Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 16
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR16
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
ORRI VIGFÚSSON , athafnamaður og formaður Verndarsjóðs villtra laxa.
„Ég hef alltaf sagt að það verði að standa þannig að þessu að allir græði – netaveiði-
mennirnir eiga líka að græða. Ef laxastofnarnir hverfa tapa allir.“
70
„Hér er fólk á öllum aldri að selja föt,
barnaföt, tungu- og naflalokka og
alls konar dót úr geymslunni,“ segir
Berta Guðrún Þórhalladóttir, stofn-
andi flóamarkaðarins Múlatorgs.
Markaðir með notaðan varning hafa
sprottið upp víða um landið síðustu ár.
Margir þeirra eru einungis opnir yfir
eina helgi en sumir, eins og Kolaport-
ið, hafa opið hverja helgi. Múlatorg er
ólíkt fyrrgreindum mörkuðum opinn á
virkum dögum, það er á fimmtudögum
og föstudögum.
„Þetta er búið að vera rosa gaman
og básarnir voru uppbókaðir í síðustu
viku,“ segir Berta en markaðurinn
hefur verið opinn að Fellsmúla 28 und-
anfarnar þrjár vikur við góðar undir-
tektir. Berta hugðist upphaflega leigja
bás í Kolaportinu en fann ekki laust
pláss sem hentaði. „Ég vissi að hús-
næðið við hliðina á Góða hirðinum var
laust og fékk þá hugmynd að nota það
fyrir nýjan flóamarkað. Ég auglýsti á
Barnalandi og fékk fullt af fólki með
mér í lið. Þannig byrjaði boltinn að
rúlla,“ segir hún og bætir við að góður
andi ríki. „Ég seldi með fyrsta hópnum
og við náðum öll mjög vel saman. Hér
hjálpast allir að og þó einhver þurfi að
skreppa fær hann bara aðilann í næsta
bás til að selja fyrir sig.“
Berta hafði setið á hugmyndinni
í nokkurn tíma en ákvað að hrinda
henni í framkvæmd í fæðingarorlof-
inu sínu. „Ég þarf alltaf að hafa nóg
fyrir stafni og get haft hann með mér í
þessari vinnu,“ segir Berta, sem hefur
haft tæplega eins árs son sinn með sér
við framkvæmd verkefnisins.
Hún er undrandi yfir því hve marg-
ir eru lausir á virkum dögum. „Fólk
er auðvitað í sumarfríi, sumir í vakta-
vinnu og aðrir eru kannski ekki
með vinnu.“ Hún segir staðsetningu
markaðarins spila stóran þátt í góðri
aðsókn. „Það er alltaf röð fyrir utan
Góða hirðinn klukkan tólf og síðan
kíkir fólk við eftir að hafa heimsótt
nytjamarkaðinn.“
Berta leigir básana fyrir lítinn pen-
ing og er vongóð um framhaldið. „Til
að byrja með mun plássið vera ódýrt
og kosta aðeins tvö þúsund krónur
fyrir bás með borði og slá. Svo veit
maður aldrei hvað framtíðin ber í
skauti sér en ég get vel séð fyrir mér
að hafa lifandi hljómflutning, kaffiað-
stöðu og jafnvel ákveðið þema í hverri
viku.“ hallfridur@frettabladid.is
BERTA GUÐRÚN ÞÓRHALLADÓTTIR: STOFNAÐI FLÓAMARKAÐ Í FÆÐINGARORLOFI
Nýr flóamarkaður fyrir fólk í
fjársjóðsleit á virkum dögum
FÆÐINGARORLOF Berta ætlaði upphaflega að leigja bás í Kolaportinu en hefur nú stofnað nýjan flóamarkað sem opinn er á fimmtudögum og
föstudögum. Hér er hún ásamt syni sínum Þórhalli Leó Hannessyni sem verður árs gamall í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN I. EYJÓLFSDÓTTIR
Gullsmára 7, Kópavogi,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn
5. júlí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 11. júlí kl. 13.00.
Karl Gunnarsson
Ingólfur Karlsson Gerður Helga Jónsdóttir
Hulda Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
REBEKKA STELLA MAGNÚSDÓTTIR
Ljósheimum 12a,
lést þann 28. júní sl. á Vistheimilinu Seljahlíð.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásgeir Sigurðsson
Magnús Sigurðsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTBJÖRG HRÓLFSDÓTTIR
Þjórsártúni,
sem lést á Hrafnistu föstudaginn 29.
júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju
miðvikudaginn 11. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Valgerður Ölvisdóttir Gunnar Snorrason
Lilja Ölvisdóttir Emil Kristófersson
Kristjana Ingibjörg Ölvisdóttir Jón Ármann Sigurðsson
Karl Ölvisson Jóhanna Hilmarsdóttir
Guðrún Gyða Ölvisdóttir Guðmundur Unnar Agnarsson
Hrólfur Ölvisson Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍN HANNESDÓTTIR
lést aðfaranótt fimmtudagsins 5. júlí
á Dvalarheimilinu Hlíð. Útför hennar fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. júlí
kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Dvalarheimilið Hlíð.
Einar Rafn Haraldsson Freyja Kristjánsdóttir
Hannes Haraldsson Guðrún Guðmundsdóttir
Helga Björg Haraldsdóttir Hjörtur Haraldsson
og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞURÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Hvammi, Eyjafjöllum,
lést þann 6. júlí. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 15.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Tryggvi Rafn Valdimarsson Sigrún Bjarnadóttir
Grímur Þór Valdimarsson Kristín Jónsdóttir
Úlfar Örn Valdimarsson Anna Svava Sverrisdóttir
Anna Sigríður Valdimarsdóttir Peter Rask Olsen
Einar Sigurjón Valdimarsson Áshildur Sveinsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÓLÖF ÞORBERGSDÓTTIR
síðast til heimilis að Lækjasmára 2
í Kópavogi,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi sunnudaginn 1. júlí, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju kl. 13.00,
fimmtudaginn 12. júlí.
Þorbergur Karlsson Jónína A. Sanders
Valdimar Örn Karlsson Guðrún Valdís Guðmundsdóttir
Hafsteinn Karlsson Ebba Pálsdóttir
Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir Ólafur Helgason
Gunnar Karlsson Ólöf Nordal
Arnþrúður Karlsdóttir Ólafur Kolbeinsson
Eva Björk Karlsdóttir Alfreð Örn Lilliendahl
barnabörn og barnabarnabörn.
Fánasmiðjan á Ísafirði hefur tekið til
starfa aftur eftir stórfellt tjón sem
varð þar í eldsvoða 24. júní. Þá brann
digitalprent- og tölvubúnaður fyrir-
tækisins en stór silkiprentvél slapp
ásamt tilheyrandi búnaði. Eldurinn
slokknaði af sjálfsdáðum vegna súr-
efnisskorts.
Búið er að flytja starfsemina niður
um hæð í Norðurtangahúsinu, því þar
reyndist vera laust pláss um tíma.
„Silkiprentvélin hefur verið ræst að
nýju, hún er sú eina sinnar tegundar
á landinu. Fatamerkingar og aðrar
merkingar verða komnar í gang eftir
tvær vikur og svo verða nýir digital-
prentarar komnir í gang eftir versl-
unarmannahelgi,“ segir Örn Smári
Gíslason framkvæmdastjóri.
Örn segir stjórn fyrirtækisins hafa
ákveðið að auka hlutaféð og kaupa
ný og fullkomnari tæki en áður voru
í verksmiðjunni. Einnig að bæta við
fleiri framleiðsluflokkum. Hann von-
ast til að starfsemin verði komin í
fullan gang um áramótin á sama stað
og hún var og segir tekið á móti pönt-
unum í allar prentanir og merkingar
nú þegar, þótt afgreiðsla sumra pant-
ana dragist eitthvað. „Ég vil koma á
framfæri þakklæti til viðskiptavina
okkar fyrir biðlundina sem þeir hafa
sýnt okkur í þessum vandræðum,“
segir hann. - gun
Fánasmiðjan mun rísa upp úr öskunni
FÁNASMIÐJAN Starfsemin hefur verið opnuð
á 1. hæð til bráðabirgða.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALBJÖRG ODDGEIRSDÓTTIR
Sólvöllum 4,
áður til heimilis að Nýja-Kastala,
Stokkseyri,
lést laugardaginn 7. júlí sl. á Dvalarheimilinu
Kumbaravogi á Stokkseyri.
Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju
fimmtudaginn 19. júlí kl. 14.00.
Guðrún Jónasdóttir Jens Arne Petersen
Ingibjörg Jónasdóttir
Bára Jónasdóttir Sæmundur Guðmundsson
Helga Jónasdóttir Elfar Guðni Þórðarson
Jenný Lára Jónasdóttir
Sigrún Anný Jónasdóttir Björgvin Þór Steinsson
Geirný Ósk Geirsdóttir Erik Stöhle
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.