu og í lok fundar tekur Jón nokkur lög. Alþingi fær í hendur skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis sem falið var að rannsaka aðdraganda og orsök hruns bankanna haustið 2008. Nefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, skipuð af Alþingi til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahags- hrunsins árið 2008. Þingmannanefndin skilar niðurstöðum og leggur til að fjórir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H.Haarde verði ákærðir. Alþingi ákveður að kalla saman Landsdóm með 33 atkvæðum gegn 30. Ákveðið að kæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og fela saksóknara Alþingis að bera fram ákæru fyrir Landsdómi. Alþingi fellur frá því að ákæra Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Alþingi kýs saksóknara til að höfða mál gegn Geir H. Haarde. Landsdómur kemur saman formlega í fyrsta skipti. Fjallað um kæru- mál er varða meðferð gagna, meðal annars frá Þjóðskjalasafni. Málflutningur í Lands- dómi um frávísunarkröfu Geirs H. Haarde. Landsdómur vísar frá tveimur ákæruliðum af sex í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, leggur fram þingsályktunartillögu um að ákæra á hendur Geir H. Haarde verði felld niður. Frávísunar tillagan felld með 31 atkvæði gegn 29. Aðalmeðferð. Málið dómtekið. Dómsuppsaga. 12. apríl 2010 13. apríl 2010 11. sept. 2010 28. sept. 2010 12. okt. 2010 8. mars 2011 1.-5. sept. 2011 3. okt. 2011 17. des. 2011 20. jan. 2012 5. til 16. mars 2012 16. mars 2012 23. apríl 2012 Fimm dómarar Landsdóms af fimmtán skiluðu minnihlutaáliti. Fimm menningarnir töldu að sýkna ætti Geir af öllum ákæru- liðum. Sama sinnis er sjötti dómarinn, Sigrún Magnúsdóttir, en hún er þó sammála rökstuðningi meirihlutans að verulegu leyti. Minnihlutinn er ósammála meiri hlutanum um gildi og þýðingu stjórnarskrár- ákvæðisins sem sakfellingin byggir á, eða 17. grein sem kveður á um að halda ráð- herrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Niðurstaða minnihlutans er að samkvæmt stjórnarskrárgreininni hafi eingöngu verið skylt að halda ráðherrafundi um mál sem leggja skyldi fyrir ríkisráð og þau mál sem einstaka ráðherrar óskuðu að bera þar upp. Minnihlutinn er einnig ósammála meirihluta um túlkun á lögunum um ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra verði sekur eftir lögunum ef hann stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu með því að láta fyrirfarast að fram- kvæma nokkuð það er afstýrt gat slíkri hættu eða veldur því að slík framkvæmd ferst fyrir. Að mati minnihlutans hvílir ekki frekari athafnaskylda á ráðherra samkvæmt lögum en að grípa til úrræða sem að öllu eða verulegu leyti gátu komið í veg fyrir að- steðjandi hættu. „Verður því ekki fallist á að frekari athafnaskylda tengd fyrirsjáanleika hættunnar felist í ákvæðinu, eins og byggt er á í niðurstöðu meirihluta dómenda, en sú skýring á sér enga stoð í orðalagi ákvæðisins,“ segja dómarar í minnihluta. - shá Sex af fimmtán vildu sýkna Geir af ákærulið um að láta undir höfuð leggjast að halda ráðherrafundi: Ósammála um athafnaskyldu ráðherra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.