Fréttablaðið - 10.07.2012, Síða 34
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
ÓL 2012 Íþrótta- og Ólympíusam-
band Íslands, ÍSÍ, tilkynnti í gær
hvaða íþróttamenn færu á Ólymp-
íuleikana. Reyndar fyrir utan
handboltalandsliðið en Guðmund-
ur Guðmundsson landsliðsþjálfari
fékk aðeins lengri tíma til þess að
velja sinn hóp.
Alls fara 27 þátttakendur út og
í fylgdarliði Ólympíuhópsins er
svipaður fjöldi. Það eru liðsstjór-
ar, læknar, sjúkraþjálfarar og far-
arstjórar.
„Þetta er sami fjöldi og fór til
Peking og í samanburði við hin
Norðurlöndin þá er þetta mjög
ásættanlegur fjöldi sem fer frá
okkur á leikana,“ segir Ólafur
Rafnsson, forseti ÍSÍ, en hann
segir ekki mikið hafa breyst í
undirbúningi leikanna nú og fyrir
fjórum árum.
„Samstarfið við sérsambönd-
in er samt betra og skipulagning
okkar fólks og sérsambandanna
hefur verið til fyrirmyndar.“
Ólafur segist ekki geta fest
fingur á hversu dýrt það sé að
senda þennan hóp til London í lok
mánaðarins. ÍSÍ fær pening frá
bakhjörlum sínum, ríkisvaldinu
og svo Ólympíuhreyfingunni.
„Við fengum aukalega 15 millj-
ónir frá ríkinu fyrr á þessu ári
sem við erum þakklátir fyrir.
Það hjálpaði til og svo fengum við
líka auka 80 þúsund dollara frá
Ólympíusamhjálpinni. Allt hjálp-
ar þetta til,“ segir Ólafur en eru
þessar 15 milljónir króna frá rík-
inu ásættanlegur styrkur að hans
mati?
„Ef að menn ætla sér að setja
einhver samanburðarmarkmið
við aðrar þjóðir er þetta auðvi-
tað langt frá því að vera nóg. Við
erum vissulega þakklát fyrir allt
sem við fáum en það þarf að bæta
verulega í afreksmálin svo hægt
sé að halda áfram þeirri uppbygg-
ingu sem nú er í gangi,“ segir
Ólafur og bendir á að ekki sjáist
alltaf hvaða afleiðingar niður-
skurður til afreksmála hefur.
„Ég hef sagt það áður að þegar
við erum að skera niður afreks-
starf í dag þá erum við kannski
að tapa medalíu á næstu leikum.
Það er þessi ósýnilegi skaði sem
við erum að eiga við og enginn
stjórnmálamaður þarf að horfast í
augu við því hann sést aldrei. Það
eru keppendur sem eru alveg að
brotna og þurfa að leggja mikið úr
eigin vasa og þurfa skilningsríkar
fjölskyldur á bak við sig.
Það er þessi samfella sem ég
sakna fjárfestingar í. Það að koma
með viðbótarframlag í ákveðna
viðburði hjálpar okkur að brúa bil
fyrir þann viðburð en það er þessi
langtímauppbygging sem ég hef
áhyggjur af ef ég á að segja alveg
eins og er.“
Ólafur segir að tekist hafi að
fjármagna leikana með mikilli
vinnu en hann hefur áhyggjur af
heildarmyndinni.
„Það má gera miklu betur þar,“
segir Ólafur en hvað getur ÍSÍ gert
til þess að bæta úr málum?
„Í raun og veru snýst þetta fyrst
og fremst um vilja stjórnvalda.
Það er okkar hlutverk að koma
öllum upplýsingum og markmiðum
á framfæri við stjórnvöld,“ segir
Ólafur en hefur ÍSÍ staðið vaktina
vel í þeim efnum?
„Við getum alltaf gert betur.
Það er líka oft verið að gera meira
en sést á yfirborðinu. Menn geta
líka spurt sig að því hvar virðing-
in er ef menn eru að atast í fjöl-
miðlum án þess að ég geri lítið úr
því að við komum okkar málstað á
framfæri þar. Meginatriðið er að
við erum að vinna mjög vel með
stjórnvöldum í því að kynna um
hvað málið snýst og þar af leiðandi
að auka skilninginn. Þar getum við
gert betur. En hafi menn skilning-
inn en ekki viljann þá er það mín
skoðun að það séu léleg stjórnmál
sem felast í því að menn taki vin-
sæla ákvörðun bara ef einhver
gerði sig breiðan í fjölmiðlum.“
Forsetinn er á því að lyfta þurfi
grettistaki í afreksmálunum ef
Ísland ætlar sér að vinna til fleiri
verðlauna á næstu árum.
„Við eigum tækifæri og inneign
sem þarf að nýta. Ef við tökum ein-
staklinga sem eru á leið á leikana
og eru miklar fyrirmyndir. Hvað
halda menn að þetta sé að skila
samfélaginu miklu í forvörnum til
að mynda? Í því samhengi vil ég
meina að þetta séu tiltölulega litlir
fjármunir sem verið er að setja í
starfið.“
henry@frettabladid.is
SANDRA MARÍA JESSEN og félagar hennar í toppliði Þórs/KA taka á móti Fylki í 9. umferð Pepsi-
deildar kvenna í kvöld klukkan 19.15. Á sama tíma tekur KR á móti ÍBV, Stjarnan á móti Selfossi en viðureign
FH og Breiðabliks verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagkskrá á Vísi klukkan 19.30.
Ég hef sagt það áður
að þegar við erum
að skera niður í afreksstarfi
þá erum við kannski að tapa
medalíu á næstu leikum.
ÓLAFUR RAFNSSON
FORSETI ÍSÍ
Ólympíufarar
Keppendur Íslands á ÓL í London
fyrir utan 15 manna hóp handbolta-
landsliðsins.
Ragna Ingólfsdóttir badminton
Ásdís Hjálmsdóttir frjálsar
Kári Steinn Karlsson frjálsar
Óðinn Björn Þorsteinsson frjálsar
Þormóður Árni Jónsson júdó
Ásgeir Sigurgeirsson skotfimi
Anton Sveinn McKee sund
Árni Már Árnason sund
Eygló Ósk Gústafsdóttir sund
Eva Hannesdóttir sund
Hrafnhildur Lúthersdóttir sund
Jakob Jóhann Sveinsson sund
Sarah Blake Bateman sund
Dýrt að skera niður afreksstarf
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segist hafa áhyggjur af langtímauppbyggingunni í íslensku afreksstarfi. Hann
segir að á meðal Ólympíufara sé íþróttafólk sem sé að brotna og bendir á þann ósýnilega skaða sem niður-
skurður í afreksstarfi hefur. ÍSÍ fékk 15 milljónir króna í styrk frá ríkisvaldinu fyrir Ólympíuleikana.
ÁHYGGJUFULLUR Forseti ÍSÍ segir að styrkir til afreksfólks Íslands í íþróttum snúist fyrst og fremst um vilja stjórnvalda. Hann segir
styrkina, í samanburði við önnur lönd, vera langt frá því að vera nógu háir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
39.900
ALHLIÐASÖG - VELTISÖG
VIÐ FELLSMÚLA
Sími: 585 2888
ÚRSLIT
Borgunarbikar karla
Stjarnan - Fram 2-1
1-0 Garðar Jóhannsson (6.), 1-1 Sam Tillen (45.),
2-1 Garðar Jóhannsson (72.)
Grindavík, KR, Stjarnan og Þróttur eru komin
í undanúrslit í karlaflokki. Átta liða úrslit í
kvennaflokki fara fram á föstudaginn.
Dregið verður í undanúrslit keppninnar í karla- og
kvennaflokki á mánudaginn.
Pepsi-deild kvenna
Valur - Afturelding 0-1
0-1 Lára Kristín Pedersen (41.)
Afturelding hefur unnið tvo sigra í deildinni í röð
en Valur tapað tveimur í röð.
FÓTBOLTI Stjarnan úr Garðabæ
er komin í undanúrslit bikar-
keppni KSÍ í fyrsta skipti síðan
árið 1994. Stjarnan lagði Fram,
2-1, með tveimur skallamörkum
frá Garðari Jóhannssyni hvoru í
sínum hálfleiknum. Sam Tillen
skoraði mark Framara og jafnaði
metin beint úr aukaspyrnu undir
lok fyrri hálfleiks.
„Ég held við höfum spilað fót-
bolta í svona korter, annars vorum
við bara að verjast. Við gátum
nákvæmlega ekki neitt í fyrri hálf-
leik. Það verður að viðurkennast,“
sagði Garðar, hetja Garðbæinga,
í leikslok.
Hann kom Stjörnunni yfir
snemma leiks en í kjölfarið ákvað
sóknarliðið spræka að leggjast í
vörn og leyfa Frömurum að koma
sér inn í leikinn í stað þess að
keyra á þá og reyna að ganga frá
þeim. Furðuleg ákvörðun.
„Þetta var aðeins betra hjá
okkur í seinni hálfleik en ekkert
frábært. Lítið flot á boltanum. Ég
skil ekkert í því af hverjum við
bökkum svona. Við erum bestir í
að sækja og alls ekki bestir í að
verjast og ættum ekki að reyna
það. Menn virðast gleyma því
hreinlega að okkur styrkur er að
sækja. Þetta stóð svolítið tæpt en
ég hafði samt aldrei beint neinar
áhyggjur af þessu. Þetta var virki-
lega sætt,“ sagði Garðar sem hefur
verið eldheitur fyrir framan mark
andstæðinganna í undanförnum
leikjum.
Framarar léku ágætis leik eins
og svo oft áður í sumar. Lukkan er
þó engan veginn á bandi þeirra og
þess utan geta þeir sjálfum sér um
kennt. Þeir voru að spila vel út á
velli, skapa sér færi en ef þeir nýta
þau ekki þá fá þeir það sem þeir
eiga skilið.
Stjarnan verður í pottinum
þegar dregið verður í undanúrslit
keppninnar næstkomandi mánu-
dag. - hbg
Stjörnumenn síðastir til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Fram í Garðabæ:
Garðar stangaði Stjörnuna í undanúrslit
MARTRÖÐ FRAMARA Garðar Jóhannsson skoraði einnig tvö mörk í deildarsigri
Stjörnunnar á Fram á dögunum. Hér fagnar hann fyrra marki sínu í gærkvöldi ásamt
Atla Jóhanssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason
skoraði sitt níunda mark í sænsku
úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar
hann tryggði Helsingborg 1-1
jafntefli gegn IFK Gautaborg.
Mark Alfreðs kom beint úr
aukaspyrnu fimm mínútum fyrir
leikslok en Helsingborg situr í
fimmta sæti deildarinnar.
Pálmi Rafn Pálmason skor-
aði síðasta mark Lillestrøm sem
vann 4-3 útisigur á Fredrikstad
í norsku úrvalsdeildinni. Mark
Pálma var glæsilegt en hann tók
boltann á lofti eftir sendingu
Björns Bergmanns Sigurðarson-
ar. Lillestrøm þurti nauðsynlega
á stigunum að halda í botnbaráttu
deildarinnar.
Björn Bergmann lagði upp tvö
mörk auk þess að næla sér í gult
spjald. Hann verður því í leik-
banni í næsta leik Lillestrøm sem
átti að verða hans síðasti áður en
hann heldur til liðs við Wolves í
Englandi. - ktd
Íslendingar á skotskónum:
Alfreð og Pálmi
með glæsimörk
SJÓÐANDI HEITUR Alfreð hefur skorað
níu mörk í fjórtán leikjum og er þriðji
markahæstur í deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON