Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR M ér fannst peysan svo stórkost-lega falleg að ég gat ekki annað en keypt hana,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir þegar við forvitnumst um nýj-ustu fatakaupin. Hún segir fólk oft verða hissa á að hún skuli kaupa prjónaföt þar sem hún lifi og hrærist í prjónaskap sem framkvæmdastjóri Knitting Iceland.„Fólk heldur að ég prjóni allt sjálf,“ segir hún hlæjandi. „En ég hef ekki tíma til að prjóna mikið á sjálfa mig og kaupi oft prjónaðar flíkur, bæði vél- og hand-prjónaðar, sem ég fell fyrir,“ segir hún. Peysan er frá franska merkinu Antik Batik og keypt í Amsterdam. Hún er vél-prjónuð úr ull og akrýl og unnin á sér-stakan hátt. „Neðst á peysunni er rosalega fallegur bekkur sem er prjónaður þvert á allt annað. Bekkurinn er í mörgum litum og prjónaður á röngunni, sem er sérstakt. Ég nota peysuna sem yfirhöfn og oft nota ég leðurvesti yfir hana frá E-label. Skórnir eru líka í miklu uppáhaldi en þeir eru ASH-mótorhjólastígvél sem ég keypti líka í Amsterdam. Mér finnst til dæmis mjög gaman að vera í dömulegum kjól en svo í grófum mótorhjólastígvélum við,“ segir Ragnheiður, en hún þræddi búðirnar í Amsterdam á dögunum þegar hún vann að hönnunarverkefni ásamt prjónahönn- uðinum Stephen West. „Stephen býr í Amsterdam en hann er amerísk prjónarokkstjarna og er einn frægasti hönnuðurinn í handprjóna-heiminum í dag. Við höfum unnið mikið saman og erum að vinna að prjóna- kolleksjóni sem kemur út á bók í vor. Við kennum prjónanámskeið í sameininguog á þessu ári bíð Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga KRÓKABUXURNAR SÍVINSÆLUnýkomnar af tur !Stærðir : S,M,L ,XL ,2 X verð kr. 5.990, Höfuðljós Öflugt höfuðljós fyrir útivistarfólk Verð: 14.450 kr. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is GÓÐ KAUPNú eru útsölurnar hafnar af fullum krafti. Vetrar- útsölur eru yfirleitt frábærar, enda henta fötin vel hér á landi. Hægt er að gera góð kaup í verslunum en einnig á netinu. Oft er umtalsverð lækkun á fatnaði og flesta munar um þær krónur. PRJÓNAR EKKI ALLT SJÁLFNÝJUSTU KAUPIN Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, féll fyrir vélprjónaðri peysu á búðarölti í Amsterdam á dögunum. GÓÐ YFIRHÖFN Ragnheiður Eiríks-dóttir notar nýju peysuna sem yfirhöfn og gróf stígvél við. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 16 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 3. janúar 2013 2. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Ögmundur Jónasson skrifar um nýju barnalögin sem tóku gildi nú í ársbyrjun. 17 SPORT Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði yfir hundrað landsliðsmörk í sjö- unda skipti á nýliðnu ári. 34 og flott útsala Fjörug Opið til 21 í kvö ld E N N E M M / S ÍA / N M 4 9 8 7 9 ÚTSALA HEFST Í DAG OPIÐ TIL Í KVÖLD Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 STÚTFULLUR AF TILBOÐUM Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG NÝR 4BLS BÆKLINGUR MENNING Friðrik Jónsson er húð- flúraðasti maður Eskifjarðar og hefur ekki tölu á tattúunum. 38 BÍÓ Bandaríski kvikmyndafram- leiðandinn DreamWorks er vænt- anlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Sam- kvæmt heimild- um blaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða í Reykjavík og nágrenni. Ekki hefur verið ráðið í hlut- verk þingkonunnar Birgittu Jóns- dóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunveru- legt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood- mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf. - fb / sjá síðu 38 DreamWorks í Reykjavík: Kvikmynd um WikiLeaks tekin upp hér BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Bolungarvík 1° SV 2 Akureyri 1° SV 6 Egilsstaðir 3° SV 7 Kirkjubæjarkl. 3° SSV 4 Reykjavík 3° SSA 6 Lítilsháttar úrkoma og fremur hægur vindur fram eftir degi en vaxandi vindur með rigningu síðdegis og í kvöld. 4 VIÐSKIPTI Alls 15 milljarðar af skuldum Höfðatorgs ehf., eignar- haldsfélagsins sem á og rekur turn- inn við Höfðatorg, voru afskrifaðar við endurskipulagningu félagsins. Fyrrum eigandi félagsins á samt sem áður enn 27,5 prósenta hlut í því. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2011 sem nýverið var skilað til ársreikninga- skráar. Aðilar að nauðasamningi Höfða- torgs hafa ekki viljað gefa upp umfang skuldaniðurfellingarinn- ar sem nú er orðið opinbert. Vegna hennar var bókfærður hagnaður félagsins 11,5 milljarðar króna á árinu 2011. Eigið fé þess í lok árs 2011 var því jákvætt um 1,8 millj- arða en hafði verið neikvætt um 10,6 milljarða fyrir endurskipulagningu. - þsj / sjá síðu 12 Fyrrum eigandi félagsins hélt eftir 27,5% hlut við endurskipulagningu: 15 milljarða afskriftir Höfðatorgs 11,2 milljarðar er bókfært virði turnsins við Höfðatorg. HEILBRIGÐISMÁL Hlutfall of þungra eða of feitra íslenskra barna hefur ýmist staðið í stað eða lækkað síðustu níu til tíu ár. Aftur á móti jókst hlutfall barna yfir kjörþyngd áratugina á undan. Þetta eru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna er varða þyngd barna hér á landi. Önnur snýr að líkamsþyngdarstuðli íslenskra barna sem eru yfir kjörþyngd og hvernig skólahjúkrunarfræð- ingar sinna þeim. Hin snýr að tengslum mataræðis á fyrsta ald- ursári við líkamsþyngd barnanna þegar þau verða sex ára. Samkvæmt þeirri fyrrnefndu reyndust um 22,5 prósent barna af báðum kynjum vera yfir kjör- þyngd árið 2008. Fjöldinn hafði haldist stöðugur undanfarin níu ár þar á undan, þó tíðni of feitra barna hafi sveiflast nokkuð, er fram kemur í inngangi að kynn- ingu rannsóknarinnar. Þá höfðu rúmlega 60 prósent skólahjúkr- unarfræðinga beitt sér vegna ofþyngdar barna, annaðhvort með viðtölum við börnin sjálf eða samtali við foreldra þeirra. Gagna var aflað úr rafræn- um gagnagrunni heilsuverndar skólabarna á höfuðborgarsvæð- inu skólaárin 2003 og 2004 til 2011 og 2012. Einnig var sendur út spurningalisti til skólahjúkr- unarfræðinga. Í hinni rannsókninni er sýnt fram á hugsanleg tengsl á milli prótínneyslu ungabarna og þyngdar þeirra á sjötta aldurs- ári. Eins og áður sagði hefur of þungum sex ára börnum fækk- að síðustu tíu ár, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinn- ar bendir það til þess að lægri prótín neysla, vegna minni neyslu á venjulegri kúamjólk, gæti að hluta til skýrt þann mun. Niðurstöður rannsóknanna tveggja, sem og fjölda annarra, verða kynntar á stórri ráðstefnu í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í dag og á morg- un. - sv Of feitum börnum fækkar Hlutfall sex ára barna yfir kjörþyngd er lægra nú en fyrir tíu árum. Offita barna almennt hefur ekki aukist. Meirihluti skólahjúkrunarfræðinga beitir sér þegar börn eru yfir kjörþyngd, samkvæmt nýrri rannsókn. Íslendingar borða hollari mat nú en fyrir tíu árum. Samkvæmt nýjustu rannsókn eftirlitsaðila (Matvælastofnunar, Lýðheilsustöðvar og Landlæknis árin 2010 og 2011) um mataræði landans virðist neysla á harðri fitu og viðbættum sykri hafa minnkað, meira er borðað af grænmeti, ávöxtum og grófu brauði og fleiri taka lýsi. Þar er verið að bera saman við niðurstöður frá árinu 2002. Prótínneysla Íslendinga er meiri en meðal nágrannaþjóða, en á sama tíma hefur mjólkurneysla minnkað snarlega, eins og kom fram í annarri rannsóknanna sem fjallað er um hér. Íslendingar borða hollari mat NÝÁRSSÍLDIN SNÆDD Hópur súlna, háhyrninga og hnúfubaka skemmti sér vel í Klaufinni, norður af Stórhöfða í Vest- mannaeyjum, í gær. Nóg virtist vera af síld í sænum en dýrin hópast gjarnan á þessum slóðum til að gæða sér á torfunum. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Rétt slapp úr stígvéli Móðir tveggja ára stúlku tókst naum- lega að losa dóttur sína úr stígvéli sem fest hafði í rúllustiga. 2 Sjávarútvegskaflinn strand Samn- ingaviðræður milli Íslands og ESB um sjávarútvegsmál komast ekki á næsta stig fyrr en aðildarríki ESB ljúka rýni- vinnu. 4 242 fengu ríkisborgararétt Alls hafa 242 frá 60 löndum fengið íslenskan ríkisborgararétt á þessu kjörtímabili. 6 Frestuðu vandanum Banda- ríkjaþing samþykkti á síðustu stundu málamiðlunarfrumvarp þar sem skattar á auðkýfinga eru meðal annars hækkaðir. 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.