Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 8
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Veistu
hver ég
var?
Siggi Hlö
Heitasta partýið í bænum!
Laugardaga kl. 16 – 18.30
BANDARÍKIN Barack Obama
Bandaríkjaforseti fagnaði því á
nýársdag að geta „undirritað lög
sem hækka skatta á auðugustu
tvö prósent Bandaríkjamanna
og koma jafnframt í veg fyrir
skattahækkanir sem hefðu getað
sent efnahagslífið aftur í kreppu“.
Báðar deildir Bandaríkjaþings
samþykktu á síðustu stundu
málamiðlunarfrumvarp, þar á
meðal umdeildar skattahækkanir
á auðkýfinga, þrátt fyrir að helstu
leiðtogar repúblikana í fulltrúa-
deildinni væru andvígir því.
Í öldungadeildinni féllu
atkvæðin 89 á móti 8 en í fulltrúa-
deildinni 257 á móti 167.
Málamiðlunarsamkomulagið
setti hins vegar mörg erfiðustu
deilumálin á frest, og munar þar
mest um lögbundið skuldaþak
ríkissjóðs, sem nú er 16,4 millj-
arðar dala, en þarf að hækka
fyrir febrúarlok eigi ríkissjóð-
ur að geta mætt nauðsynlegum
útgjöldum.
„Ef þingið neitar að veita
Bandaríkjastjórn heimild til að
greiða þessa reikninga á réttum
tíma þá yrðu afleiðingarnar fyrir
efnahagslíf heimsins skelfilegar
– miklu verri en áhrifin af fjár-
lagaþverhnípinu,“ sagði Obama.
Obama dreif sig reyndar strax
aftur til Havaí í gær til að ljúka
þar jólafríi sínu, sem hann hafði
gert hlé á milli jóla og nýárs til
að ná samkomulagi áður en 600
milljarða dala skattahækkanir og
ríflega 100 milljarða niðurskurð-
ur tækju sjálfkrafa gildi.
Niðurskurði á útgjöldum, meðal
annars til hermála, var frestað,
og sömuleiðis var frestað um tvö
ár að fella niður atvinnuleysis-
bætur til tveggja milljóna manna,
sem hafa verið atvinnulausir til
lengri tíma.
Og þrátt fyrir fullyrðingar
forsetans um að skattar hækki
aðeins á hina launahæstu, sem
eru með meira 400 þúsund dali í
árstekjur, þá hækka skattar sam-
kvæmt samkomulaginu í raun um
tvö prósent á alla launþega.
Nýtt þing kemur saman í
Bandaríkjunum í dag og Bar-
ack Obama tekur síðan formlega
við embætti forseta fyrir seinna
kjörtímabil sitt þann 21. janúar.
Meirihluti demókrata í öldunga-
deildinni jókst nokkuð, en þeir
eru enn í minnihluta í fulltrúa-
deild. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríska þingið
frestaði vandanum
Eftir aðeins fáar vikur gæti næsta ágreiningsmál steypt ríkissjóði Bandaríkjanna
í ógöngur. Mikill meirihluti repúblikana samþykkti skattahækkanir á auðmenn í
báðum deildum þingsins, þrátt fyrir andstöðu leiðtoga flokksins í fulltrúadeild.
JOE BIDEN OG BARACK OBAMA Varaforseti og forseti Bandaríkjanna hrósuðu
skammtímasigri. NORDICPHOTOS/AFP
Ef þingið neitar að
veita Bandaríkjastjórn
heimild til að greiða þessa
reikninga á réttum tíma
þá yrðu afleiðingarnar
fyrir efnahagslíf heimsins
skelfilegar.
Barack Obama
forseti Bandaríkjanna
SAMGÖNGUR Framvegis verður slembiúr-
tak látið duga við eftirlit með skóbúnaði
ferðamanna í Leifsstöð. Síðustu ár hafa
allir ferðamenn þurft að fara úr skónum
við vopnaleit í Leifsstöð.
Friðþór Eydal, talsmaður Isavia sem
rekur Leifsstöð, segir að fyrirkomulagi
skóeftirlitsins hafi verið breytt í desember.
Farþegar sem veljast eftir slembiúrtaki
þurfa eftir sem áður að fara úr skóm og þá
þurfa þeir sem sýna svörun við málmleit
að sæta sérstakri skoðun.
Með breytingunni er skóeftirlit í Leifs-
stöð fært í sama horf og eftirlit á flugvöll-
um í nágrannalöndum Íslands í Evrópu.
Eftirlit með skóbúnaði flugfarþega er gert
að kröfu bandarískra flugöryggisyfirvalda
sem hafa nýverið breytt kröfum sínum um
skimun farþega.
Þá kemur fram í svari Isavia við fyrir-
spurn vefmiðilsins Túrista.is, sem greindi
fyrstur frá breytingunni, að reynslan í
flugverndarskimun í Leifsstöð sýni að
almennt sé styttri bið eftir afgreiðslu í
öryggisleit þegar allir skór eru skimaðir
en við slembiúrtak. Því má álykta sem svo
að vopnaeftirlit í Leifsstöð verði ólíklega
hraðvirkara en áður með breytingunni. - mþl
Framvegis þarf einungis hluti ferðamanna í Leifsstöð að fara úr skónum:
Slakað verður á skóeftirliti í Leifsstöð
LEIFSSTÖÐ Einungis hluti ferðamanna í Leifsstöð mun fram-
vegis þurfa að fara úr skónum við vopnaleit. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FERÐAÞJÓNUSTA Fleiri erlend-
ir ferðamenn dvöldust í
Reykjavík um áramótin en
áður hefur þekkst á þessum
árstíma. Nánast öll hótel í
borginni hafa verið full síð-
ustu daga.
„Það voru umtalsvert
fleiri ferðamenn hér á landi
um áramótin en verið hefur
og mjög líflegt,“ segir Erna
Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
og heldur áfram: „Það hefur allt-
af verið fullt í Perlunni á gamlárs-
kvöld en núna var einnig mikill fjöldi
í veitingasölum hótelanna og á þeim
veitingahúsum sem voru opin. Þá var
talsvert sótt í brennuferðir og fleira
sem er í boði þetta kvöld.“
Árið 2012 var algjört metár þegar
litið er til fjölda erlendra ferðamanna
sem heimsóttu Ísland. Á fyrsta ellefu
mánuðum ársins fóru rétt
tæplega 619 þúsund ferða-
menn frá landinu í gegnum
Leifsstöð en þeir voru rétt
tæplega 520 þúsund á sama
tímabili árið 2011.
Erna segir að sömu þættir
megi skýra fjölgun ferða-
manna yfir áramótin og
skýrt hafi fjölgunina yfir
árið en þó bætist við tvær
þættir. „Við höfum verið
með markaðsátak í gangi sem nefnist
„Ísland allt árið“ þar sem verið er að
vekja athygli á Reykjavík sem borg
og Íslandi sem ferðamannastað yfir
vetrartímann. Auk þess hefur verið
nokkur umfjöllun um Ísland í fjöl-
miðlun erlendis upp á síðkastið sem
hefur beinst að flugeldasýningum
og þeim líflegu áramótum sem við
þekkjum,“ segir Erna.
- mþl
19,1%
er hlutfallsleg fj ölgun
ferðamanna sem
heimsóttu Ísland
fyrstu ellefu mánuði
ársins 2012.
Fullt á langflestum hótelum Reykjavíkur um áramótin:
Metfjöldi túrista um áramótin
ERNA
HAUKSDÓTTIR
BRUNI Flugeldar sprungu í eldhúsi
á heimili í Njarðvík á gamlársdag.
Húsráðandi var að elda áramóta-
steikina og geymdi flugelda við
hlið eldavélarinnar.
Við hita eldavélarinnar sprungu
flugeldarnir og við það kom upp
minni háttar eldur. Auk lög-
reglunnar á Suðurnesjum kom
slökkvilið á vettvang en þá hafði
húsráðandi slökkt eldinn. Hann
slapp ómeiddur en var að vonum
brugðið eftir atvikið. Ekki reynd-
ist þörf á að reykræsta húsnæðið.
Geymdi flugelda við eldavél:
Kviknaði í út
frá flugeldum