Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 34
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. félagi, 6. ólæti, 8. kvabb, 9. sarg, 11. í röð, 12. mælieining, 14. brenni- vídd, 16. hvað, 17. siða, 18. ýlfur, 20. umhverfis, 21. titra. LÓÐRÉTT 1. kássa, 3. hæð, 4. xx, 5. svelg, 7. hindrun, 10. æxlunarkorn, 13. keyra, 15. lappa, 16. samkyn- hneigður, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. máti, 6. at, 8. suð, 9. urg, 11. tu, 12. karat, 14. fókus, 16. ha, 17. aga, 18. ýla, 20. um, 21. riða. LÓÐRÉTT: 1. mauk, 3. ás, 4. tuttugu, 5. iðu, 7. trafali, 10. gró, 13. aka, 15. sama, 16. hýr, 19. að. Svona já! Af fullum krafti! Takk fyrir það ... Svo þeir þola ekki ostapopp? Varstu búinn að innbyrða mikið af ostapoppi um miðjan dag? Nei, nei! Bara þegar ég var að horfa á fótboltaleikinn í gærkvöldi! Ostapoppslyktin hangir í kerfinu í 48 klukkutíma! Ég skal segja þér aðra sögu sem þú hefur eflaust gaman að... Uhm... Kannski seinna, pabbi. Það er búið að vera gaman að spjalla við þig, en ég verð að fara og öskra þangað til röddin þín hverfur úr höfðinu á mér. Ég og Palli eigum ekki samræður... Við eyðum stuttum tíma í einu í að þola hvorn annan. AAAA- AAAAAA- AARRGG Pabbi, ég komst ekki í fiðlunámið. Þau áttu ekki nógu margar fiðlur... Jesss! Ah! Það útskýrir ýmislegt... Hvernig varðstu svona góður pabbi? Finnst þér ég vera góður? Jæja, takk fyrir það. U já! þú ert klár, leikur við mig, hjálpar mér og öskrar eiginlega aldrei. Það þýðir auð- vitað að þú kemst aldrei í sjónvarpið. Svona er að vera venjulegur. Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rann sóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissu- lega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Í LOK síðasta árs kom út bókin Thinking Fast and Slow eftir sálfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Daniel Kahneman. Kahneman er frum- kvöðull atferlisrannsókna á dóm- greind og ákvarðanatöku en bókin er yfirlit yfir ævistarf Kahnemans sem er að nálgast áttrætt. Í bókinni lýsir hann heilanum sem vél með tvo gíra. Fyrri gírinn er hið eðlilega, sjálf- virka ástand heilans. Í fyrsta gír er heilinn fljótur að hugsa, hann byggir niðurstöður sínar á innsæi og tilfinningalegu ástandi og er líklegur til að styðjast við staðalímyndir, eigin reynslu og minni. Í fyrsta gír getur heilinn, án áreynslu, komist að hafsjó niður staðna á augabragði. Í hvert sinn sem ókunnugur maður nálgast og þú lítur á andlit hans fer heilinn í fyrsta gír og metur á örskotsstundu í hvernig skapi maðurinn er, hvort þú þekkir hann, hvort þér steðjar hætta af honum og hvernig þú eigir að bregðast við. ANNAR gír er hægari yfirferðar en sá fyrsti og notkun hans krefst mun meiri áreynslu. Hann er hins vegar rökvís og fær um að leysa krefjandi vandamál, svo sem stærðfræðiútreikninga. Það er annar gír sem sjálfsmynd flestra hverfist um en brýning Kahnemans er að fyrsti gír ræður yfirleitt ferðinni og hefur talsvert meiri áhrif á þankagang og ákvarðanatöku en flestir myndu vilja kannast við. Þá fellur fyrsti gír reglulega í gildrur. Oft kemur annar gír til bjargar en þar sem notkun gírsins krefst áreynslu er tilhneiging heilans sú að vera latur og leyfa fyrsta gír að ráða. ÞANNIG hafa rannsóknir Kahnemans leitt í ljós fjölda gildra sem svo til allir eru lík- legir til að falla í. Fólk hefur of mikla trú á eigin dómgreind, fólk skilur ekki slembni og tölfræði af innsæi, það hvernig upplýs- ingum er stillt upp hefur markverð áhrif á það hvernig þeim er tekið og fólk neitar að horfast í augu við sokkinn kostnað, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan er sú að ótrú legustu hlutir hafa áhrif á ákvarðanir okkar sem verða því oft æði misráðnar. Getum við komist hjá því? Sennilega ekki, en við getum lært að þekkja aðstæður þar sem mikil hætta er á mistökum og þá farið sérstaklega varlega. Og þá er þó til ein- hvers unnið. Þankagangsgildrur Meðal efnis í blaðinu: ðvikuda gur 11. apríl 20 12 | 7. t ölublað | 8. árg angur ➜Húsa smiðja n hefur fækka ð starfsf ólki um helmin g. ➜Him inhár l eigu- kostna ður va r að slig a fyrir - tækið. ➜Fors tjórinn segir m ikil tækifæ ri liggj a í kaupu m Byg ma. Húsasm iðjan f ékk ekki kr ónu frá FSÍ Nær allar afskriftir Landsbankans vegna fjárfestinga í kjarnarstarfsemi – Fréttaskýring um áhrif nýs veiðigjalds á efnahag bankanna. Afleiður hafðar fyrir rangri sök – Viðtal við Kanoo Ravindran, sérfræðing í afleiðum. Markaðurinn kemur út á morgun!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.