Fréttablaðið - 16.11.2012, Side 48
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
Málarinn eftir Ólaf Gunn-
arsson er mikil örlagasaga
eins og búast má við frá
hans hendi. Söguefnið rifjar
upp smásöguna Kjarvals-
málverkið í Meistaraverk-
inu, smásagnasafni Ólafs
frá í fyrra. Varð sú saga
kveikjan að skáldsögunni?
Ekki beint. Sumarið 2004 gerði
ég fyrstu tilraunina til að skrifa
þessa bók. Sagan í Meistaraverk-
inu varð til úr þeirri tilraun. Á
þeim tíma komst ég ekki lengra
með hana. Ég byrja oft á skáld-
verkum en kemst svo að því að
þau lifa ekki. Eins og Norman
Mailer sagði einhvern tíma: „Á
köldum morgni er dálítið ónota-
legt að komast að því að maður er
kominn 150 síður í öfuga átt inn í
skáldsögu.“ Þannig að þarna 2004
hætti ég að skrifa þessa sögu og
skrifaði Höfuðlausn sem er mjög
persónulegt verk.“
Kom fullsköpuð
Þessi hefur samt greinilega ekki
látið þig í friði. „Nei, hún var að
malla í undirmeðvitundinni. Svo
kom hún mjög snögglega og full-
sköpuð upp í meðvitundina. Ég
gat bara gert eins og Dickens;
nóterað niður út á hvað hún gekk
og nokkurn veginn fylgt því, án
þess þó að missa niður spennuna
fyrir því hvað væri að fara að
gerast, það var ekkert niður-
njörvað.“
Hvernig vinnurðu, sérðu sög-
una fyrir þér eins og bíómynd?
„Nei, það er frekar eins og innri
rödd sem stjórnar henni og trixið
er að hafa ekki hemil á röddinni.
Það gengur til dæmis ekki fyrir
mig að stíla söguna málsgrein
eftir málsgrein á meðan hún er
að verða til, þá frýs allt. Ég verð
einfaldlega bara að leyfa henni að
flæða. Stíllinn kemur með sögu-
efninu en ekki öfugt.“
Interessant klofningur
Söguhetjan Davíð er mjög upp-
tekinn af því að verða meðtek-
inn af listaelítunni, skiptir það
listamenn svona miklu máli? „Ég
hugsaði þessa sögu nú ekki út frá
því þema, en maður hefur svo
sem oft orðið vitni að því að fólk
gerir eitthvað, bæði innan lista-
heimsins og víðari veraldar, og
verður síðan reitt yfir því að því
sé ekki tekið á réttum forsendum.
Klassískt dæmi er reiði reyfara-
höfunda yfir því að höfundar í
öðrum sjangra séu metnir hærra
en þeir. Engu að síður hafa þeir
valið sjálfir að skrifa í þessum
sjangra. Þetta finnst mér inter-
essant klofningur.“
En skiptir það máli í sögunni
að Davíð er listamaður? „Þegar
þessi saga kom aftur til mín var
hann reyndar bakari. Hann var
bakari í heilt ár, en svo kom það
til mín að auðvitað átti hann að
vera málverkafalsari. Málari
sem falsar málverk og missir um
leið æruna fullkomlega gagnvart
sjálfum sér. Þegar sú uppgötvun
var komin gat ég skrifað bókina.
Það var mómentið. Eftir það þaut
sagan áfram eins og járnbrautar-
lest.“
Plönum ekki synd
Kolbrún Bergþórsdóttir sagði í
Kiljunni að þú værir svo vond-
ur við sögupersónurnar þínar,
hvað finnst þér um að? „Kannski
ég sé bara maður sem er yfir-
leitt vondur við eigin persónur
en ef fólki líkar það ekki er nóg
af höfundum sem eru góðir við
sínar persónur. Vissulega gerast
hræðilegir hlutir í þessari sögu
en ekki þó svo slæmir að það hafi
ekki margt verra gerst í veröld-
inni. Vandamálið við að skrifa hér
á Íslandi er hvað „bærinn“ er lít-
ill, það þykjast allir þekkja sögu-
efnið. En ég held að rithöfundur
geti aldrei skrifað um annað en
það sem fasínerar hann, annars
einfaldlega deyr textinn í hönd-
unum á honum. Ég hef alltaf
heillast af því hvernig tilviljan-
irnar í lífinu marka þá stefnu sem
það tekur. Ég held að óhappafólk
sé ekkert öðruvísi en annað fólk
nema fyrir það eitt að hafa lent
í óhappi sem skilgreinir það og
þá er engin leið til baka. Það sem
við innan gæsalappa mundum
kalla synd er ekki eitthvað sem
við plönum. Það er bara eitthvað
sem gerist og þú sérð ekki fyrr en
eftir á. Fólk leggur af stað fullt
bjartsýni og heldur að veröldin
bíði þess galopin, en líf flestra er
alveg skelfileg vonbrigði. Ég er
ekki þar með að segja að það sé
ekki þess virði að lifa því en það
verður ekkert horft fram hjá því
að tilveran er erfið.“
Skrifuð eins og kvikmynd
Þú hefur oft verið talinn trúarleg-
astur íslenskra skálda, að bækur
þínar fjalli til dæmis mikið um
synd og refsingu. Er það þema ein
grunnhugmyndin að þessari bók?
„Það held ég ekki. Í stuttu máli
má segja að grunnhugmyndin
að þessari bók sé að við göngum
svo oft milli bols og höfuðs á því
sem síst skyldi í lífi okkar. Ég veit
reyndar ekki hvort þessi syndar-
hugsun er nokkuð trúarleg. Þetta
þema kemur fram strax í ása-
trúnni.
Þetta verk er hins vegar allt
öðruvísi skrifað en aðrar bækur
mínar, dálítið eins og kvikmynd.
Þetta er líka fyrsta langa skáld-
sagan mín sem er bara sögð frá
einu sjónarhorni.
Aksjónin í henni er útpæld og
konstrúeruð þannig að hún byrjar
sem raunsæisskáldsaga en er
það samt ekki heldur nokkurs
konar hyper-realismi og hraðinn
eykst skref af skrefi. Ég er einna
ánægðastur með það. Nú er bara
spurningin hvað ég ætti að gera
næst.“ fridrikab@frettabladid.is
LÍF FLESTRA ER ALVEG
SKELFILEG VONBRIGÐI
ÖÐRUVÍSI SKRIFUÐ Ólafur segir Málarann einu skáldsögu sína sem einungis sé sögð
frá einu sjónarhorni og að það hafi verið skemmtileg nýbreytni að glíma við það
form. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kannski ég sé bara
maður sem er yfirleitt
vondur við eigin persónur.
Ragnheiður Skúladóttir verður
leikhússtjóri Leikfélags Akur-
eyrar, LA, frá og með næstu ára-
mótum. Ragnheiður hefur gegnt
hlutverki listræns stjórnanda leik-
félagsins. „Ég hóf störf í vor og
hef verið í hálfu starfi, nú verð ég
leikhússtjóri í fullu starfi,“ segir
Ragnheiður sem hlakkar til að fá
tækifæri til að vinna áfram með
þau mál sem hún hefur hug á.
„Ég ætla að halda áfram því
metnaðarfulla leikhússtarfi sem
ég er byrjuð á. Ég hef viljað leggja
áherslu á leiðandi hlutverk leik-
félagsins utan höfuðborgarsvæð-
isins, ég vil að við séum miðstöð
fyrir atvinnu og áhugaleikhópa á
svæðinu. Svo hef ég lagt áherslu
á vinnustofur sem ganga út á að
við fáum til okkar málsmetandi
listamenn til að vinna að sínum
hugðar efnum. Við viljum með
öðrum orðum að leikhúsið sé sam-
komuhús sem flestir eiga erindi í.“
Tilkynnt var um ráðningu Ragn-
heiðar í gær og kom þá fram að
stjórn LA teldi Ragnheiði réttu
manneskjuna til að leiða endur-
reisn Leikfélags Akureyrar á
erfiðum tímum. Ragnheiður var
ráðinn til tveggja ára en í lögum
félagsins segir að leikhússtjóri
skuli ráðinn að undangenginni aug-
lýsingu til þriggja ára. Afráðið var
að fara þá leið að ráða Ragnheiði
án auglýsingar og til tveggja ára í
ljósi þeirra aðstæðna að mögulegt
er að starfsemi LA breytist á næst-
unni vegna aukins samstarf menn-
ingarstofnana á Akureyri.
Ragnheiður ráðin
leikhússtjóri LA
RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR
LEIÐSÖGN Í HAFNARBORG Boðið verður upp á leiðsögn klukkan 12 í dag um sýningu Þórunnar
Elísabetar Sveinsdóttur, Lauslega farið með staðreyndir – sumt neglt og annað saumað fast, og sýningu Þuríðar
Rósar Sigurþórsdóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis.