Fréttablaðið - 03.01.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 03.01.2013, Síða 10
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 FÓLK „Ég er nú gamall maður og einhvern veginn fannst mér ég vera kominn á forna slóð,“ segir Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Árneshreppi á Ströndum, spurð- ur hvort nokkur hátíðarbragur hafi verið á gamlárskvöldinu í raf- magnsleysinu sem varði á svæðinu í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn, sem er ýmsu vanur, tekur þó fram að hann sé síður en svo aðdáandi þess að vera án raf- magns í lengri tíma. „Þetta er nærri því náttúrulögmál í þess- um stórviðrum,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sé hins vegar búið að bæta línurnar mikið og styrkja þær og því sé langt síðan hann hefur verið án rafmagns um svo langa hríð. „Þetta er með því mesta í 20 til 30 ár,“ segir Gunnsteinn, sem hefur heldur aldrei upplifað það að rafmagnið fari yfir hátíðarn- ar. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður hefur ekki hátíðarmatinn sinn í lagi.“ Gunnsteinn og kona hans, Mar- grét Jónsdóttir, eyddu áramótunum tvö ein, ornuðu sér við gas prímus og tókst þrátt fyrir allt að elda sér prýðilegasta mat um áramótin. „Það tókst nú til, konan var lagin og við höfðum þarna einhvern kjúklingarétt og brúnaðar kart- öflur. Það var bara nokkuð gott.“ Hjónin eru ekki með olíuknúna ljósavél eins og margir aðrir í sveitinni og gátu illa lýst sér eða hitað húsið. „Hitinn í stofunni var kominn niður í sjö gráður,“ segir Gunnsteinn. Þau hafi því haldið til í minnsta herbergi hússins til að ofkælast ekki og stytt sér stundir með því að hlusta á útvarp knúið rafhlöðum. Hann segir þau þó hafa sofið vel, kappklædd. „En auðvitað er maður guðslifandi feginn þegar þessu linnir. Það hverfur náttúrulega öll hreinlætisaðstaða nema klósettið og maður rýkur ekkert í bað við þessar aðstæður.“ Börnunum var orðið kalt Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skóla- stjóri í Finnbogastaðaskóla, var einnig ljósavélarlaus ásamt manni sínum og þremur börnum á bænum Árnesi. „Þeim var orðið kalt – við vorum hætt að sofa heima hjá okkur,“ segir hún um börnin sem yljuðu sér við prímus og gengu um gólf með kerti. Annars hafi krökkunum liðið ágætlega. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist þannig að þau eru orðin nokk- uð vön.“ Elísa er upp- alin í Árnes- h r e p p i o g fluttist aftur í sveitina 2009. Fjöl- skyldan var svo heppin að föður- bróðir Elísu bjó í næsta húsi og gat skotið yfir þau skjólshúsi á gaml- árskvöld og á nóttunni. „Við vorum búin að græja hluta af matnum á gamlárskvöld og kláruðum svo að elda þar.“ Og hún lýsir miklu myrkri: „Það verður myrkur hér – alveg svart myrkur. Það er engin lýsing í nánd þannig að það verður alveg rosa- lega dimmt.“ Fögnuðu með flugeldum Bjarnheiður Júlía Fossdal, bóndi á Melum, segir ljósavélarnar hafa bjargað henni og mörgum sveit- ungum hennar um áramótin. „Við höfum aldrei hætt að nota þær. Rafmagnið kom ekki fyrr en ‘76 eða ‘77 og þá áttu allir ljósa- mótora. Við vildum ekki láta þá af hendi og þurftum að gera samning við Orkubúið um að mega hafa þá áfram,“ útskýrir hún. Auk þess séu spýtnakatlar í mörgum húsum sem hægt sé að hita þau upp með. „Við vorum orðin ansi langeyg eftir rafmagninu,“ segir hún samt. Á næsta bæ hafi fólk fagnað á við- eigandi hátt að kvöldi nýársdags. „Þau fóru beint út að skjóta, ekki endilega út af nýja árinu heldur út af rafmagninu.“ stigur@frettabladid.is Elduðu hátíðarmat á prímus í niðamyrkri Íbúum Árneshrepps, einkum börnunum, var orðið býsna kalt eftir að hafa verið án rafmagns í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga segist varla muna eftir öðru eins í þrjá áratugi. Gamlar ljósavélar björguðu mörgum. FANNFERGI Snjó hefur kyngt niður á Vestfjörðum um hátíðirnar. Vegagerðin hefur gert sitt besta til að ryðja helstu vegi, eins og þennan í Ísafjarðardjúpinu. MYND/HAFÞÓR SNÆDDU KJÚKLINGARÉTT Hjónunum Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jóns- dóttur tókst að elda sér prýðilegan áramótamat á gasprímusnum. ELÍSA ÖSP VALGEIRSDÓTTIR NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 09/11, ekinn 11 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr.102122. Mikið úrval af nýlegum, lítið eknum bílum á frábæru verði! Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN QASHQAI+2 SE 4x4 Nýskr. 03/12, ekinn 9 þús km. bensín, sjálfskiptur, 7 manna Rnr.151594. HYUNDAI i30 CLASSIC Nýskr. 11/10, ekinn 17 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.190 þús. Rnr.160015. FORD GALAXY TREND 7 manna Nýskr. 06/11, ekinn 38 þús km. dísel, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr.130383. HYUNDAI i10 Nýskr. 06/10, ekinn 36 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.290 þús. Rnr.190685. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/12, ekinn 27 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.790 þús. Rnr.130383. HYUNDAI IX35 GLS Nýskr. 04/12, ekinn 10 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.990 þús. Rnr.102131. Frábær kaup kr. 5.290 þús. Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! Bergistangi NORÐURFJÖRÐUR IN GÓ LF SF JÖ RÐ UR REYKJARFJÖ RÐUR Melar 1 Árnes Þau fóru beint út að skjóta, ekki endilega út af nýja árinu heldur út af rafmagninu. Bjarnheiður Júlía Fossdal Bóndi á Melum í Árneshreppi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.