Fréttablaðið - 05.02.2013, Qupperneq 1
VINNUMARKAÐUR Notkun lyfja-
prófa á íslenskum vinnumarkaði
er allútbreidd og hefur svo verið
um árabil. Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum rak á dögunum ell-
efu sjómenn af þremur togurum
fyrir tækisins sem féllu á fíkniefna-
prófi og til stendur að allt starfsfólk
fyrir tækisins gangist undir fíkni-
efnapróf.
„Við þekkjum þó nokkuð af
dæmum,“ segir Sigrún Jóhannes-
dóttir, forstjóri Persónuverndar,
spurð hversu algengt það sé að
fyrir tæki tilkynntu um að til standi
að gera lyfjapróf. Aðallega sé um
stór fyrirtæki að ræða þegar kerf-
isbundin lyfjapróf eru gerð; þekkt
sé að álfyrirtækin hafa um árabil
notað slík próf, og ekki sé óalgengt
að veitingahús geri slíka kröfu til
starfsmanna sinna. Sigrún segir
einnig að tilfallandi erindi í gegn-
um tíðina komi frá ýmsum fyrir-
tækjum vegna fíkniefnaprófa og
einnig hafi borist erindi þar sem
nemendur, og þá í framhaldsskól-
um, hafi verið látnir gangast undir
próf.
Eftirlit með lyfjanotkun starfs-
manna er almennt talið sérstaklega
mikilvægt í atvinnugreinum þar
sem almannahagsmunir krefjast
þess, til dæmis í löggæslu, í sam-
göngum, verklegum framkvæmd-
um og heilbrigðisþjónustu. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
eru starfsmenn Landspítalans ekki
beðnir um að gangast undir lyfja-
próf við ráðningu, svo dæmi sé
tekið. Tilviljunarkennd lyfjapróf
eru ekki gerð á meðal starfsmanna
spítalans og slík próf aðeins gerð í
undantekningartilfellum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðv-
arinnar, segir að prófin hafi verið
gerð með öryggissjónarmið í huga.
Allir starfsmenn Vinnslustöðvar-
innar hafa skrifað undir yfirlýs-
ingu um að fyrirtækinu sé heimilt
að láta gera slík próf. „Þegar kemur
að öryggi á sjó og í landi er klárt að
allir þurfa að vera allsgáðir.“
Sigrún segir að erindi vegna
lyfjaprófa hafi borist til Persónu-
verndar í mörg ár en treystir sér
ekki til að meta hvort um verulega
fjölgun slíkra tilvika sé að ræða.
Eins hafi tilfelli komið upp í skólum
og „að nemendur hafi verið settir
í svona próf, en þá með samþykki
foreldra,“ segir Sigrún.
- shá, gar sjá síðu 4
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
14
BETRI LÍÐAN MEÐ ALPHA DAILYALPHA DA
GERÐU GÓÐVERKÞeir sem gefa blóð bjarga mannslífum. Við fyrstu komu í
blóðbankann er tekið blóðsýni til blóðflokkunar og rann-
sóknar. Að tveimur vikum liðnum má gefa blóð ef niðurstöð-
ur leyfa. Á heimasíðu Blóðbankans, www.blodbankinn.is, má
sjá hvaða blóðflokka vantar helst.
Ferming í Flash
Ótrúlegt
úrval af
fermingar-
kjólum
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING!AF VINSÆLU KULDASKÓNUMMEÐ MANNBRODDUNUM
FYRIR
DÖMU
R
OG HE
RRA
Verð:2
4.000.-BÍLARÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2013
Fréttablaðið
Reynsluakstur Honda CR-V
Bilaðar hraðamyndavélar
Bíll ársins – tilnefningar
Mercedes Benz kaupir í BAIC
Nýr keppnisbíll MacLaren
Draumasamkoma
ót hjól
Mörg forvitnileg mótorhjól ber fyrir augu á Daytona Bikeweek.
Hafsteinn Emilsson við eigin fák og að sjálfsögðu með íslenska fánann á hjólinu eins og á Bikeweek.
2 SÉRBLÖÐ
Bílar | Fólk
Sími: 512 5000
5. febrúar 2013
30. tölublað 13. árgangur
Þegar kemur að öryggi
á sjó og í landi er klárt að
allir þurfa að vera alls-
gáðir.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
SPORT Europol segir að rannsókn
þess hafi leitt í ljós að svindlað hafi
verið í 680 knattspyrnuleikjum. 26
NÝTT!
Minni töflur
-auðvelt að gleypa
Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.isHádegið er hápunktur dagsins
Faxafeni 11, Reykjavík • Amarohúsinu, Akureyri
partybudin.is • s. 534 0534
8
dagar til
Öskudags
SKOÐUN Teitur Guðmundsson segir
nauðsynlegt að konur séu upplýstar
um hjarta- og æðasjúkdóma. 15
MENNING Helgi Björns tekur upp
plötu til heiðurs Hauki Morthens í
Berlín. 30
MENNING Af þeim 32 keppendum
sem sungið hafa fyrir Íslands
hönd í lokakeppni Eurovision
hafa fimm verið Dalvíkingar, ef
talin eru með þau Hera Björk
Þórhallsdóttir og Pálmi Gunnars-
son sem bæði bjuggu í bænum
um tíma. Eyþór Ingi Gunnlaugs-
son, sem sigraði í íslensku undan-
keppninni á laugardag, Matthías
Matt híasson og Friðrik Ómar
Hjörleifsson eru svo allir aldir
upp á Dalvík.
„Þetta hlýtur að vera tilviljun
en þetta er samt mjög dularfullt,“
segir Matthías Matthíasson og
bætir við að Dalvíkingar eigi enn
nóg inni í keppninni. „Mér detta
strax í hug þrír sem koma vel til
greina en þeir eru pottþétt fleiri.
Það er svo ótrúlega mikið af góðu
söngfólki þarna,“ segir hann.
Tæplega 1.900 manns búa á Dal-
vík. - trs / sjá síðu 30
Söngvakeppni Sjónvarpsins:
Dalvíkingar
eru sigursælir
Bolungarvík -1° NA 4
Akureyri 0° N 6
Egilsstaðir 1° NV 6
Kirkjubæjarkl. 1° N 5
Reykjavík 0° NA 5
Bjart S-til 5-12 m/s snemma dags en
dregur úr þegar líður á daginn, fyrst V-til.
Bjart S-lands en dálítil él N- og A-til. Hiti
víða um frostmark. 4
Fíkniefnapróf hafa verið
gerð hjá fjölda fyrirtækja
Ellefu sjómenn í Vestmannaeyjum voru reknir eftir að hafa fallið á fíkniefnaprófi. Slík próf hafa tíðkast um
árabil hjá ýmsum fyrirtækjum, svo sem álverum og veitingahúsum. Þá hafa framhaldsskólar notað slík próf.Íslenskan er lykillinn
Áhersla á íslenskukunnáttu inn-
flytjenda sem vilja starfa hér virðast
hafa aukist. „Íslenskan er lykillinn að
samfélaginu“ segir framkvæmdastjóri
Mímis-símenntunar. 12
FBI var hér í heimildarleysi Utan-
ríkisráðherra fellst ekki á „varnir ríkis-
lögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í
máli sem tengist komu FBI hingað til
lands. 2
Óttast um fjárhag sinn Rúmur
fjórðungur landsmanna óttast um
fjárhagslega afkomu sína samkvæmt
skoðanakönnun Fréttaðblaðsins og
Stöðvar 2 4
Vill vöktun á lífríki Umhverfis-
ráðherra leggur til að veitt verði
fjármagn til vöktunar og rannsókna
vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. 6
SAMHUGUR Á FUNDI Fullt var út úr dyrum á Grand hóteli í gær þegar samningstilboð Landspítalans var kynnt hjúkrunar-
fræðingum. Tilboðið féll í grýttan jarðveg og 91 prósent fundargesta hafnaði því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ATVINNUMÁL Hjúkrunarfræðing-
ar á Landspítalanum gáfu tilboði
að nýjum stofnanasamningi spítal-
ans falleinkunn í ráðgefandi skoð-
anakönnun á fjölmennum fundi í
gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum
á Grand hóteli, en um 500 manns
sóttu fundinn. Rúmlega níu af
hverjum tíu höfnuðu því að gengið
yrði að tilboði Landspítalans um
launahækkun.
Það voru 497 hjúkrunarfræðing-
ar sem tóku þátt í könnuninni og
svöruðu spurningunni hvort þeir
vildu að fulltrúar hjúkrunarfræð-
inga skrifuðu undir tilboðið sem
liggur á borðinu. 452 þeirra vilja
það ekki, eða 91%. Einungis 38
hjúkrunarfræðingar sögðu já, eða
um átta prósent.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, for-
maður Félags hjúkrunarfræð-
inga, segir að hljóðið í hjúkrunar-
fræðingum á fundinum hafi verið
þungt. „Fólk vill gjarnan semja
en því þykir þetta vera allt of lítið
skref.“
Samninganefnd um endurskoð-
un stofnanasamnings hjúkrunar-
fræðinga við Landspítalann kemur
saman í dag. Fulltrúar hjúkrunar-
fræðinga leggja þar fram niður-
stöðu skoðanakönnunarinnar. - shá
Fjölmennur fundur hjúkrunarfræðinga gaf tilboði að samningi falleinkunn:
91% vill hafna samningstilboði