Fréttablaðið - 03.01.2013, Side 17

Fréttablaðið - 03.01.2013, Side 17
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2013 | SKOÐUN | 17 Nú eru bráðum fjögur ár síðan Eva Joly kom til Íslands til að gefa stjórn- völdum ráð um hvernig ganga skyldi milli bols og höfuðs á meintum fjár- glæframönnum eft ir bankahrun. Strax kom hún galvösk, með bros á vör í viðtal í sjónvarpi og lýsti yfir sekt manna á báða bóga, meira að segja í ein- stöku dómsmáli. Í næstu setningu tók hún fram að hún þekkti hvorki haus né sporð á dómsmálinu, en líkindin með öðrum málum sem hún kunni skil á voru augljós, sagði hún. Spyrillinn kinkaði kolli og gat ekki leynt aðdáun sinni. Síðan hefur hún mætt í sjónvarp af og til, alltaf kinkar spyrillinn kolli af sama ákafa. Hún hefur aldrei feng- ið erfiða spurningu. Ég kynntist Evu Joly fyrir mörgum árum. Hún er snaggara- leg, hvatvís og djörf kona, sem á sér ótrúlegt lífshlaup. Með miklu harðfylgi fór hún fyrir rannsókn- um mála í Frakklandi sem leiddu til handtöku og dóms yfir sakamönn- um sem í marga áratugi höfðu kom- ist upp með spillingu, ofbeldi og fjárglæfra í skjóli illa fengins auðs. Blóðfórnir Í þeim slag voru blóðfórnir færðar, fólk var myrt. Gerð var tilraun til að koma Evu sjálfri fyrir kattarnef. Lífverðir gættu hennar dag og nótt. Hún gaf hvergi eftir, fórnaði meira að segja samskiptunum við fjöl- skyldu sína fyrir málstaðinn. Hún drýgði mikla hetjudáð. Ég sé hins vegar engin líkindi með því fólki sem Eva Joly fór gegn í Frakklandi og því fólki sem nú situr á sakamannabekk undir ákærum frá sérstökum saksóknara, stærsta saksóknaraembætti í heimi miðað við höfðatölu – skil- getnu afkvæmi Evu Joly. Ég reikna ekki með hetju- dáðum frá afkvæminu. Flestir sakborningarnir eru milli þrítugs og fertugs, vel menntað fólk sem hafði starfað í fjármálaheiminum í örfá ár eftir langt nám. Það taldi sig eiga framtíð- ina fyrir sér. Ekkert þeirra er grunað um ofbeldi svo ég viti. Það fékk eftirsótt störf í nýlega einkavæddum bönkum, sem hrundu líkt og margir bankar í nálægum löndum. Í aðdraganda hrunsins lentu lítt reyndir íslenskir bankamenn í erf- iðri stöðu. Oft stóðu þeir frammi fyrir eintómum vondum kostum, sem eflaust voru afleiðing af fúski – oftast fúski einhverra allt annarra manna. Stundum virðist saksóknar- inn ákæra vegna ákvörðunar sem ákærðu töldu skásta kostinn þegar enginn góður var í boði. Stóri lærdómurinn af íslensku bankamartröðinni er sá að hér fyllt- ust margir oflæti – embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftir- litsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjár- festar og stórir fjárfestar. Taka átti bankaheiminn með trompi með sameiginlegu átaki. Þeir sem þykj- ast kunna skýr skil á upphafi og endi í þeim efnum finnst mér afar ósannfærandi. Réttarmorð Mér sýnist hætta á því að fúskið sé að endurtaka sig, en að þessu sinni í dómsölum. Bæta eigi fyrir ósómann með því að ákæra sem flesta og setja þá bak við lás og slá. Engin ástæða er til þess að ætla að góðir saksóknarar verði hristir fram úr erminni frekar en góðir bankamenn. Það á örugglega eftir að koma í ljós – vonandi áður en of mörg réttarmorð verða framin. Að nefna meintar misgerð- ir íslenskra bankamanna í sömu andrá og glæpi rótgróinna maf- íósa sem Eva Joly fékkst við niðri í Evrópu er fáránlegt. Það væri efni í frábærar skemmtisögur ef ákær- urnar kölluðu ekki þá harmleiki yfir fólk sem raun ber vitni. Fyrir aldarþriðjungi fengum við annan sakamálasérfræðing til Íslands, rannsóknarlögreglu- manninn Karl Schütz frá Þýska- landi. Hann var vanur að fást við harðsvíraða glæpamenn líkt og Eva Joly. Á þeim forsendum aðstoðaði hann lögreglu við að binda enda- hnút á rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Á þeirri rannsókn byggðust umdeildustu dómar seinni tíma Íslandssögu. Ég veit ekki hvort þeir voru réttir eða rangir. En niður stöðurnar kalla fram óbragð í munni flestra Íslendinga. Ef við vöndum okkur ekki í þetta sinn gætum við átt von á fleiri slíkum. Það fer um margan góðan blaða- manninn, fyrrverandi og núver- andi, sem nú er á miðjum aldri, þegar minnst er á Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þeir vita upp á sig skömmina. Þeir áttu ekki að ganga í lið með refsivaldinu heldur gæta hlutleysis, spyrja spurninga og fá svör en gera minna af því að kinka kolli til yfirvaldsins. Skárra er að fá engan dóm í saka- máli en vondan. Eva Joly og afkvæmið Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalög- um. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngild- um Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þess- ar deilur snúast um mjög afmark- aða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við fram- kvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðast- liðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomu- lagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal. Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir fram- kvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heim- ild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í for- sjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjalda- auka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarp- ið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostn- aður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undir- búning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjár- laganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mik- ilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistök- unnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim und- irbúningi. Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta fram- tíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að fram- kvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostn- aðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niður- stöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féll- ust allir þingmenn stjórnarand- stöðunnar og fór svo að frest- unartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus fram- ganga þingmanna stjórnarand- stöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnu- brögð og bjartari tíma. Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjár- veitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneyt- ið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með for- manni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undir- búa breytta verkferla. Hagsmun- ir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn. Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Þeir sem reykja ekki eiga ekki að nota lyfjatyggigúmmíið. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321 Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ DÓMSMÁL Kristín Þorsteinsdóttir fv. fréttamaður ➜ Stóri lærdómurinn af íslensku bankamartröðinni er sá að hér fylltust margir ofl æti – embættismenn, stjórnmálamenn, blaða- menn, eftirlitsmenn, lífeyris- sjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar. BARNALÖG Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ➜ Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.