Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGMyndavélar & ljósmyndavörur ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 20124 Varðveisla stafrænna ljós-mynda er mörgum hugleikin enda hafa flestir landsmenn skipt úr filmuvél yfir í stafræna myndavél undanfarin ár. Flest- ir taka margfalt f leiri ljósmyndir en áður og því er nauðsynlegt að skipuleggja vel varðveislu slíkra ljósmynda. Gunnar Marel Hinriks- son, skjalavörður hjá Héraðsskjala- safni Kópavogs, birti nýlega grein á vef Félags héraðsskjalavarða á Ís- landi þar sem hann rekur helstu þætti sem þarf að hafa í huga við varðveislu stafrænna mynda. Hann segir að huga þurfi að ýmsu þegar ljósmyndir eru teknar og þegar ákvörðun er tekin um geymslu þeirra. „Fæstar myndir sem við tökum enda í ramma uppi á vegg. Það er mikilvægt að velja reglulega úr myndum, sérstaklega ef teknar eru margar nánast eins myndir. Það skiptir líka miklu máli að fólk sé ekki að fylla hörðu diskana sína af allt of mörgum og um leið stórum myndum.“ Hann bendir á að góð regla sé að grisja sem fyrst og sem reglulegast úr myndaflórunni og venja sig á að gera það helst strax á vélinni að myndatöku lokinni. Að sama skapi verður að hafa notkun myndarinnar í huga þegar ákveðið er að geyma mynd. Myndir ætlaðar til útprentunar þurfa að vera stærri en til dæmis myndir sem eru ein- göngu ætlaðar fyrir notkun á net- inu. Stafræna byltingin hefur eðlilega haft þær afleiðingar að miklu fleiri myndir eru teknar en áður. Gunnar mælir því með því að fólk láti fram- kalla bestu myndirnar enda sé það að hans mati öruggasta leiðin til að komast hjá úreldingu gagna. „Það er auk þess mun skemmtilegri at- höfn að f letta í gegnum mynda- albúm og skoða myndir frekar en að skoða þær í tölvu þar sem einn í hópnum stýrir hraðanum með músinni.“ Þótt margir kjósi að framkalla bestu myndirnar eiga flestir mikið magn mynda á staf- rænu formi heima hjá sér. Þá skipt- ir miklu máli að mati Gunnars að geyma myndirnar á tveimur stöð- um, jafnvel með mismunandi að- ferðum. „Algengustu mistökin sem fólk gerir er að eiga bara eitt eintak af myndunum. Ég hef heyrt marg- ar hryllingssögur um flakkara sem duttu á gólfið og þar með hurfu allar minningarnar á einu bretti. Það er allt í lagi að missa mynda- albúmið í gólfið en lausir flakkar- ar geta verið í hættu ef rekist er í snúru.“ Framköllun er nauðsynleg Tilkoma stafrænna ljósmyndavéla hefur aukið gríðarlega magn ljósmynda í einkaeigu. Gott ráð er að koma upp ákveðnu verkferli við varðveislu þeirra. „Algengustu mistökin sem fólk gerir er að eiga bara eitt eintak af myndunum,“ segir Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Kópavogs. MYND/PJETUR FILMUVÉLIN LIFIR ENN Gleymist seint Í kringum alda- mótin varð sprenging í stafrænum myndavélum. Í dag eru þær framleiddar í öllum stærðum og gerðum og gæðin hafa einnig orðið meiri og meiri. Á seinustu árum hafa þó filmuvélarnar komist aftur í tísku. Sala á Holgu- og Polaroid-myndavélum hefur aukist mikið á seinustu þremur árum. Einnota myndavélar hafa einnig notið meiri vinsælda. Ástæðan er líklegast sú að myndirnar koma skemmtilega út og eigandinn er knúinn til þess að framkalla myndirnar í stað þess að geyma þær í tölvunni. Okkar hlutverk er að dreifa fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Póstdreifing - Suðurhraun 1 - 210 Garðabær - Sími 585 8300 - www.postdreifing.is Heyrðu í okkur næst þegar þú þarft á öruggri og hagstæðri dreifingarþjónustu að halda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.