Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 70
6. september 2012 FIMMTUDAGUR54 54 popp@frettabladid.is Gríptu með þér Floridana. Morgunsafi, Heilsusafi, Appelsínusafi, Vítamínsafi og Sumarsafi frá Floridana eru 100% hreinir ávaxtasafar framleiddir úr úrvals hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur. Fáðu þér Floridana og lifðu vel. LIFÐU VEL! F ÍT O N / S ÍA Fyrirsætukeppni Elite á Íslandi er að fara af stað á ný. Keppnin er haldin í samstarfi við skrifstofu Elite úti í heimi þar sem sigurveg- ari íslensku keppninnar tekur þátt í Elite Model Look World í Sjanghæ í Kína í lok árs. Útsendarar frá Elite á Íslandi verða staddir í Smáralind á laug- ardaginn milli klukkan 11-15. Þar gefst stúlkum kostur á að taka þátt í prufum fyrir keppnina og komast á skrá hjá fyrirsætuskrifstofunni. 50 stúlkum er svo boðið að taka þátt í undanúrslitakeppni sem fer fram í höfuðstöðvum Elite á Íslandi þann 15. september. Í tilkynningu frá Elite segir að val dómnefnd- ar sé byggt á hversu myndrænir keppendur eru, náttúrulegri feg- urð, persónuleika og einnig hversu vel keppendur falla að því útliti sem verið er að leita eftir í tísku- og auglýsingaheiminum í dag. 15 stúlkur taka svo þátt í úrslita- keppninni sjálfri. Það var Magdalena Sara Leifs- dóttir sem var Elite-stúlkan í fyrra og henni gekk það vel úti í aðal- keppninni í Kína að hún kom heim með fyrirsætusamning við Elite World. Margar þekktustu fyrir- sætur í heimi eru á skrá hjá Elite og ber þar hæst Gisele Bundchen, Cindy Crawford og Stephanie Sey- mor. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um keppnina er bent á síð- una Elitemodellook.com/is. Leit hafin að nýrri Elite-fyrirsætu ELITE-STÚLKAN 2012 Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina í fyrra og fór í kjölfarið til Kína í aðalkeppnina þar sem hún landaði fyrirsætusamningi. Nýjasta kvikmynd Terrence Malick fékk vægast sagt slæm- ar móttökur við frumsýningu hennar á kvik- myndahátíð- inni í Feneyj- um um síðustu helgi. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ben Affleck, Rachel Mc- Adams, Olga Kurylenko og Javier Bardem. Myndin segir frá manni sem endurnýjar kynni sín við gamla vinkonu eftir að hjónaband hans og evrópskrar konu hans fer í vaskinn. Áhorfendur á frum- sýningu myndarinnar voru lítt hrifnir af nýjasta verki leik- stjórans og létu óánægju sína í ljós með því að baula í lok hennar. Athæfið vakti athygli en einhverjir voru þó ósammála aðferðinni. „Að baula á Terrence Malick- mynd. Það krefst sama hugrekk- is og að sparka í Gandhi,“ skrif- aði gagnrýnandinn Justin Chang á Twitter-síðu sína. Annar sagði: „Er ekki komið nóg af látum? Þið eigið að kallast fagfólk.“ Ben Affleck sagði To the Won- der líkjast Transformers í sam- anburði við Tree of Life, síðustu mynd Malicks. Baulað á sýningu BEN AFFLECK ÁR FYLLIR FRÆGASTA MÁGKONA Bretlands Pippa Middleton í dag en hún er systir Katrínar hertogaynju af Cambrigde, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Hún er þekkt partýljón í Bretlandi og á eflaust eftir að fagna tímamótunum með stæl. 29 Rihanna hefur verið harðlega gagnrýnd af PETA-samtökunum fyrir að hafa klæðst stígvélum úr snákaskinni. Rihanna sagði eitt sinn í viðtali við Ellen DeGeneres að hún hefði óbeit á loðfeldum. „Rihanna veit kannski ekki að snákar eru gjarnan negldir við trjástofna og fláðir lifandi. Að klæðast snákaskinni er ógeðfellt og illgjarnt. Þær Lady Gaga virð- ast vilja vera þekktar fyrir að líta út eins og viðundur frekar en hæfileika sína,“ stóð í yfirlýsingu frá samtökunum. Óvinsæll skófatnaður GAGNRÝND Rihanna var gagnrýnd af PETA fyrir að klæðast skóm úr snáka- skinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.