Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 12
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 12
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Höfðatorg ehf. fékk 15 milljarða
króna skuldaniðurfellingu við end-
urskipulagningu félagsins. Fyrr-
um eigandi félagsins á samt sem
áður enn 27,5 prósenta hlut í því.
Þetta kemur fram í ársreikningi
Höfðatorgs fyrir árið 2011 sem
skilað var inn til ársreikninga-
skráar nýverið. Aðilar að nauða-
samningi félagsins hafa aldrei
viljað gefa upp umfang skuldanið-
urfærslunnar. Vegna skuldaniður-
fellingarinnar var bókfærður
hagnaður Höfðatorgs 11,5 millj-
arðar króna og eigið fé félagsins
fór úr því að vera neikvætt um 10,6
milljarða króna í að vera jákvætt
um 1,8 milljarða króna.
Höfðatorg ehf. var upphaflega í
eigu Holtasels, eignarhaldsfélags
í eigu Péturs Guðmundssonar,
stjórnarformanns, forstjóra og
eiganda verktakafyrirtækisins
Eyktar. Félagið er eigandi 47 þús-
unda fermetra atvinnuhúsnæðis,
sem meðal annars samanstend-
ur af 19 hæða turni við Höfða-
torg í Reykjavík sem tekinn var
í notkun á árunum 2008 til 2009.
Höfðatorg fjármagnaði sig aðal-
lega með erlendum lánum og við
fall krónunnar haustið 2008 hækk-
uðu skuldir félagsins gríðarlega. Í
árslok 2010 námu þær 23,1 millj-
arði króna og eigið fé félagsins var
neikvætt um 10,6 milljarða króna.
Því var ljóst að rekstrargrundvöll-
ur félagsins var brostinn nema að
ráðist yrði í fjárhagslega endur-
skipulagningu.
Í ársreikningi Höfðatorgs fyrir
árið 2011 segir að félagið hafi frá
árslokum 2008 unnið að endur-
skipulagningu í samvinnu við lán-
ardrottna sína, en langstærstur
þeirra var Íslandsbanki. Tilgang-
urinn var að gera félagið rekstrar-
hæft að nýju. Í skýringum reikn-
ingsins segir að „þann 24. júní
2011 var undirritaður samningur
milli aðila um að lánardrottnar
Höfðatorgs ehf. tækju félagið yfir
og breyttu hluta skulda í hlutafé og
lækkuðu skuldir um 15 milljarða
króna. Samhliða voru gerðir nýir
lánasamningar í íslenskum krón-
um að fjárhæð um 10 milljarða
króna, í stað eldri lána. Í kjölfarið
fór félagið í formlegt nauðasamn-
ingsferli sem lauk formlega þann
25. janúar 2012 þegar héraðsdóm-
ur staðfesti nauðasamninginn“.
Eftir þetta eignuðust helstu
kröfuhafar Höfðatorgs félagið að
fullu. Þeir voru annars vegar aðal-
lánveitandi Höfðatorgs, Íslands-
banki, sem eignaðist 72,5 prósenta
eignarhlut. Hins vegar var um að
ræða Eykt og tvö tengd félög, sem
eignuðust samtals 27,5 prósenta
hlut vegna kröfu á hendur Höfða-
torgs vegna áfallins bygginga-
kostnaðar. Öll félögin þrjú eru í
eigu Péturs Guðmundssonar, sem
var áður eigandi Höfðatorgs. Í til-
Afskriftir Höfðatorgs
námu 15 milljörðum
Við endurskipulagningu Höfðatorgs var stærstur hluti skulda félagsins felldur nið-
ur. Lán upp á tíu milljarða króna voru endurfjármögnuð af Íslandsbanka. Fyrrum
eigandi Höfðatorgs hélt 27,5 prósenta eignarhlut í gegnum þrjú önnur félög.
15 milljarðar kr.
af skuldum Höfðatorgs voru
færðir niður.
10 milljarða kr.
lán voru endurfj ármögnuð.
752,5 milljónir kr.
voru rekstrartekjur Höfða-
torgs árið 2011.
11,2 milljarðar kr.
eru bókfært virði Höfða-
torgs-fasteignarinnar.
Seðlabanki Íslands keypti krónur
fyrir um einn milljarð króna á síð-
asta degi ársins 2012 til að vinna
gegn veikingu hennar. Ástæðan er
sú að á milli jóla og nýárs áttu sér
stað lífleg viðskipti á millibanka-
markaði sem leiddu til skarprar
veikingar krónunnar, en hún
veiktist um tæplega þrjú prósent
á fimm viðskiptadögum á því tíma-
bili. Frá þessu var greint í fréttum
Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Þar sagði að krónan hafi ekki
verið veikari í tæplega tvö ár.
Samkvæmt opinberu gengi Seðla-
bankans er nú hægt að fá 208 krón-
ur fyrir pundið, tæplega 23 krónur
fyrir hverja danska krónu, 169
krónur fyrir evruna og 128 krón-
ur fyrir hvern Bandaríkjadal.
Gengi krónunnar snertir almenn-
ing í landinu ekki síst, þar sem
það hefur mikil áhrif á verðbólgu
og þar með verðtryggðar skuldir
heimila og fyrirtækja.
Á gamlársdag voru gjaldeyris-
viðskipti einkar lífleg, og beitti
Seðlabanki Íslands sér á markaði
með því að kaupa krónur fyrir um
6 milljónir evra, eða ríflega millj-
arð, en þetta er í fyrsta skipti sem
hann beitir inngripum á markaði
síðan í mars í fyrra.
- þsj
Mikil viðskipti á millibankamarkaði í árslok:
Seðlabankinn greip
inn í á gamlársdag
HÖFÐATORG Fyrri hluti byggingarinnar, sem hýsir meðal annars ýmsa starfsemi á
vegum Reykjavíkurborgar, var tekinn í notkun í byrjun árs 2008. Turninn var síðan
tekinn í notkun í ágúst 2009. Nauðasamningur Höfðatorgs var kláraður fyrir tæpu
ári síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
19
hæðir eru í turni
Höfðatorgs-
fasteignarinnar.
27
,5%
72
,5%
Eignarhlutur
Eyktar og
tengdra félaga
er
27,5%
72,5%
er eignarhlutur
Íslands banka í
félaginu.
SEÐLABANKASTJÓRI Banki Más Guðmundssonar keypti krónur á gamlársdag. Það
var í fyrsta sinn sem hann beitir inngripum frá því í mars 2011.
kynningu sem send var út vegna
nauðasamninganna fyrir um ári
síðan kom fram að aðrir kröfuhaf-
ar Höfðatorgs myndu fá kröfur
sínar greiddar og að Íslandsbanki
stefndi að því að selja hlut sinn í
félaginu þegar fram liðu stundir.
Í framhaldi af endurskipulagn-
ingunni var hlutafé Höfðatorgs
aukið um 116 milljónir króna. Nýir
eigendur félagsins greiddu það fé í
samræmi við eignarhlut sinn. Því
greiddi Íslandsbanki um 84 millj-
ónir króna en félög Péturs um 32
milljónir króna.
thordur@frettabladid.is
Lykiltölur á Höfðatorgi
N1 hefur á ný tekið upp hið
gamal gróna vörumerki Bílanaust
yfir bílavarahluta og -aukahluta-
verslanir sínar. Verslanir N1 og
Bílanausts sameinuðust undir
merki N1 fyrir sex árum síðan
en vörumerkið Bílanaust á sér
ríflega 60 ára sögu.
Starfsmenn Bílanausts verða
alls 60 talsins en fyrirtækið mun
starfrækja sjö sérverslanir með
varahluti, aukahluti í bíla, verk-
færi, rekstrar- og iðnaðarvörur
ásamt söludeild og tækniþjón-
ustuverkstæði. Flest starfsfólk
Bílanausts starfaði áður hjá N1.
- mþl
N1 kynnir nýtt vörumerki:
Bílanaust opnar
eftir sex ára hlé
Lágmarkslaun hafa ríflega tvö-
faldast að nafnvirði frá ársbyrj-
un 2004. Til samanburðar hefur
launavísitala Hagstofunnar
hækkað um 79% og kaupmáttur
launa um 2,4% á sama tímabili.
Þetta kemur fram í samantekt
Samtaka atvinnulífsins (SA)
á launaþróun síðustu ára sem
finna má á vefsíðu samtakanna.
Er niðurstaða SA sú að lág-
markslaun séu því mun hærra
hlutfall af greiddum launum nú
en fyrir átta árum.
Í ársbyrjun 2004 voru lág-
markslaun 93.000 krónur á mán-
uði á almennum vinnumark-
aði. Á árinu 2012 voru þau hins
vegar komin í 193.000 krónur
og því hækkað um 108% á átta
árum. Þá eiga lágmarkslaun að
hækka í 204.000 krónur 1. febrú-
ar samkvæmt gildandi kjara-
samningum. - mþl
SA fjallar um launaþróun:
Lágmarkslaun
hækkað hraðar
en almennBÍLANAUST Vörumerkið Bílanaust er
ríflega 60 ára gamalt.