Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 46

Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 46
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR38 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Lagið Benny and the Jets með Elton John er mikið spilað í vinnunni þessa dagana.“ Agnes Björt Andradóttir, söngkona í hljómsveitinni Sykri. „Þetta er allt saman á byrjunarreit en það er gaman að vinna með Páli,“ segir Pálmi Ragn- ar Ásgeirsson, einn þriggja meðlima upptöku- teymisins StopWaitGo sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Þeir Pálmi, bróðir hans Ásgeir Orri og Sæþór Kristjánsson hafa hafið samstarf við Pál Óskar og ætla að útsetja lög fyrir væntanlega plötu söngvarans ástæla. Þetta er í fyrsta sinn sem Páll Óskar og StopWaitGo leiða saman hesta sína. „Hann er skemmtilegur maður og það er gaman að fá tækifæri til að vinna með honum. Hann er greinilega fagmaður fram í fingur- góma og veit að það þarf mikið til svo úr verður „hittari“,“ segir Pálmi en þessa dagana er upp- tökuteymið að vinna að dúett Páls Óskars og Friðriks Dórs. „Lagið verður á nýju plötunni hans Frikka Dórs sem er væntanleg í sumar.“ Strákarnir eru einnig að sækja um atvinnu- leyfi í Bandaríkjunum en þeir eru á mála hjá umboðsskrifstofu í Los Angeles. Það er umboðs- maðurinn Darryl E. Farmer sem er umboðsmað- ur StopWaitGo vestanhafs og hann er duglegur að senda þeim verkefni yfir Atlantshafið. „Þetta er allt í ferli en það er engin smá pappírsvinna að sækja um þetta. Ég er bjartsýnn á að við fáum allir leyfi og getum þá undirbúið flutninga í ágúst,“ segir Pálmi og grínast með að það sé helst góða veðrið í borg englanna sem heillar. „Það er svo leiðinlegt veður hér. Nei, nei, við viljum bara komast nær viðskipta- vinum okkar og hætta að funda eða taka símtöl á nóttunni vegna tímamismunarins.“ - áp StopWaitGo vinnur með Páli Óskari NÝTT SAMSTARF Þeir Pálmi, Ásgeir Orri og Sæþór í upptökuteyminu Stop- WaitGo vinna í fyrsta sinn með Páli Óskari og bera honum vel söguna. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið SÍÐUSTU SÝNINGAR Á LEIKÁRINU „Þetta var ólýsanleg tilfinning. Við áttum alls ekki von á því að atriði á við okkar væri sigurstranglegt í svona keppni,“ sagði Agnar Óla- son, formaður og einn af 41 með- limi Karlakórs Sjómannaskólans, sem sigraði Söngkeppni fram- haldsskólanna síðastliðið laugar- dagskvöld. Kórinn var stofnaður upp úr áramótum og því bara búinn að starfa í þrjá mánuði. „Við komumst í fréttirnar á dögunum fyrir að kunna bara tvö lög en það er ekki alveg rétt, við höfum sungið fleiri lög opinberlega,“ segir Agnar. Þeir sungu lagið Stolt siglir fleyið mitt í keppninni á laugardaginn og voru allir með sólgleraugu á sviðinu í Vodafone-höllinni. „Það voru bara stórmennskustælar. Frægðar- sólin var alveg að baka okkur,“ segir Agnar og hlær. Að sögn hans stóð Saga Film einstaklega vel að keppninni sem fór mjög bróður- lega fram. „Það var verulega góð stemning baksviðs. Harmóníku- bræðurnir spiluðu þarna aðeins með fiðlustelpunum úr FSU og allir skemmtu sér reglulega vel.“ Nafn kórsins hefur vakið smá ringulreið en þeir kalla sig Karla- kór Sjómannaskólans. „Kórmeð- limir eru félagar úr nemendafélagi Stýrimannaskólans í Reykjavík og skólafélags Vélskóla Íslands. Báðir þessir skólar eru komnir undir hatt Tækniskólans í dag, en húsið þar sem við nemum heitir enn Sjó- mannaskóli Íslands og við kennum okkur við það,“ segir Agnar að lokum, sáttur við sitt. - trs Kórinn átti ekki von á sigri ALVÖRUKÓR Í Karlakór Sjómannaskólans er 41 söngvari og er kórnum stjórnað af kórstjóranum Þórhalli Barðasyni. „Mig hefði aldrei grunað að sjálf Kylie Minogue myndi syngja lag eftir Múm,“ segir Gunnar Tynes, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Múm. Múm sér um tónlistina í banda- rísku kvikmyndinni Jack and Diane, en Minogue fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni. Leik- stjórinn Bradley Rust Grey leitaði til hljómsveitarinnar, en hann og Gunnar eru kunningjar. „Það hefur lengi staðið til að vinna með Bradley, en við kynntumst þegar hann var búsettur hér á landi fyrir tíu árum,“ segir Gunnar, en hljóm- sveitin tók ár í að vinna tónlistina fyrir myndina. Þegar það kom í ljós að ástralska leik- og söngkonan Minogue færi með eitt hlutverkanna kom upp sú hugmynd að láta hana syngja lag í myndinni og úr varð að Múm samdi lag sérstaklega fyrir hana. Gunnar flaug svo til London í haust þar sem hann hitti Minogue og saman tóku þau upp lagið. „Þetta er ekki hið týpíska popplag sem við hefðum kannski samið fyrir Minogue, heldur er lagið samið með mynd- ina í huga,“ segir Gunnar og viður- kennir að hann er aðdáandi söng- konunnar. „Sérstaklega eftir að ég hitti hana. Hún fær toppeinkunn sem manneskja. Hún er algjör töffari og mjög manneskjuleg.“ Jack and Diane var frumsýnd á nýafstaðinni Tribeca-kvik- myndahátíð og fékk ágætisdóma. Myndin fjallar um tvær unglings- stúlkur sem verða ástfangnar en málin flækjast töluvert þegar önnur þeirra heldur að hún sé að breytast í varúlf. „Þetta er mjög spes mynd. Okkur var kynnt myndin sem varúlfa-lesbíumynd en svo er þetta bara mjög krútt- leg unglingamynd,“ segir Gunnar sem er búinn að sjá myndina og líst vel á afraksturinn. Leikkonan Riley Keough fer einnig með hlut- verk í myndinni, en hún er barna- barn Elvis Presley og fósturdóttir Michaels Jackson. Gunnar segir að Múm sé iðin við kolann og getur vel hugsað sér að fást frekar við kvikmyndatónlist. „Þetta virðist höfða vel til okkar, en við erum reglulega á tónleika- ferðalögum og erum með nýja plötu í bígerð sem kemur líklega ekki út fyrr en í byrjun næsta árs.“ alfrun@frettabladid.is GUNNAR TYNES: HÚN ER MJÖG MANNESKJULEG OG ALGJÖR TÖFFARI Kylie Minogue syngur lag hljómsveitarinnar Múm GAMAN AÐ VINNA MEÐ MINOGUE Gunnar Tynes og félagar hans í sveitinni Múm sjá um tónlistina í myndinni Jack and Diane en ástralska söng-og leikkonan Kylie Minogue fer með hlutverk og syngur lag eftir Múm í myndinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.