Fréttablaðið - 03.01.2013, Page 21

Fréttablaðið - 03.01.2013, Page 21
Mér fannst peysan svo stórkost-lega falleg að ég gat ekki annað en keypt hana,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir þegar við forvitnumst um nýj- ustu fatakaupin. Hún segir fólk oft verða hissa á að hún skuli kaupa prjónaföt þar sem hún lifi og hrærist í prjónaskap sem framkvæmdastjóri Knitting Iceland. „Fólk heldur að ég prjóni allt sjálf,“ segir hún hlæjandi. „En ég hef ekki tíma til að prjóna mikið á sjálfa mig og kaupi oft prjónaðar flíkur, bæði vél- og hand- prjónaðar, sem ég fell fyrir,“ segir hún. Peysan er frá franska merkinu Antik Batik og keypt í Amsterdam. Hún er vél- prjónuð úr ull og akrýl og unnin á sér- stakan hátt. „Neðst á peysunni er rosalega fallegur bekkur sem er prjónaður þvert á allt annað. Bekkurinn er í mörgum litum og prjónaður á röngunni, sem er sérstakt. Ég nota peysuna sem yfirhöfn og oft nota ég leðurvesti yfir hana frá E-label. Skórnir eru líka í miklu uppáhaldi en þeir eru ASH-mótorhjólastígvél sem ég keypti líka í Amsterdam. Mér finnst til dæmis mjög gaman að vera í dömulegum kjól en svo í grófum mótorhjólastígvélum við,“ segir Ragnheiður, en hún þræddi búðirnar í Amsterdam á dögunum þegar hún vann að hönnunarverkefni ásamt prjónahönn- uðinum Stephen West. „Stephen býr í Amsterdam en hann er amerísk prjónarokkstjarna og er einn frægasti hönnuðurinn í handprjóna- heiminum í dag. Við höfum unnið mikið saman og erum að vinna að prjóna- kolleksjóni sem kemur út á bók í vor. Við kennum prjónanámskeið í sameiningu og á þessu ári bíða okkar mörg ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Ragnheiður. En hvar mælir hún með því að kaupa prjónaflíkur í Amsterdam? „Peysuna keypti ég í versluninni Sukha. Cora Kemper man er hönnuður í miklu uppá- haldi hjá mér. Svo er gaman að máta föt hjá Sprmrkt.“ ■ heida@365.is Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga KRÓKABUXURNAR SÍVINSÆLU nýkomnar af tur ! Stærðir : S,M,L ,XL ,2 X verð kr. 5.990, Höfuðljós Öflugt höfuðljós fyrir útivistarfólk Verð: 14.450 kr. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is GÓÐ KAUP Nú eru útsölurnar hafnar af fullum krafti. Vetrar- útsölur eru yfirleitt frábærar, enda henta fötin vel hér á landi. Hægt er að gera góð kaup í verslunum en einnig á netinu. Oft er umtalsverð lækkun á fatnaði og flesta munar um þær krónur. PRJÓNAR EKKI ALLT SJÁLF NÝJUSTU KAUPIN Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, féll fyrir vélprjónaðri peysu á búðarölti í Amsterdam á dögunum. GÓÐ YFIRHÖFN Ragnheiður Eiríks- dóttir notar nýju peysuna sem yfirhöfn og gróf stígvél við. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.