Fréttablaðið - 16.11.2012, Síða 6
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR6
VEISTU SVARIÐ?
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
22.756 kr.
Afborgun á mánuði aðeins:
Chevrolet Aveo
1.390.000 kr.
22.876 kr.
Heildarverð til þín:
Afborgun:
*
Tilboð: 1.390 þús.
Chevrolet Aveo - Bílalegubíll í ábyrgð
Auk
aga
ngu
r 60
þú
s.
virð
isau
ki
LANDSPÍTALINN FOSSVOGI Minningarat-
höfn verður við bráðamóttökuna.
UMFERÐARMÁL Alþjóðlegur dagur
fórnarlamba umferðarslysa er á
sunnudaginn. Þá verður minn-
ingarathöfn við bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi. Fórnar-
lamba umferðarslysa verður
minnst og þær starfsstéttir sem
koma að björgun og aðhlynningu
verða heiðraðar. Forseti Íslands
og ráðherrar verða viðstaddir.
Athöfnin hefst klukkan 11.00
og klukkan 11.15 verður einnar
mínútu þögn til minningar um
fórnarlömbin. - gar
Fórnarlömb umferðarslysa:
Mínútu þögn á
sunnudaginn
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest ákvörðun Héraðsdóms
Vesturlands þess efnis að maður
frá Palestínu skuli sæta farbanni
þangað til réttað verður að nýju í
nauðgunarmáli á hendur honum
og dómur fellur.
Héraðsdómur dæmdi manninn
í sumar í tveggja ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn tveimur
stúlkum en Hæstiréttur ómerkti
dóminn þar sem mikilvæg máls-
skjöl hefðu ekki verið þýdd á
móðurmál sakborningsins.
Manninum, sem er frá Palest-
ínu en án ríkisfangs, verður því
óheimilt að yfirgefa landið þar til
dómur fellur, en þó ekki lengur
en til 21. desember. - sh
Bíður annarra réttarhalda:
Í farbann vegna
kynferðisbrots
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME)
fann engin dæmi þess að inn-
herjaviðskipti hefðu átt sér stað í
lokuðu útboði á hlutabréfum Eim-
skips sem fram fór í lok síðasta
mánaðar.
FME tók útboðið til rannsóknar
eftir að ábendingar bárust því um
að fjárfestar hefðu mögulega ekki
setið allir við sama borð.
Þannig voru forsvarsmenn
margra lífeyrissjóða og ann-
arra fagfjárfesta óánægðir með
að hluti bjóðenda í útboðinu
hefði fengið að skila inn tilboð-
um með fyrirvörum án þess að
skrán ingar lýsing hafi gert ráð
fyrir slíku.
Þá hefur því verið haldið fram
að einstakir bjóðendur hafi haft
spurnir af því að umdeildir kaup-
réttir stjórnenda Eimskips yrðu
felldir niður meðan á útboðinu
stóð en ákvörðun um niðurfell-
ingu kaupréttanna var ekki gerð
opinber fyrr en að því loknu.
Í tilkynningu frá FME segir
að það hafi gert athugun á fram-
kvæmd útboðsins og aflað gagna
hjá umsjónaraðilum þess, Straumi
fjárfestingarbanka og Íslands-
banka, og fleiri aðilum. Ekki
fundust hins vegar dæmi þess
að viðskipti hefðu farið fram á
grundvelli innherjaupplýsinga.
- mþl
Athugun FME á lokuðu útboði á hlutbréfum Eimskips leiddi ekkert vafasamt í ljós:
Engin innherjakaup í útboði Eimskips
Í SUNDAHÖFN FME bárust kvartanir vegna lokaðs útboðs á hlutabréfum í Eimskip og
tók útboðið í kjölfarið til rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1. Hversu margir titlar eru skráðir í
Bókatíðindi í ár?
2. Hvar fundaði Össur Skarp-
héðinsson með fulltrúa Palestínu-
manna fyrr í vikunni?
3. Hvað heitir framkvæmdastjóri
Hjúkrunarheimilisins Eirar?
SVÖR
1. 842 titlar 2. Í Genf 3. Sigurður Rúnar
Sigurjónsson
ALÞINGI Stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd afgreiddi frumvarp um
breytta stjórnarskrá í gær. Málið
verður tekið til umræðu á þriðjudag.
Meirihlutinn leggur nú drög að
því að senda frumvarpið til Feneyja-
nefndarinnar, þar sem það verði
metið heildstætt. „Ég er að leggja
drög að því í smáatriðum. Ég veit
að þeir geta tekið við þessu, en smá-
atriðin eru ekki alveg ljós. Þeir geta
tekið við þessu
og gert þetta
innan þeirra
tímamarka sem
við þurfum,“
segir Val gerður
Bjarnadóttir,
formaður stjórn-
skipunar- og
eftir litsnefndar.
Ólöf Nordal,
fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks-
ins í nefndinni,
segir óeðlilegt
að málið fari
í umræður á
Alþingi áður en
heildstætt mat
hafi farið fram
á áhrifum breyt-
inga á stjórnar-
skrá. Sérfræð-
ingahópur hafi
bent á að slíkt
mat vantaði.
„Hér er um að ræða frumvarp
sem kemur annars staðar frá og
mér finnst eðlilegt að meiri hlutinn
láti þetta mat fara fram áður en
hann leggur frumvarpið fram.“
Ólöf segir mikla vinnu eftir við
málið, einnig eigi eftir að fara yfir
þær athugasemdir sem aðrir sér-
fræðingar hafa gert.
„Við verðum bara að vinna þetta
mál. Menn verða bara að gefa sér
tíma í það og við munum auðvitað
kalla eftir því að það verði gert og
þá inni í nefndinni,“ segir Ólöf.
Valgerður er enn sannfærð um að
unnt sé að ljúka málinu fyrir vorið,
þó mikil vinna sé eftir.
„Við þurfum að fá málið aftur
inn í nefndina þannig að við getum
hafist handa við að senda þetta inn
í ráðuneytin hér til að athuga hvort
þurfi einhver bráðabirgðaákvæði,
svo eitthvað sé nefnt. Þá vinnu þarf
að vinna og svo er hægt að hefja þá
efnislegu umræðu sem menn hafa
beðið eftir um leið og málið kemur
aftur fyrir nefndina,“ segir Val-
gerður.
„Þú getur líka verið með heild-
stætt mat og það getur tekið fimm
ár og þá gerist aldrei neitt, af því að
þú ert alltaf að meta eitthvað. Það
virðist nú vera það sem íhaldsmenn-
irnir, hvar í flokki sem þeir standa,
eru í núna.“ kolbeinn@frettabladid.is
Stjórnarskrártillaga verður
rædd á Alþingi á þriðjudag
Frumvarp um breytingar á stjórnarskrá var afgreidd úr nefnd í gær og verður til umræðu á þriðjudag.
Stefnt að því að breytingar náist fyrir þinglok. Stjórnarandstaðan vill mat á áhrifum fyrir umræðurnar.
Feneyjanefndin er ráðgefandi aðili
fyrir Evrópuráðið í stjórnarskrár-
málum, en hún var sett á fót árið
1990. Feneyjanefndin hefur komið
að þróun stjórnskipunar í Evrópu
og aðlögun stjórnskipunar ESB að
evrópskum stjórnskipunum.
Feneyjanefndin
SÉRFRÆÐINGAHÓPURINN Páll Þórhallsson kynnti í síðustu viku skýrslu sérfræðingahóps sem yfirfór lagatæknileg atriði stjórnar-
skrárdraga. Hópurinn benti á að heildstætt mat á áhrifum breytinganna skorti. Feneyjanefndinni er ætlað að vinna það.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
ÓLÖF NORDAL