Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 2
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Saga, ertu drengur góður?
„Já, en stundum þarf ég að sitja á
strák mínum.“
Leikkonan Saga Garðarsdóttir hefur leikið
mörg drengjahlutverk það sem af er ferl-
inum. Hún leikur meðal annars aðalsmann-
inn Lenoff og tré í Macbeth í Þjóðleikhúsinu.
HJÁLPARSTARF Milljónir Evrópubúa, sem bjuggu við
velmegun fyrir ekki svo löngu, eiga nú í erfiðleik-
um með að afla sér matar. Það er mat Alþjóða Rauða
krossins að Evrópa þurfi þess vegna að búa sig undir
uppreisnir, eins og þær sem skekið hafa Norður-Afr-
íku.
Framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins, Yves
Daccord, segir í viðtali við Politiken að í mörgum
Evrópulöndum verði samtökin nú að beina sjónum
sínum í meira mæli að fátækum í eigin landi, heldur
en að hjálparstarfi utan Evrópu.
Dæmi um raunverulega kreppu er yfirvofandi
gjaldþrot Rauða krossins í Grikklandi. Á Spáni var
öllu söfnunarfé í fyrra varið til að hjálpa íbúum lands-
ins. Samkvæmt frétt Politiken leituðu um tvær millj-
ónir aðstoðar hjá Rauða krossinum á Spáni, af þeim
eru 300 þúsund sögð sárafátæk.
Svenska Dagbladet hefur það eftir framkvæmda-
stjóra Rauða krossins í Svíþjóð, Ulriku Årehed Kåg-
ström, að 12 Rauða kross-samtök innan Evrópusam-
bandsins séu með matarúthlutanir í sínum löndum.
Nýjar tölur frá Evrópusambandinu sýni að næst-
um 120 milljónir íbúa í aðildarríkjum þess lifa undir
fátæktarmörkum. Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins lítur ástandið svo alvarlegum augum að hún
hefur lagt til að jafngildi um 400 milljarða íslenskra
króna verði settir í nýjan sjóð til hjálpar þeim sem
verst eru staddir. - ibs
Viðvörun frá Alþjóða Rauða krossinum vegna fátæktar Evrópubúa:
Telja að uppreisna sé að vænta í Evrópu
MÓTMÆLI Í GRIKKLANDI Gjaldþrot
vofir yfir Rauða krossinum þar í landi.
NORDICPHOTOS/AFP
SLYS „Ég heyrði nuddhljóð í gúmmíi
og fór þá að toga í hana, en áttaði mig
þá á því að hún var pikkföst. Trappan
hafði læst sig í stígvélið hennar sem
festist meira eftir því sem við komum
neðar. Ég náði að kippa henni úr á
endanum en þá hélt stígvélið áfram og
rifnaði í sundur.“
Þetta segir Aðalheiður Jensen,
móðir hinnar rúmlega tveggja
ára gömlu Anítu Glóar, um heldur
óskemmtilegt atvik sem átti sér stað
í rúllustiganum í verslunarmiðstöð-
inni Firði í Hafnarfirði skömmu fyrir
jól. „Ég brást við eins og sönn móðir
og fór að öskra. Hún varð ekkert vör
við þetta sjálf fyrr en ég fór að tosa í
hana.“
Mæðgurnar voru á leið niður rúllu-
stigann í Firði þegar stígvél Anítu
festist í stiganum. Móðir hennar náði
naumlega að koma stúlkunni úr stíg-
vélinu, en það hélt áfram með stig-
anum eins og áður sagði og rifnaði í
sundur. Því var mikil mildi að ekki
fór verr.
„Henni brá mjög mikið og var
óhuggandi alveg þar til hún sofnaði,“
segir Aðalheiður. „Ég hélt líka að hún
væri í molum því ég togaði svo fast í
hana, svo ég fór með hana á heilsu-
gæslustöðina. Það er allt í lagi með
beinin en hún haltrar enn þá og er
með ör á kálfanum eftir rúllustigann.“
Hún hefur ekki farið með Anítu
litlu í rúllustiga eftir atvikið. „Það
verður haldið á henni hér eftir.“
Þetta er í annað sinn á nokkrum
árum sem svona slys gerist í rúllu-
stiganum í Firði, að sögn Alberts Más
Steingrímssonar framkvæmdastjóra.
Fyrra skiptið var um að ræða barn í
fylgd með afa sínum og var það einnig
í stígvéli.
„Það er í raun ekki hægt að gera
neinar breytingar á stiganum,“ segir
Albert. „Það er gul lína aftast sem
maður á að standa fyrir framan og
það verður bara að reyna að fara eftir
því.“
Stiginn var tekinn út af Vinnueftir-
litinu í nóvember eða desember síð-
astliðnum og var í hundrað prósent
lagi, að sögn Alberts. Hann bendir
á að gúmmístígvél séu þó sérstak-
lega slæm hvað þetta varðar, þar sem
gúmmíið getur verið verulega stamt
og því fest í stiganum.
„Þetta er eitt af þessum slysum sem
gerast og því miður ekkert hægt að
lagfæra nema passa sig betur,“ segir
hann. sunna@frettabladid.is
Rétt slapp úr stígvéli
áður en stiginn át það
Móður tveggja ára stúlku tókst naumlega að losa dóttur sína úr stígvéli sem fest
hafði í rúllustiga. Telpan hlaut minniháttar skrámur en haltrar eftir slysið. Vinnu-
eftirlitið vottaði rúllustigann í nóvember, segir framkvæmdastjóri Fjarðar.
ENN ÞÁ MEIDD EFTIR STIG-
ANN Aníta Gló haltrar enn
eftir að hafa fest stígvélið sitt
í rúllustiga rétt fyrir jól. Móðir
hennar náði naumlega að
koma henni úr stígvélinu áður
en það gjöreyðilagðist.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ég brást við eins
og sönn móðir og fór
að öskra.
Aðalheiður Jensen
Herdís Storgaard, forstöðu-
maður Forvarnarhússins,
segir slys af þessu tagi algeng.
Sambærileg atvik hér á landi
séu orðin á þriðja tug á rúmum
tuttugu árum.
„Þess ber að geta að ekki eru
gular línur í öllum stigum en
slíkt getur valdið misskilningi.
Einnig eru aðvörunarmerkingar
mjög misjafnar og stundum lítt
áberandi.“
Þá bendir hún á að nauð-
synlegt sé að neyðarhnappar í
rúllustigum séu vel sýnilegir svo
hægt sé að stoppa tröppurnar
ef eitthvað kemur fyrir.
Á þriðja tug rúllu stiga slysa á 20 árum
ALGENG SLYS Forstöðumaður Forvarnarhúss
segir slys af þessu tagi töluvert algeng.
Grínisti til rannsóknar
1 EGYPTALAND Egypski sjónvarpsgrínistinn Bassem Youssef sætir nú rann-sókn vegna gruns um að hann hafi gert lítið úr Mohammed Morsi forseta
í þætti sínum. Þá hafa stjórnvöld kært útbreitt dagblað fyrir að breiða út
ósannar fréttir. Óháðir blaðamenn í Egyptalandi og fjölmiðlar stjórnarandstöð-
unnar hafa æ meiri áhyggjur af því að stjórn Egyptalands muni á næstunni
beita ritskoðun óspart gegn gagnrýnendum.
Chavez ekki í dái
2 VENESÚELA Hugo Chavez, forseti Venesúela, kom aftur til landsins í gær eftir erfiða aðgerð sem hann gekkst undir á Kúbu fyrir þremur vikum
vegna krabbameins. Nicolas Marduro varaforseti segir ekki rétt að Chavez sé
í dái, eins og orðrómur hefur verið um. Hins vegar sé ástand hans viðkvæmt.
Óvíst er hvort Chavez hefur heilsu til að gegna forsetaembættinu áfram.
Myndasaga um Múhameð
3 FRAKKLAND Franska skoptímaritið Charlie Hebdo hefur gefið út mynda-sögu um ævi Múhameðs spámanns. Charb, ritstjóri tímaritsins, býr sig
jafnframt undir heiftúðug viðbrögð frá strangtrúuðum múslímum, sem telja
það guðlast að birta myndir af spámanninum, hvað þá skopmyndir. Tímaritið
hefur áður birt skopmyndir af Múhameð og fengið yfir sig gusu svívirðinga og
hótana fyrir vikið.
HEIMURINN
2
1
3
SPURNING DAGSINS