Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 24
FÓLK|4 | FÓ K | TÍSKA Fatahönnuðurinn Bryndís Svein-björnsdóttir hannar undir merkinu Diadem. Fyrsta línan kom í verslanir hérlendis og í Bretlandi síðastliðið sumar. Þar er að finna kjóla, leggings, peysur, boli og fylgihluti. „Ég leik mér mikið með form og finnst spennandi að finna upp á sniðum sem er hægt að nota á fleiri en einn veg. Oft er flíkunum breytt með því að binda bönd á mis- munandi hátt en orðið diadem, sem kemur úr forngrísku, þýðir einmitt að binda utan um,“ útskýrir Bryndís. Línunni tilheyrir til að mynda kjóll sem getur líka verið pils og flík sem má breyta úr kjól í peysu eða slá með nokkrum handtökum. „Þá legg ég mikla áherslu á að nota góð efni og búa til snið sem henta öllum líkamsgerðum,“ segir Bryndís. Flíkurnar eru bæði framleiddar á Ind- landi og í Bretlandi, þar sem Bryndís er búsett. „Ég á það svo til að setja lokapunktinn yfir i-ið sjálf og litaði til að mynda nýjustu silkiflíkurnar mínar. Þær eru viðbót við fyrstu línuna en þannig hyggst ég byggja merkið upp. Ég byggi á fyrstu línunni en bæti við flíkum sem passa við heildarmyndina. Næstu vikur fara því í að hanna viðbætur fyrir sum- arið.“ Flíkurnar fást sem stendur í Kraum, GK Reykjavik, Howl&Wolf í Bath og Blue í Cheltenham. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.diadem.is og á Facebook. Innan tíðar verður svo hægt að næla sér í flík í netverslun Diadem sem er í vinnslu. ■ vera@365.is BÚSETT Í BATH Bryndís útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007 og starfar í Bath á Englandi. Hér er hún með Diadem silkiklút. HÆGT AÐ NOTA Á ÝMSAN VEG Hægt er að breyta sumum flíkunum til dæmis úr pilsi í kjól og úr kjól í peysu. Litaðar silkiflíkur sem sjást hér til hliðar eru viðbót við fyrstu línuna sem kom á markað í sumar. Lim fæddist í Bangkok í Taílandi en for- eldrar hans eru þó kínverskir. Þau fluttu til Kambódíu en flúðu þaðan til Kaliforníu. Lim hóf hönnunarferil sinn í Los Angeles en starfrækir nú fyrirtæki sitt í New York. Hönnun hans er seld í 45 löndum og hann hefur hlotið nokkur virt verðlaun fyrir hönnun sína. Lim nam við- skiptafræði við háskólann í Los Angeles en þrátt fyrir að hafa alla tíð dáð föt var tískuhönn- un ekki á dagskrá hjá honum á þeim árum. Árið 1999 hóf hann að hanna tískuföt fyrir konur fyrir lítið fyrirtæki í LA og fann sig fljótt í þeim farvegi. Núna hannar hann einnig á karlmenn og börn. Phillip Lim er nú einn áhrifamesti hönnuður í Banda- ríkjunum. Á haustdögum kynnti Lim vor- og sumartísku sína fyrir árið 2013 og fékk mjög góð viðbrögð við henni, enda þykir hún sportleg og töff. SPORTLEGT FYRIR SUMARIÐ Tískuhönnuðurinn Phillip Lim verður fertugur á þessu nýhafna ári en hann hefur getið sér gott orð í tískuheiminum. BREYTT MEÐ BÖNDUM ÝMSIR NOTKUNARMÖGULEIKAR Fatahönnuðurinn Bryndís Sveinbjörnsdóttir hannar flíkur sem oftar en ekki má nota á fleiri en einn veg. FÖT OG FYLGIHLUTIR Diadem kom á markað síðastliðið sumar. ú m á Við t r U Si gur HM í han dbol ta Í LEI FTRA NDI H ÁSKE RPU Hefs t 11. janú ar Þorsteinn J. og gestir Þorsteinn J. sér um upphitun fyrir leiki og stýrir ítarlegri umfjöllun eftir leiki ásamt handbolta sérfræðingum og góðum gestum. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.