Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 70

Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 70
6. september 2012 FIMMTUDAGUR54 54 popp@frettabladid.is Gríptu með þér Floridana. Morgunsafi, Heilsusafi, Appelsínusafi, Vítamínsafi og Sumarsafi frá Floridana eru 100% hreinir ávaxtasafar framleiddir úr úrvals hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur. Fáðu þér Floridana og lifðu vel. LIFÐU VEL! F ÍT O N / S ÍA Fyrirsætukeppni Elite á Íslandi er að fara af stað á ný. Keppnin er haldin í samstarfi við skrifstofu Elite úti í heimi þar sem sigurveg- ari íslensku keppninnar tekur þátt í Elite Model Look World í Sjanghæ í Kína í lok árs. Útsendarar frá Elite á Íslandi verða staddir í Smáralind á laug- ardaginn milli klukkan 11-15. Þar gefst stúlkum kostur á að taka þátt í prufum fyrir keppnina og komast á skrá hjá fyrirsætuskrifstofunni. 50 stúlkum er svo boðið að taka þátt í undanúrslitakeppni sem fer fram í höfuðstöðvum Elite á Íslandi þann 15. september. Í tilkynningu frá Elite segir að val dómnefnd- ar sé byggt á hversu myndrænir keppendur eru, náttúrulegri feg- urð, persónuleika og einnig hversu vel keppendur falla að því útliti sem verið er að leita eftir í tísku- og auglýsingaheiminum í dag. 15 stúlkur taka svo þátt í úrslita- keppninni sjálfri. Það var Magdalena Sara Leifs- dóttir sem var Elite-stúlkan í fyrra og henni gekk það vel úti í aðal- keppninni í Kína að hún kom heim með fyrirsætusamning við Elite World. Margar þekktustu fyrir- sætur í heimi eru á skrá hjá Elite og ber þar hæst Gisele Bundchen, Cindy Crawford og Stephanie Sey- mor. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um keppnina er bent á síð- una Elitemodellook.com/is. Leit hafin að nýrri Elite-fyrirsætu ELITE-STÚLKAN 2012 Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina í fyrra og fór í kjölfarið til Kína í aðalkeppnina þar sem hún landaði fyrirsætusamningi. Nýjasta kvikmynd Terrence Malick fékk vægast sagt slæm- ar móttökur við frumsýningu hennar á kvik- myndahátíð- inni í Feneyj- um um síðustu helgi. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ben Affleck, Rachel Mc- Adams, Olga Kurylenko og Javier Bardem. Myndin segir frá manni sem endurnýjar kynni sín við gamla vinkonu eftir að hjónaband hans og evrópskrar konu hans fer í vaskinn. Áhorfendur á frum- sýningu myndarinnar voru lítt hrifnir af nýjasta verki leik- stjórans og létu óánægju sína í ljós með því að baula í lok hennar. Athæfið vakti athygli en einhverjir voru þó ósammála aðferðinni. „Að baula á Terrence Malick- mynd. Það krefst sama hugrekk- is og að sparka í Gandhi,“ skrif- aði gagnrýnandinn Justin Chang á Twitter-síðu sína. Annar sagði: „Er ekki komið nóg af látum? Þið eigið að kallast fagfólk.“ Ben Affleck sagði To the Won- der líkjast Transformers í sam- anburði við Tree of Life, síðustu mynd Malicks. Baulað á sýningu BEN AFFLECK ÁR FYLLIR FRÆGASTA MÁGKONA Bretlands Pippa Middleton í dag en hún er systir Katrínar hertogaynju af Cambrigde, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Hún er þekkt partýljón í Bretlandi og á eflaust eftir að fagna tímamótunum með stæl. 29 Rihanna hefur verið harðlega gagnrýnd af PETA-samtökunum fyrir að hafa klæðst stígvélum úr snákaskinni. Rihanna sagði eitt sinn í viðtali við Ellen DeGeneres að hún hefði óbeit á loðfeldum. „Rihanna veit kannski ekki að snákar eru gjarnan negldir við trjástofna og fláðir lifandi. Að klæðast snákaskinni er ógeðfellt og illgjarnt. Þær Lady Gaga virð- ast vilja vera þekktar fyrir að líta út eins og viðundur frekar en hæfileika sína,“ stóð í yfirlýsingu frá samtökunum. Óvinsæll skófatnaður GAGNRÝND Rihanna var gagnrýnd af PETA fyrir að klæðast skóm úr snáka- skinni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.