Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 42
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR34
sport@frettabladid.is
FRAM tryggði sér í gær sæti í lokaúrslitum N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á ÍBV í gærkvöldi, 29-21.
Fram vann þar með undanúrslitarimmu liðanna 3-0. Andstæðingur Fram í lokaúrslitunum verður annað
hvort Valur eða Stjarnan sem mætast í Vodafone-höllinni kl 19.30 í kvöld. Valur leiðir í því einvígi, 2-0.
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Fáðu tilboð
á oryggi.is
Það er einfalt að skipta um þjónustuaðila. Gerðu verðsamanburð.
Hringdu núna í 570 2400.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
0
49
Borgar þú of mikið
fyrir öryggiskerfið?
Góð ráð frá Trausta á
facebook.com/oryggi
FÓTBOLTI Barcelona og Chelsea
mætast í kvöld í síðari viðureign
þeirra í undanúrslitum Meistara-
deildar Evrópu. Leikurinn fer
fram á Spáni en Chelsea hefur
yfirhöndina eftir 1-0 sigur í
síðustu viku. Reynir Leósson,
knattspyrnusérfræðingur
Stöðvar 2, telur að það verði erfitt
fyrir Chelsea að halda fengnum
hlut á erfiðum útivelli.
„Ég held að þetta verði leikur
þar sem að Barca verður með
boltann að lágmarki 75% af
leiknum,“ sagði Reynir. „Varnar-
leikur Chelsea verður að vera
hrikalega góður og sóknarleikur
liðsins mun snúast um skyndi-
sóknir og föst leikatriði. Það
gæti styrkt Chelsea að þeir sáu
hvernig Real Madrid fór að því
að loka á sóknarleik Barcelona
um helgina. Ég hef hins vegar
ekki trú á því að Chelsea geti
haldið það út í 90 mínútur að
verjast og fá ekki á sig mark eða
mörk. Barcelona mun skora mörk
í þessum leik og fara í úrslita-
leikinn,“ sagði Reynir Leósson.
Leikurinn hefst kl. 18.45 og
verður sýndur á Stöð 2 Sport en
upphitun hefst 45 mínútum fyrr.
Meistaradeildin í kvöld:
„Barcelona
kemst áfram“
MESSI Verður í eldlínunni með Barce-
lona í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY
Iceland Express-deild karla
LOKAÚRSLIT, 1. LEIKUR
Grindavík - Þór Þorlákshöfn 93-89 (56-44)
Grindavík: J’Nathan Bullock 29/9 fráköst,
Giordan Watson 16/13 stoðsendingar, Jóhann
Árni Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 10/6 fráköst, Ryan Pett-
inella 8/6 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 4.
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 17/7 fráköst/8
stoðsendingar, Blagoj Janev 17, Joseph Henley
15/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi
Erlendsson 11, Darri Hilmarsson 9, Baldur Þór
Ragnarsson 5.
N1-deild karla
UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR
Haukar - HK 31-36 (14-17)
Mörk Haukar (skot): Gylfi Gylfason 10/5 (12/5),
Stefán Rafn Sigurmannsson 8/1 (12/1), Nemanja
Malovic 5 (8), Freyr Brynjarsson 3 (3), Tjörvi Þor-
geirsson 2 (4), Matthías Árni Ingimarsson 1 (1),
Þórður R. Guðmundss. 1 (2), Heimir Óli Heimiss.
1 (4), Jónatan Jónss. (1), Sveinn Þorgeirss. (2).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 8 (30/3,
27%), Aron Rafn Eðvarðsson 5 (19/2, 26%),
Hraðaupphlaup: 3 (Gylfi 2, Matthías Árni 1)
Fiskuð víti: 6 (Gylfi 1, Tjörvi 4, Heimir Óli 1)
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 10/4 (14/5),
Atli Ævar Ingólfsson 6 (6), Sigurjón Friðbjörn
Björnsson 6 (9), Tandri Már Konráðsson 6 (13),
Ólafur Bjarki Ragnarsson 5/1 (8/1), Ólafur Víðir
Ólafsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1),
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8 (28/3,
29%), Arnór Freyr Stefánsson 7 (18/3, 39%).
Hraðaupphlaup: 3 (Bjarki Már 2, Sigurjón 1)
Fiskuð víti: 6 (Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki 1, Ólafur
Víðir 1, Bjarki Már G. 1)
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.
HK vann einvígið, 3-0.
N1-deild kvenna
UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR
Fram - ÍBV 29-21 (16-6)
Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2
(14/2), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Marthe
Sördal 3 (5), Sunna Jónsdóttir 3 (5), Ásta Birna
Gunnarsdóttir 3 (7), Steinunn Björnsdóttir 1
(1), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (2), Hekla Rún
Ámundadóttir 1 (2), Hafdís S. Iura 1 (4), Guðrún
Þóra Hálfdánsdóttir 1 (5), Anett Köbli (2).
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 11 (26/1,
42%), Hildur Gunnarsdóttir 2 (8/1, 25%).
Hraðaupphlaup: 4 (Elísabet 1, Ásta 2, Steinunn 1)
Fiskuð víti: 3 (Marthe 1, Sigurbjörg 1, Hafdís 1)
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk ÍBV (skot): Georgeta Grigore 10 (17),
Marijana Trbojevic 3 (4), Þórsteina Sigurbjörns-
dóttir 3/2 (6/2), Ivana Mladenovic 2 (5), Kristrún
Hlynsdóttir 1 (1), Drífa Þorvaldsdóttir 1 (3), Guð-
björg Guðmannsdóttir 1 (4), Hildur Jónsdóttir (1).
Varin skot: Florentina Stanciu 19/1 (48/3, 40%).
Hraðaupphlaup: 0.
Fiskuð víti: 2 (Trbojevic 1, Mladenovic 1)
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Jón Karl Björnss. og Þorleifur Á. Björnss.
Fram vann einvígið, 3-0.
Lengjubikarkeppni karla
UNDANÚRSLIT
Fram - Stjarnan 2-1
KR - Breiðablik 2-0
Úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi
á laugardaginn næstkomandi kl. 16.00.
ÚRSLIT
HANDBOLTI HK-ingar tryggðu sér
sæti í úrslitum N1-deildar karla í
gærkvöldi, en liðið gerði sér lítið
fyrir og sló út deildar- og bikar-
meistara Hauka með frábærum
fimm marka sigri, 31-36.
HK-ingar voru með frum kvæðið
allan leikinn og réðu Haukar lítið
við frábæran sóknarleik þeirra.
Haukum tókst að minnka muninn
í eitt mark þegar síðari hálf-
leikurinn var rúmlega hálfnaður
en við tók frábær lokakafli HK-
inga þar sem þeir gjörsamlega
völtuðu yfir Hauka.
Bjarki Elísson, leikmaður HK,
fór á kostum í leiknum í dag og
skoraði hann tíu mörk. Hann var
vitanlega gríðarlega ánægður í
leikslok og sagði að úrslitin væru
fyllilega verðskulduð.
„Þetta var frábært í dag. Við
erum búnir að vera stórkost legir
í þessu einvígi. Við spiluðum frá-
bæra vörn í öllum leikjunum og
fengum markvörslu í kjölfarið.
Þetta er alveg frábært,” sagði
Bjarki eftir leikinn.
„Við vorum ekkert búnir að
vinna þá í vetur og voru ekki
margir sem höfðu trú á okkur. Við
höfðum þó allan tímann trú á verk-
efninu. Við vorum skipulagðir og
eigum þetta fyllilega skilið,” bætti
Bjarki kátur við í leikslok.
Haukar mættu aldrei til leiks
í einvíginu og virkuðu hreinlega
saddir. Aron Kristjánsson, þjálfari
liðsins, tók undir það og sagðist
ekki vera ánægður með sitt lið
„Ég er gríðarlega ósáttur við þetta
einvígi. Við gáfum færi á okkur í
fyrsta leiknum og þeir nýttu sér
það og kláruðu þetta örugglega.
Það er eins og við höfum dottið
niður hugarfarslega fyrir þetta
einvígi og náðum við okkur aldrei
á strik,” sagði Aron. - shf
Deildarmeisturum Hauka var sópað úr úrslitakeppninni af sprækum HK-ingum:
Við eigum þetta fyllilega skilið
KOMINN Í ÚRSLIT Ólafur Bjarki Ragnars-
son og HK-ingar eru komnir í lokaúrslitin
þar sem þeir mæta annað hvort FH eða
Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu
fyrsta leikinn gegn Þór Þorláks-
höfn, 93-89, í úrslitaeinvíginu
um Íslandsmeistaratitilinn í Ice-
land Express-deild karla í gær.
Leikurinn var mögnuð skemmtun
og gefur góð fyrirheit um hvernig
einvígið gæti þróast.
Grindvíkingar voru sterkari í
fyrri hálfleiknum og fóru gjör-
samlega á kostum. Giordan Wat-
son, leikmaður Grindvíkinga, var
magnaður og stjórnaði leik liðs-
ins af tærri snilld. Grind víkingar
voru tólf stigum yfir í hálfleik,
56-44, og gestirnir áttu fá svör við
sóknarleik heimamanna. Varnar-
leikur gestanna var einfaldlega
ekki nægilega öflugur og úr því
varð að bæta svo illa færi ekki
fyrir drengjunum frá Þorlákshöfn.
Í síðari hálfleiknum var allt
annað að sjá til liðs Þórs sem náði
upp ágætum varnarleik gegn
Grindvíkingum. Smám saman
náðu gestirnir að minnka muninn
og komast inn í leikinn.
Heimamenn reyndust þó
sterkari að lokum og unnu leikinn
á vítalínunni. Þór á svo sannarlega
erindi í þetta einvígi og verða til
alls líklegir í næsta leik sem fram
fer á Þorlákshöfn á fimmtudaginn.
„Þetta var ekki leikur eftir
okkar höfði. Við viljum hafa
varnar leikinn í fyrirrúmi hjá
okkur,“ sagði Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn,
eftir tapið í gær.
„Ég er nokkuð viss um að við
mætum sterkari til leiks í næsta
leik en í þetta skiptið voru þeir
einfaldlega skrefinu á undan.
Við réðum ekkert við þá í fyrri
hálfleiknum og skiptum þá yfir í
svæðis vörn. Þá fóru hlutirnir að
ganga betur og liðið komst inn í
leikinn. Við verðum bara að vinna
á fimmtudaginn,“ bætti Benedikt
við.
„Þetta var gríðarlega mikil-
vægur sigur hjá okkur en við
þurfum tvo sigra til viðbótar til
að ná titlinum og því nóg eftir af
þessari rimmu,“ sagði Helgi Jónas
Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur,
eftir leikinn.
„Við lékum frábærlega í fyrri
hálfleiknum en hleyptum þeim
að óþörfu á ný inn í leikinn. Þetta
verður spennandi einvígi og næsti
leikur á eftir að verða virkilega
erfiður. En við ætlum okkur að
vinna í Þorlákshöfn.“ - sáp
Taugarnar þandar í botn
Grindavík er komið með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil-
inn í körfubolta eftir sigur á heimavelli í gær, 93-89, og æsispennandi loka-
mínútur. „Við ætlum okkur að vinna í Þorlákshöfn,“ sagði þjálfari Grindavíkur.
TEKIÐ Á ÞVÍ J’Nathan Bullock í baráttu við Joseph Henley í leiknum í gær. Bullock og
félagar höfðu betur í þetta skiptið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR