Fréttablaðið - 24.04.2012, Page 18

Fréttablaðið - 24.04.2012, Page 18
18 24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verð- bólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008. Verð- bólguvæntingar heimila og fyrir- tækja eru svipaðar. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist um 4,5 pró- sentur hafa vextir Seðlabankans hækkað um aðeins 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálastjórn- ar Seðlabankans hefur því minnk- að verulega. Og nú er svo komið að raunvextir Seðlabankans eru talvert neikvæðir. Ef Seðlabank- inn heldur áfram á sömu braut má búast við því að verðbólga haldi áfram að aukast og gengi krón- unnar haldi áfram að lækka. Til þess að ná tökum á verðbólgunni þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til að byrja með væri 2-2,5 pró- sentur. Vextir og verðbólga Sú skoðun er nokkuð útbreidd á Íslandi að eitthvað sé sérstakt við Ísland sem geri það að verkum að hefðbundin hagfræðilögmál um að hærri vextir dragi úr eftir- spurn eigi ekki við. Því er jafn- vel haldið fram að hærri vextir ýti undir þenslu og verðbólgu. Þessu til stuðnings er vísað til áranna fyrir hrun þegar vextir voru hækkaðir en þensla jókst. Þessi röksemdafærsla er eins og að halda því fram að læknar drepi þar sem svo margt fólk deyr þegar það leggst inn á spít- ala. Á árunum fyrir hrun hafði fullkomlega ábyrgðarlaust fjár- málakerfi aðgang að nánast ótakmörkuðu erlendu lánsfé og opinberu eftirliti með starfsemi þeirra var verulega ábótavant. Vaxtahækkanir Seðlabankans á þeim tíma voru eins og mús að reyna að halda aftur af tígris- dýri. Í dag er staðan allt önnur. Hag- kerfið er kirfilega innsiglað af gjaldeyrishöftum og mun strang- ari reglur og strangara eftirlit er með starfsemi banka. Þess- ar breytingar draga verulega úr hvata (og getu) banka til þess að lána í alls kyns froðu án til- lits til áhættu og væntrar ávöxt- unar. Við núverandi aðstæður ættu hærri vextir því að bremsa hagkerfið af með því að draga úr útlánum banka og auka sparnað. Hærri vextir ættu þar að auki að styðja við gengi krónunnar og þannig draga úr verðbólguþrýst- ingi. En hvað með atvinnuleysið? Nú er atvinnuleysi enn hátt í sögu- legu samhengi. Einhver kann því að spyrja, af hverju er verðbólga ef það er engin þensla? Líklegasta skýringin á þessu er að verðbólg- an sé, svo að segja, sjálfsprottin. Ef enginn hefur trú á því að Seðla- bankinn muni gera neitt í því þótt verðbólga hækki getur verðbólga sprottið af sjálfu sér. Fólk og fyr- irtæki sem óttast verð- bólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þann- ig geta væntingar um verðbólgu í framtíðinni orsakað verðbólgu í dag svo fremi sem Seðla- bankinn gerir ekkert í málunum. Slíkt ferli virðist vera að grafa um sig á Íslandi í dag. Seðlaba nk i n n er reyndar blóraböggull í þessu öllu saman. Hinn raunverulegi vandi er að það er enginn stuðn- ingur í samfélaginu fyrir því að Seðlabankinn haldi verðbólgu í skefjum. Alltaf þegar Seðlabankinn aðhefst eitt- hvað fær hann yfir sig holskeflu gagnrýni alls staðar að. Stjórn- málamenn í öllum flokkum skamm- ast í honum. Og það gera líka for- ystumenn í verkalýðshreyfingunni og forystumenn atvinnurekenda. Öll elítan í landinu er samstiga í því að skammast í Seðlabankanum ef hann vogar sér að reyna að halda aftur af verðbólgu. Það er því ekki nema von að verðbólga sé sjálfs- prottin um þessar mundir á Íslandi. Talsmenn þess að við höldum í krónuna segja að það þurfi „bara“ agaðri hagstjórn í framtíð en í for- tíð. Sannleikurinn er sá að það er enginn stuðn- ingur á Íslandi fyrir agaðri hagstjórn þegar kemur að peningamálum. Ef við getum ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að við getum rekið okkar eigin gjald- miðil með góðum árangri í opnu hagkerfi. Hugarfarsbreytingar er þörf Vitaskuld þarf þetta ekki að vera svona. En til þess að þetta breytist þarf veruleg hugarfarsbreyt- ing að eiga sér stað varð- andi peningamálastefnu Seðlabank- ans. Seðlabankinn getur ekki gegnt hlutverki sínu nema að hann njóti nægilegs stuðnings í samfélaginu til þess að geta ráðist í óvinsælar aðhaldsaðgerðir án þess að það skapi væntingar um að sjálfstæði hans verði ógnað. Sjálfur hef ég afskaplega litla trú á því að hugarfarsbreyting af þessum toga geti átt sér stað á Íslandi. Ég sé einfaldlega ekki hvaðan þessi hugarfarsbreyting á að koma. Þetta er stærsta ástæð- an fyrir því að ég hallast mjög að því að við eigum að losa okkur við krónuna eins fljótt og við getum. Þeir sem vilja halda í krónuna verða að vera í fararbroddi um að breyta hugarfari landsmanna til aðhaldssamrar peningamála- stefnu. Annars eru þeir að berjast fyrir því að við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Best væri ef stjórnmálamenn og aðrir framámenn í samfélaginu tækju sig til og gagnrýndu Seðla- bankann fyrir að gera ekki meira til þess að halda aftur af verðbólgu og kölluðu eftir auknu aðhaldi og hærri vöxtum. Í Bandaríkjunum er Ben Bernanke seðlabankastjóri kallaður landráðamaður fyrir að slaka á peningamálum þar í landi þótt verðbólga sé hvergi sjáanleg og atvinnuleysi sé um 8,5%. Ég get ekki ímyndað mér hvað sagt væri um hann ef verðbólga í Bandaríkj- unum ykist um 4,5 prósentur og hann hækkaði vexti um einungis 0,5 prósentu. Ég er ekki að mælast til þess að við Íslendingar förum að tala eins og Texasbúar. En það gengur hins vegar ekki að reka gjaldmiðil með því hugarfari sem ríkir á Íslandi til aðhaldsaðgerða í peningamálum. Seðlabankinn þarf að hækka vexti Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmað- ur ósamþykktrar deiliskipulag- stillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, sam- verkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipu- lagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGG- INGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPIT- AL þótt skilja megi að mér finn- ist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hóp- urinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á bygg- ingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Land- spítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borg- inni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Til- laga okkar Magnúsar með tvö- földun núverandi byggingar- magns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar í aug- lýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athuga- semd við SPITAL hugmynd- ina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftir- grennslan. Grein mín gefur Helga Má ekk- ert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur“ í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kín- verjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður“. Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmað- ur SPITAL-hópsins segir hug- myndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hags- munaáreksturs“. Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er aug- ljóst, að þegar einhver fullyrð- ir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að and- staða SPITAL hópsins gegn hug- mynd okkar Magnúsar „gæti“ stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka aug- ljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar“ í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefna- legra ráða hjá SPITAL um hug- mynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingun- um. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr“ og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvern- ig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starf- að á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tæki- færið til þess að kynna sér hug- myndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index. php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulags- yfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efa- semdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemd- ir gætu leitt til þess, að stjórn- málamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn. Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Fjármál Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York Öll elítan í landinu er samstiga í því að skamm- ast í Seðla- bankanum ef hann vogar sér að reyna að halda... Nýr Landspítali Páll Torfi Önundarson yfirlæknir og prófessor AF NETINU Sykurinn drepur okkur Líkamleg hnignun þjóða er þegar hafin í Bandaríkjunum og Íslendingar koma næst á eftir. Sykursýki mun tuttugufaldast á næstu áratugum. Þróunina má sjá í hratt aukinni offitu. Orsökina er svo að finna í röngum lífsstíl. Annars vegar í hreyfingarleysi og hins vegar í röngu mataræði. Mesti bölvaldurinn er sykurinn. Hann er alls staðar, einkum þó í sykruðum drykkjum, sælgæti og skyndibita. Í stað hófáts kemur ofát og síát, sem magnast upp í óseðjandi fíkn. Vilhjálmur Ari Arason læknir segir í grein á Eyjunni í dag, að þetta sé faraldur sykurfíknar. Börn og unglingar séu snemma komin með sykuróþol. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.