Fréttablaðið - 03.01.2013, Side 4

Fréttablaðið - 03.01.2013, Side 4
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ALMANNAVARNIR Snjóflóðavakt Veðurstofunnar ákvað í gærkvöldi að rýma reit 9 á Ísafirði og bæina Veðrará og Fremri-Breiðadal í Önundarfirði. Þá ákváðu Almannavarnir í Skagafirði, í samráði við snjó- flóðavakt Veðurstofunnar, að loka svæðinu norðan göngubrúar í Kvosinni á Hofsósi vegna snjó- flóðahættu. Miklar snjóhengjur eru í bökkunum ofan við svæðið og talin hætta á að þær falli fram. „Víða á landinu eru hlýindi og rigning og rétt að fólk fylgist með niðurföllum við hús sín vegna hættu á að snjór og klaki stífli þau með tilheyrandi hættu á vatns- tjóni,“ segir í tilkynningu. Hætta vegna snjóflóða: Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og Hofsósi STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmála- flokkur landsins með 36,3% fylgi ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Fylgi flokksins breytist lítið milli kannana. Vinsældir ríkisstjórnarflokk- anna minnka hins vegar; Sam- fylkingin mælist með 19,1% fylgi og Vinstri græn með 9,1%. Hafa Vinstri græn ekki mælst með minna fylgi frá september 2003. Framsókn mælist með 13,1% fylgi sem er svipað og í síðustu könnun. Hins vegar eykst fylgi Bjartrar framtíðar verulega og mælist 12,3% sem myndi duga fyrir níu þingmönnum. Dögun, Hægri grænir, Píratar og Samstaða mælast með fylgi á bilinu 1,3 til 3,0% og kæmu ekki mönnum á þing. - mþl VG ekki minni síðan 2003: Fylgi Bjartrar framtíðar eykst 231,663 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,27 127,87 207,49 208,49 168,53 169,47 22,588 22,72 23,004 23,14 19,71 19,826 1,4613 1,4699 195,92 197,0 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 2.1.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is N NNNNNN T O N T O NN O N T O NNN T O N T O NNNNNN T O N T O NNN F ÍT O N ÍT O N O N T O N O NNN O N T O NN O N O N O N T O N OO N ÍT OOOO Í OOOOOO T O T OOO T OO T O T OO T O ÍTT O ÍT OO F Í F ÍTÍTÍTÍT F ÍT F ÍTT F ÍTTTÍTTÍTÍÍÍ FFF S ÍA S ÍA A A S ÍA S ÍA AÍA ÍA S ÍA S ÍA S ÍA S ÍAÍAÍAÍAÍAÍA S ÍA / S ÍAÍA / S ÍA / S ÍAA S ÍAAÍA S ÍA S ÍAÍA SS SS/ SSSS / SSSSSSSSSSSSSSSSSS / / / ///// 0 4 3 2 0 4 3 2 3 2 0 4 3 2 0 4 3 2 F I0 4 3 2 4 3 2 4 3 2 F I0 4 3 2 F I0 4 3 2 0 4 3 2 0 4 3 2 F I0 4 3 22 3 2 0 4 3 2222222 3 2 4 3 2222 0 4 3 2 0 4 3 2 4 3 2 3 2 3 222222222 0 3333 0 4 3333 0 4 333 0 4 3 0 4 33333 0 4 3333333333333333333333333333333 4 3 44444444444444444 0 4444 0 444 F I0 F I000000000000 F 5 9 5 9 5 9 5 99 5 99 5 9 5 9 5 99 5 9 5 9 5 99 5 99 5 999 5 99 5 9 5 9 555555555555 568 8000 | borgarleikhus.is Rómantískur gamanleikur í leikstjórn Sigga Sigurjóns og Bjarna Hauks SÝRLAND, AP Átökin í Sýrlandi hafa kostað meira en 60 þúsund manns lífið, samkvæmt nýju mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta er hærri tala en samtök sýrlenskra stjórnar- andstæðinga eru með, en þau segja átökin hafa kostað meira en 45 þúsund manns lífið. Vegna þess hve takmarkaðar og óáreið- anlegar upplýsingar hafa borist af átökun- um er vel hugsanlegt að mannfallið sé enn meira. „Fjöldi látinna er miklu hærri en við bjuggumst við, og það er sannarlega áfall,“ sagði Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sam- einuðu þjóðanna, sem lét gera rannsóknina. Átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna hófust fyrir nærri tveimur árum með frið- samlegum mótmælum stjórnarandstæðinga sem stjórnarherinn svaraði af fullri hörku. Í gær létust tugir manna þegar árás var gerð á bensínstöð skammt frá höfuðborginni Damaskus. Mikill eldur braust út í kjölfar árásarinnar, og virtist þetta ætla að verða ein mannskæðasta árásin frá upphafi átak- anna. - gb Sameinuðu þjóðirnar leggja mat á það hversu margir hafa fallið í átökunum í Sýrlandi: Meira en sextíu þúsund manns eru látnir ÁRÁS Á BENSÍNSTÖÐ Árásin í gær virtist ætla að verða ein sú mannskæðasta frá upphafi átakanna. NORDICPHOTOS/AFP Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingsvindur sums staðar, bætir í úrkomu síðdegis. LÆGÐAGANGUR verður yfir landinu næstu daga með tilheyrandi úrkomu og vindi. Úrkoman verður aðallega í formi rigningar enda hitastigið yfir frostmarki. Má því búast við asahláku og hálku. 1° 2 m/s 3° 6 m/s 3° 6 m/s 6° 7 m/s Á morgun Strekkingsvindur eða hvassviðri. Gildistími korta er um hádegi 4° 3° 4° 1° 1° Alicante Aþena Basel 14° 15° 3° Berlín Billund Frankfurt 9° 8° 10° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 7° 7° 7° Las Palmas London Mallorca 20° 13° 14° New York Orlando Ósló 1° 22° 3° París San Francisco Stokkhólmur 13° 13° 1° 3° 4 m/s 4° 9 m/s 3° 7 m/s 3° 8 m/s 1° 6 m/s 1° 8 m/s -2° 10 m/s 8° 3° 6° 6° 7° EVRÓPUMÁL Hvar eru sjávarútvegsmálin stödd í aðildarviðræðum við ESB? Af þeim 33 samningsköflum sem eru til umræðu í aðildarviðræð- um Íslands og ESB hafa formleg- ar viðræður hafist í 27 og lokið til bráðabirgða í ellefu. Eftir síðustu ríkjaráðstefnu í Brussel standa sex kaflar því enn eftir og þar á meðal þeir tveir veigamestu, um sjávarút- veg og landbúnað. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að vonir innan framkvæmda- stjórnar ESB standi til þess að í lok júní verði viðræður hafnar um alla samningskaflana nema sjávar- útveg og landbúnað og samkvæmt heimildum blaðsins gildir það sama innan íslenska samningahópsins. Framvinda samningaviðræðna í einstökum köflum er háð ákveðnu ferli þar sem framkvæmdastjórnin ber íslensk lög og reglur saman við lagabálk ESB. Svokölluð rýni- skýrsla er svo borin undir ráðherra- ráðið sem er samansett af fulltrú- um frá aðildarríkjunum. Þegar öll ríkin hafa samþykkt skýrsluna er hún lögð fram og íslenskum yfir- völdum boðið að leggja fram samn- ingsafstöðu þar sem farið er fram á sérlausnir eða að tillit sé tekið til sérstakra aðstæðna hér á landi. Ein- ungis þá er hægt að hefja samnings- viðræður formlega. Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði aðspurður á ríkjaráð- stefnunni fyrir jól að sjávarútvegs- kaflinn hefði verið afgreiddur frá framkvæmdastjórninni og væri nú til umfjöllunar hjá aðildarríkj- unum. Á meðan er íslenski samninga- hópurinn um sjávarútveg, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum hagsmunaaðila, eins og útvegsmanna og sjómanna, og úr stjórnsýslunni, að vinna að samn- ingsafstöðu Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði í viðtali við RÚV fyrir jól að sú vinna gengi vel og væri takmarkið að ná sem breið- astri sátt. Erfitt er að spá um hvenær næsta skref verður tekið og rýniskýrsl- an verður lögð fram, en heimildir Fréttablaðsins herma að einstök aðildarríki krefjist meiri yfirlegu en önnur. Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum makríldeilunnar í þeim efnum. Þó margoft hafi verið reynt að undirstrika að deilan tengist við- ræðunum ekki beint er ljóst að þó að viðræður gætu hafist áður en samkomulag næst munu lokasamn- ingar ekki nást um sjávarútveg fyrr en makríldeilan leysist, enda er þar um að ræða deilistofn ólíkt hinum staðbundnu stofnum á Íslandsmið- um. Írar, sem eru einn helsti andstæð- ingur Íslands í makrílmálum meðal ESB-ríkja, fara með forystu í ESB fyrri helming ársins, þannig að afar ólíklegt verður að þykja að viðræð- ur um sjávarútveg hefjist fyrr en vonir standa til. thorgils@frettabladid.is Sjávarútvegskaflinn strand hjá Evrópusambandsríkjunum Þó samningsafstaða Íslands liggi ekki enn fyrir hefur utanríkismálanefnd Alþingis lagt fram meginmarkmið um forræði yfir sjávarútvegsauðlindinni. Þar er meðal annars kveðið á um að stjórn fiskveiða og skipting aflaheim- ilda innan lögsögunnar verði áfram á hendi íslenskra stjórnvalda og reynt verði að halda möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Megináherslur Íslands liggja fyrir BUNDINN VIÐ BRYGGJU Samningaviðræður milli Íslands og ESB um sjávarútveg komast ekki á næsta stig fyrr en aðildarríkin ljúka við að afgreiða rýniskýrslu um íslenska löggjöf. Samningaviðræður milli Íslands og ESB um sjávarút- vegsmál komast ekki á næsta stig fyrr en aðildarríki ESB ljúka rýnivinnu. Lokasamningur háður samkomu- lagi um skiptingu aflahlutdeildar í makrílstofnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.