Fréttablaðið - 03.01.2013, Page 46

Fréttablaðið - 03.01.2013, Page 46
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 „Já, ég hugsa að ég sé sá tattú- veraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik „Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúr- in mikla athygli til að byrja með. „Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú- menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. „Þeir eru nú ekki marg- ir. Allavega ekki svona mikið flúr- aðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? „Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama manns- ins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. „Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ haukur@frettabladid.is Nennir ekki að telja Friðrik Jónsson er húðfl úraðasti maður Eskifj arðar. Hann hefur ekki hugmynd um hvað húðfl úrin eru orðin mörg og nennir ekki lengur að telja. „Þetta sprakk upp eftir viðtalið í Fréttablaðinu,“ segir Ómar Þröst- ur Hjaltason, annar forsvars- manna Keyrðu mig heim, bíl- stjóraþjónustu sem sérhæfir sig í að skutla bílum heim af skrallinu. „Eftirspurnin var miklu meiri en við bjuggumst við, og reyndar meiri en við gátum annað.“ Þegar mest var voru sex manns í akstrinum og Ómar segir des- embermánuð hafa gengið stór- áfallalaust fyrir sig. „Við erum að vinna í því að bæta við bíl- stjórum, en ætli janúar verði ekki rólegur. Svo koma árshátíðirnar og þá ætti að koma kippur,“ segir Ómar. Keyrðu mig heim hyggst í nánustu framtíð bæta leiðinni milli Keflavíkur og Reykjavíkur við þjónustuna. Gagnrýnisraddir hafa þó hljómað frá upphafi og að sögn Ómars hafa einhverjir leigubíl- stjórar látið í sér heyra. „Þeir eru enn ekki vissir um lögmæti starf- seminnar, en við erum með þetta allt á hreinu.“ - hva Önnuðu alls ekki eft irspurninni Frétt um bílstjóraþjónustu fyrir ölvaða vakti athygli og var vinsælasta dægurfrétt ársins á Vísi.is. ÖNNUÐU EKKI EFTIRSPURN Það var nóg að gera hjá félögunum Ómari og Kristni í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þessi námsleið leysir gamla Nem- endaleikhúsið af hólmi,“ segir Steinunn Knútsdóttir, deildarfor- seti Leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands. Hún á við nýja námsbraut skólans sem er diplómanám á meistarastigi í leik- túlkun. Námið er eins árs starfsnám og er starfrækt í samstarfi við Borg- arleikhúsið og Þjóðleikhúsið svo að nemandinn gengur inn í leik- hóp hússins. „Leikaranám skólans var áður fjögurra ára nám en er nú orðið að þriggja ára bakkalárnámi,“ segir Steinunn. Á fjórða ári náms- ins var starfrækt svokallað Nem- endaleikhús. „Með því rákum við okkar eigið leikhús. Nú sækjum við þá þjónustu til atvinnuleikhús- anna. Þetta er starfsnám með aka- demískum stuðningi,“ segir hún en nemarnir njóta leiðsagnar kennara í leiktúlkun, rannsóknaraðferðum og tækni. Á námstímanum fá þeir greidd byrjunarlaun samkvæmt samningum Félags leikara. Haustið 2014 mun Listaháskól- inn einnig hefja meistaranám í sviðslistum. Inntökuskilyrði nýju náms- brautarinnar er að hafa klárað bakkalárs gráðu í leiklist óháð því hvort leikarar hafi numið erlendis eða hér á landi. Umsóknarfrestur er til 21. janú- ar og er mikill áhugi fyrir náminu. „Já, enda er þetta algjörlega nýtt af nálinni.“ Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Listaháskólans. - hþt Nýtt nám hjá LHÍ í samstarfi við atvinnuleikhúsin í Reykjavík Listaháskóli Íslands byrjar með diplómanám á meistarastigi í leiktúlkun í haust. LEIKLIST Steinunn Knútsdóttir deildar- forseti segir nýju námsbrautina opna leið inn í leikhúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bandaríski kvikmyndaframleið- andinn DreamWorks er væntan- legur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða þær í Reykjavík og nágrenni. Tökuliðið mun dvelja hér í nokkra daga við tökurnar og fara svo af landi brott. Heimildirnar herma að fyrirtækið True North muni aðstoða DreamWorks við tökurnar en hið fyrrnefnda vildi ekki stað- festa neitt um verkefnið. Tökur eru einnig fyrirhugaðar í Berlín og í Belgíu. Óvenjulegt er að erlendar kvikmyndir séu teknar upp svo snemma á árinu hérlendis og því hljóta þetta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Í helstu hlutverkum myndar- innar eru Benedict Cumberbatch úr sjónvarpsþáttunum Sherlock sem leikur stofnandann Assange, Daniel Brühl sem leikur talsmann- inn Daniel Domscheit-Berg og Dan Stevens úr þáttunum Down- ton Abbey sem leikur tölvuhakk- ara. Ekki er búið að ráða í hlutverk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunverulegt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood-mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundin- um Josh Singer ráðgjöf. Hún bætir við að Cumberbatch eigi eftir að smellpassa í hlutverk Assange því þeir séu mjög líkar týpur. Leikstjóri The Man Who Sold the World verður Bill Condon, sem síðast leikstýrði The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 1 og Part 2. - fb DreamWorks tekur upp hér á Íslandi Mynd um Julian Assange tekin upp hér í janúar. LEIKUR ASSANGE Benedict Cumber- batch úr Sherlock leikur stofnanda Wikileaks, Julian Assange. NORDICPHOTOS/GETTY Save the Children á Íslandi „Það er bara íslenska vatnið, það er langbesti drykkurinn. Það er mjög misjafnt hvað ég drekk mikið af því á hverjum degi en ætli það sé ekki frá einum og hálfum lítra og upp í þrjá á dag ef ég er að æfa mikið.“ Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastskona. DRYKKURINN Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. „Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húð- flúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. „No comment. Hann er óþolandi.“ „No comment“ á Jar Jar FLÚR Friðrik fer yfirleitt til sama mannsins í Reykjavík til að láta flúra sig. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.