Fréttablaðið - 05.02.2013, Síða 2

Fréttablaðið - 05.02.2013, Síða 2
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 20. júní 2011 FBI kemur upplýsingum til íslenskra yfirvalda um fyrirhugaða árás alþjóðlegra hakkara á tölvukerfi Stjórnarráðsins. 23. júní Fulltrúar FBI funda með fulltrúum ríkislögreglustjóra um málið. Ríkissaksóknara og fulltrúum forsætis-, innanríkis- og utanríkisráðuneytisins er gerð grein fyrir stöðu mála. 4. júlí FBI leggur fram formlega réttarbeiðni um aðstoð íslenskra yfirvalda í málinu. Beiðnin er send innanríkisráðuneytinu. 6. júlí Ráðuneytið framsendir erindið til ríkissaksóknara, sem sama dag sendir ríkislögreglustjóra það. 7. júlí FBI óskar eftir að fulltrúar íslensku lögreglunnar komi til fundar í Bandaríkjunum vegna nýrra upplýsinga sem varða Ísland. 11. júlí Þrír fulltrúar ríkislögreglustjóra fara vestur um haf, að höfðu samráði við innanríkisráðuneytið. 23. ágúst Íslensk lögregla fær vitneskju um að íslenskur maður hafi gefið sig fram við bandaríska sendiráðið og óskað eftir að koma á framfæri upplýsingum til bandarískra yfirvalda um málið. FBI óskar í kjölfarið eftir aðstoð íslenskrar lögreglu og að fá að koma til landsins og ræða við manninn. Ríkissaksóknari er upplýstur um beiðni FBI. 24. ágúst Ríkissaksóknari hefur samband við innanríkisráðuneytið og gerir grein fyrir stöðunni. Fundur er haldinn hjá ríkissaksóknara með þátttöku fulltrúa ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneytisins. Ákveðið er að heimila komu fulltrúa FBI til landsins. Þeir koma til landsins að kvöldi sama dags. 25. ágúst Fulltrúar FBI og saksóknarar funda um morguninn með ríkissaksóknara og fulltrúum ríkislög- reglustjóra. Ákveðið er að íslenska lögreglan og FBI fundi með manninum. Síðar um daginn, um það leyti sem fundurinn á að eiga sér stað, er þeim tjáð að aðgerðin falli utan við réttarbeiðn- ina. Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins skipar íslensku lögreglumönnunum að hætta við þátttöku í henni og boðar þá til fundar þar sem sú krafa er ítrekuð. 26. til 30. ágúst FBI ræðir við manninn án aðkomu íslenskrar lögreglu. 30. ágúst Fulltrúar FBI segja fulltrúum ríkislögreglustjóra að sendiráði Bandaríkjanna hafi verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðherrans að þeir hætti viðræðum sínum við manninn og að vera þeirra hér sé óæskileg. Þeir yfirgefa svo landið. Heimild: Samantekt ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara LÖGREGLUMÁL Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra voru sannfærðir um að fulltrúar bandarísku alríkislög- reglunnar FBI væru hér á landi í heimildarleysi sumarið 2011 að rannsaka málefni Wikileaks. Þeir komu því til leiðar að þeir færu úr landi, ekki síst til að vernda hagsmuni íslensks pi lts sem F BI va r komið hingað til að ræða við. „Innanríkisráðherra hafði sam- band við mig og tjáði mér mála- vöxtu þann sama morgun og hann varð þess áskynja að þessir menn væru hér – og það var alveg klárt að hann hafði enga hugmynd um það fyrr,“ segir Össur um málið. „Hann leitaði ráðlegginga hjá mér og mínum ráðuneytisstjóra og við töldum það algjörlega kýr- skýrt, eins og málið var lagt upp við okkur, að FBI væri hér í heim- ildarleysi. Ráðlegging okkar var mjög ljós: Við töldum að þetta væri utan við það sem rétt væri og við töldum þar að auki að drengurinn sem málið snerist um gerði sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hann að ræða með þessum hætti hugsanlega þátttöku sína í athæfi af þessu tagi. Innanríkisráðherra var okkur algjörlega sammála,“ segir Össur. „Þess vegna töldum við í utan- ríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtöl- in áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðli- legar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann.“ Ríkissaksóknari og ríkislög- reglustjóri sendu frá sér sam- antekt um málið í gær, þar sem sagði að samstarfið hefði verið vegna grunsemda um yfirvofandi árás alþjóðlegra þrjóta á tölvukerfi Stjórnarráðsins og að rannsóknin stæði enn. Þá sagði að innanríkis- ráðuneytið hefði haft aðkomu að því á öllum stigum. Össur er ekki sáttur við útskýr- ingar embættanna. „Eins og ég skil varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara í þessu máli þá líta þeir svo á að atburðirnir í ágústlok séu tengdir komu sér- fræðinga hingað meira en mánuði fyrr, þegar talið var að yfirvof- andi væri einhvers konar tölvu- árás á íslenskar stofnanir. Ég fellst ekki á þá skýringu. Ég tel að þar sé um alls óskyldan atburð að ræða,“ segir ráðherrann. „Það er eitt að kanna yfirvof- andi árásir og viðbúnað íslenskra stofnana gagnvart þeim – við höfðum verið vöruð við því opin- berlega, Kristinn Hrafnsson benti meðal annars á það hálfu ári fyrr að örygginu væri áfátt – en það er allt annað að rannsaka einhvern dreng sem taldi sig búa yfir upp- lýsingum sem vörðuðu Wikileaks,“ segir Össur. Ögmundur Jónasson er staddur í Kína ásamt helstu embættis- mönnum innanríkisráðuneytisins og ekki náðist tal af þeim vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á „varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. EKKI SÁTTUR Össur og Ögmundur voru sammála um að koma þyrfti FBI úr landi. Atburðir sumarsins 2011 í tímaröð Laddi, verður Elsa Lund berrössuð líka? „Hún kemur alla vega til með bera sig– vel.“ Laddi segist munu verða „allsnakinn“ í nýjum einleik í Hörpunni því hann muni ekki fela sig bak við gervi karakteranna sem hann hefur skapað. SKRÚBBAÐ OG BÓNAÐ Mótmælendur telja að það þurfi að hreinsa út úr Hæsta- rétti eftir nýfallinn dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Dómari við Héraðs- dóm Norðurlands eystra tók sér í gær frest til dagsins í dag til að ákveða hvort úrskurða skyldi tvo unga pilta í einnar viku gæsluvarð- hald fyrir alvarlega líkamsárás á afa annars þeirra. Piltarnir, sem eru átján og nítján ára, brutust inn á heimili mannsins, sem er á áttræðisaldri, á Skaga- strönd snemma á sunnudagsmorg- un og gengu í skrokk á honum. Árásina má rekja til grunsemda um að maðurinn hafi beitt barna- börn sín kynferðislegu ofbeldi um langt skeið. Einn dóttursonur mannsins, frændi árásarmanns- ins, hefur lagt fram kæru á hend- ur honum og er það mál komið til ríkis saksóknara til ákærumeð- ferðar. Fréttablaðið hafði áður feng- ið upplýsingar um að bróðir hans hefði einnig kært en svo mun þó ekki vera. Maðurinn hefur hins vegar verið ásakaður um brot gegn fleiri piltum og að sögn Gunn- ars Jóhannssonar hjá lögreglunni á Akureyri mun skýrast á næstu dögum hvort fleiri kærur líta dagsins ljós. - sh Ræðst næstu daga hvort afi sem ráðist var á verður kærður fyrir fleiri brot: Ákvörðun um varðhald í dag Úr gjörgæslu Maðurinn lá fyrst um sinn á gjörgæsludeild með alvarlega höfuðáverka. Læknir á Sjúkra- húsinu á Akureyri sagði við Fréttablaðið í gærkvöldi að hann væri kominn á almenna deild og að líðan hans væri stöðug. MÓTMÆLI Um fjörutíu manns komu saman við Hæstarétt snemma í gærmorgun með moppur og annan hreinlætisbúnað til að mótmæla nýlegum dómi í máli kenndu við Vítisengla. Fólkið skrúbbaði húsið utan og skilaboðin voru einföld: Að það þyrfti að hreinsa út úr Hæstarétti. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ofbeldi gegn konu teldist ekki kynferðisbrot þar sem gerandinn hefði ekki haft kyn- ferðislegan tilgang með verknaðinum. Niðurstaðan hefur sætt mikilli gagnrýni. - sh Hæstiréttur skrúbbaður utan vegna nýlegs ofbeldisdóms: Mótmæltu með hreinlætisvörum Konan sem lést þegar hún hrapaði á göngu í Esjunni á sunnudag hét Birna Stein- grímsdóttir. Hún var 58 ára, fædd 31. júlí 1954, hjúkrunar- fræðingur og búsett í Kópavogi. Birna lætur eftir sig eiginmann, þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Birna var í hópi rúmlega þrjátíu göngumanna þegar hún hrapaði efst í Grafardal, vest- an megin við hátind fjallsins, klukkan þrjú síðdegis. Björg- unarmenn komust til hennar þremur klukkustundum síðar og reyndist hún þá látin. Lést í Esjunni SVÍÞJÓÐ Vanlíðan skólabarna vegna leiðinlegra samskipta á netinu er svo mikil að álag í starfi félagsráðgjafa í skólum í Sví- þjóð hefur aukist, að því er kemur fram á fréttavefnum dagbladet. se. Þar er vitnað í rannsókn sem gerð var á vinnuaðstæðum 400 félagsráðgjafa í skólum. Samkvæmt frásögn Lars Jonjack, félagsráðgjafa í skóla í Sundsvall, verða börnin reið og leið vegna meiðandi ummæla í samfélagsmiðlum. Hann segir foreldra verða að taka ábyrgð og reyna að sporna við þessari nei- kvæðu þróun. - ibs Aukið álag á félagsráðgjafa: Vanlíðan barna af völdum samfélagsmiðla LÖGREGLUMÁL Íbúi á Fit í Reykja- nesbæ, dvalarstað hælisleitenda, var handtekinn í hádeginu í gær grunaður um að hafa kveikt í her- bergi á annarri hæð hússins. Þykkt reykjarkóf mætti lög- reglu og slökkviliði við komuna á staðinn og eldtungur stóðu út um glugga. Einn íbúi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lagður inn vegna reykeitrunar. Félagsmálayfirvöld tryggðu að aðrir íbúar hússins fengju húsa- skjól. - sh Handtekinn vegna elds á Fit: Einn á spítala eftir íkveikju SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.