Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2012, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 10.07.2012, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Myndavélar og ljósmyndavörur veðrið í dag 10. júlí 2012 160. tölublað 12. árgangur ALLIR ÚT!Það er auðvelt að uppfylla hreyfingarkvótann yfir sumartímann með því að reima á sig gönguskóna og halda út. Nýtið góða veðrið til gönguferða, hlaupa og hjólreiða. Farið í snú-snú, æfið handa- hlaup eða valhoppið á milli húsa. TAKMARKINU NÁÐBRÝTUR BLAÐ Í SÖGUNNI Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára afreks-kona úr sundfélaginu Ægi sem mun keppa á Ólympíuleikunum í sumar. M enntaskólanemar nota margir hverjir sumarmánuði sína í vinnu og lipott æfir tvis Boston leður svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinn ó Verð: 11.900 kr. V ð Verð: 10.900 kr. Verð: 6.990 kr. Íþróttabrjóstahaldarar Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Verð: 9.950 kr. Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Bikinisett frá 6.800 kr. teg 59100 - fæst í BC skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Mjúkur, einfaldur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Kynningarblað Stafrænar myndir tapast auðveldlega, sími í stað myndavéla, framköllun öruggari. MYNDAVÉLAR ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 &LJÓSMYNDAVÖRUR STUND MILLI STRÍÐA KR-ingar standa í ströngu þessa dagana og spila leiki á nokkurra daga fresti næstu vikurnar. Hannes Þór Halldórsson markmaður og varnarmennirnir Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Gunnar Þór Gunnarsson nýttu tækifærið í sólinni í gær og slökuðu á í heita pottinum í Nauthólsvíkinni eftir erfiðan leik í Eyjum á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hleypur maraþon Björn Bragi ætlar að hlaupa heilt maraþon í fyrsta skipti í ágúst. popp 30 Leikið við öldurnar Sífellt fleiri erlendir ferðamenn ferðast til Íslands til að fara á brimbretti. Nýr flóamarkaður Berta Guðrún stofnaði nýjan flóamarkað í fæðingarorlofinu. tímamót 16 Betur má ef duga skal Forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, hefur áhyggjur af litlum styrkjum til afreksfólks. sport 26 TÓNLIST Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir vermir fyrsta sæti lagalista spænsku tónlistarsíðunnar AstreduPOP með lagi sínu Too Late. Þórunn vissi ekki af aðdáun Spánverja, en aðstandandi síðunnar sendi henni eftirfar- andi skilaboð: „Þetta er frá- bært popplag sem er spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og allir dýrka það hér.“ Jafnframt hefur lagið So High, sem kom á netið fyrir rúmri viku, vakið nokkra athygli í net- heimum og undrast Þórunn við- brögðin. „Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og platan er ekki einu sinni komin út,“ segir hún en faðir hennar, tónlistarmað- urinn Magnús Þór Sigmunds- son, spáir plötunni Star-Crossed góðu gengi í Suður-Evrópu. - hþt / sjá síðu 30 Þórunn Antonía vekur athygli: Óvart á toppi lista á Spáni ÞÓRUNN ANTONÍA MAGNÚSDÓTTIR GRAR IS ÁSTIN ALLT? www.forlagid.i s – alvör u bókaverslun á net inu Ljótur að utan – ljúfur að innan Ný ju ng ! SÓLRÍKT Hæg norðlæg átt á landinu í dag og bjart með köflum, en skýjað eystra. Hiti 10-18 stig, hlýjast SV-til. VEÐUR 4 10 14 16 12 7 NEYTENDUR Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógeril- sneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maí- mánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einka- nota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheim- ilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðar- skyni gegn útbreiðslu dýrasjúk- dóma. Þorvaldur H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri inn- og útflutn- ingsmála hjá Matvælastofn- un (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um tak- markað magn að ræða. Reglu- gerðarbreytingin sé að frum- kvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breyt- ingu.“ Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innan- lands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roque- fort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Osta- búðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr geril- sneyddri eða ógerilsneyddri mjólk,“ segir hann í samtali við Fréttablað- ið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum.“ Jóhann segir þetta vera kær- komið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vik- unni og mun örugglega taka eitt- hvað gott með mér heim.“ - þj Ógerilsneyddir ostar leyfðir Ný reglugerð leyfir innflutning á ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu. Hver má hafa með sér eitt kíló til landsins. MAST segir þar komið til móts við athugasemdir. Ostaáhugafólk fagnar þessari nýjung. Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. JÓHANN JÓNSSON OSTAKAUPMAÐUR LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í héraðsdómi, grunaðir um að hafa brotist inn á heimili manns í Breiðholtinu í Reykjavík þar sem þeir héldu honum nauðugum í sex klukkustundir á föstudag. Árás- in virðist hafa verið tilefnislaus. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ráðist inn á heimili manns- ins þar sem hann lá sofandi og bundið hann og keflað. Ekkert bendir til þess að árásarmennirn- ir og fórnarlambið séu á nokkurn hátt tengd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni neyddu árásarmenn- irnir manninn til að millifæra háar fjárhæðir á bankareikninga sína. Þeir höfðu síðan á brott með sér verðmæti af heimili manns- ins. Lögregla hafði haft upp á öðrum árásarmanninum innan við klukkustund eftir að tilkynn- ing barst um málið. Hinn var handtekinn sólarhring síðar. Hinir meintu árásarmenn hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúr- skurðinn til Hæstaréttar, en annar var úskurðaður í gæslu- varðhald á laugardag og hinn á sunnudag. - bþh Ræningjar réðust inn á heimili manns í Breiðholti og bundu hann og kefluðu: Haldið nauðugum í sex klukkutíma

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.