Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 6

Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 6
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir framlag Íslands til Euro- vision-keppninnar í Svíþjóð? 2. Hver er nýkjörinn formaður Sam- fylkingarinnar? 3. Yfi r hverju hefur nýlega verið kvart- að til Neytendasamtakanna? SVÖRIN 1. Ég á líf. 2. Árni Páll Árnason. 3. Að merk- ingum erfðabreyttra matvæla sé ábótavant. DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, fyrir skatt- svik á árunum 2007 til 2009. Alls sveik hann rúmar tuttugu milljón- ir undan skatti á þessu tímabili, að því er fram kemur í ákærunni. Í ákærunni, sem er fyrir „meiri- háttar brot á skattalögum,“ eru talin upp fimm sjálfstæð brot, sem snúast um að hann hafi látið undir höfuð leggjast að telja fram hagnað af sölu hlutabréfa í fyrir- tækinu Sjávarsýn, arð- greiðslur af hlutabréf- um í E-Trade Securities LLC, vaxtatekjur af viðskiptum hjá sama félagi og vegna danskra og breskra bankareikn- inga, og síðast en ekki síst vegna gjaldmiðlaskipta- samninga. Heildartekjur hans af öllum þessum viðskipt- um námu 205 milljón- um á tímabilinu, að því er segir í ákæru, og af þeim bar að greiða fjármagns- tekjuskatt, samtals 20,5 milljónir. Í yfirlýsingu frá Bjarna viðurkennir hann að mis- tök hafi verið gerð við skattframtalið en að þau hafi verið leiðrétt og hann greitt skatt- inn. Ákæran komi honum því verulega á óvart. - sh Bjarni Ármannsson kveðst hissa á ákæru sérstaks saksóknara: Bjarni ákærður fyrir skattsvik NOREGUR Per Olaf Lundteigen, þingmaður Miðflokksins í Noregi, og Dagfinn Høybråten, þingmaður Kristilega þjóðarflokksins í Nor- egi, vilja að norsk stjórnvöld biðj- ist afsökunar vegna framkomunn- ar við Íslendinga í Icesave-málinu. Þeir gagnrýna ummæli Rogers Schjerva, ráðuneytisstjóra í norska fjármálaráðuneytinu, um að dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu hafi einnig verið sigur fyrir Noreg, að því er segir í frétt á vef Nationen. Þar kemur fram að Schjerva hafi sagt Noreg verið besta vin Íslands í málinu. Lundteigen og Høybråten segja fjármálaráðuneytið túlka þátt sinn í málinu frjálslega. Þeir taka fram að norsk stjórnvöld hafi ekki reynst Íslendingum vel þegar hrunið varð 2008. Norsk stjórnvöld hafi skipað sér í hóp með öðrum norrænum ríkjum, Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Evrópusamband- inu gegn Íslandi. Lundteigen segir að Norðmenn hafi átt að gera eins og Færeyingar og Pólverjar og veita Íslendingum tvíhliða lán til þess að styðja þá. Haft er eftir Høybråten að það hafi sýnt sig að kröfurnar sem gerðar voru til Íslands hafi verið óraunhæfar. Norðmenn verði að læra af því. - ibs Þingmenn gagnrýna norsk stjórnvöld vegna framkomu við Íslendinga: Biðjist afsökunar vegna Icesave PER OLAF LUNDTEIGEN MYND/SENTERPARTIET DAGFINN HØYBRÅTEN MYND/ANNE BRÅTVEIT BJARNI ÁRMANNSSON Save the Children á Íslandi UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir, umhverfis- og auðlindaráð- herra, leggur á fundi ríkisstjórnar- innar í dag til að auknu fjármagni verði veitt til þess að vakta og halda utan um rannsóknir í tengslum við endurtekinn síldardauða í Kolgrafa- firði á Snæfellsnesi. Í desember síðastliðnum er talið að um 30 þúsund tonn af fiski hafi drepist í firðinum og svo aftur þús- undir tonna síðasta föstudag. „Við gerum ráð fyrir að veita fjármagni í að vakta þetta ástand betur og meta þörf og möguleika á mótvægisaðgerðum,“ segir Svandís. Hafrannsóknastofnunin vinnur að því að meta hversu umfangs- mikill síldardauðinn hafi verið núna í byrjun mánaðarins. Þá hefur Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Vesturlands einnig sett upp vökt- unar- og eftirlitsáætlanir. „Og það sem við veltum nú fyrir okkur er að umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti muni halda utan um vöktunaráætlunina, til þess að tryggja reglulega upplýs- ingagjöf og síðan að halda utan um skýrslu um málið frá upphafi til enda, bæði viðbrögð og vöktun,“ segir Svandís og bætir við að síldar- dauðinn í firðinum sé einstakur við- burður og því mikilvægt að fylgjast mjög vel með þróun mála. „Núna eru fram undan þessir mánuðir þegar fuglinn fer að koma og verð- ur mjög mikilvægt að fylgjast með því hvort þessi viðburður hafi áhrif á fuglalífið og lífríkið allt þegar það fer að lifna meira með vorinu.“ Heimamenn gera hreinsunar átak í dag en í bítið munu krakkar úr 5.-10. bekk grunnskólans á Grund- arfirði, og reyndar fleiri, halda upp í Kolgrafafjörð til að handtína síld úr fjörunni. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, for- seti bæjarstjórnar, segir þetta einu leiðina til að bjarga þeim verðmæt- um sem liggja í fjörunni, tækjum verði ekki viðkomið. „Þetta verður notað í minkafóður og er tilraun til að draga úr grútarmengun, sem er orðin hrikaleg nú þegar. Síðan tekur fyrirtækið Skinnfiskur í Sandgerði síldina og krakkarnir geta notað peningana í félagsstarf.“ Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær einboðið að afla- ráðgjöf stofnunarinnar í síld yrði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Þorsteinn sagði síld- ardauðann í Kolgrafafirði einstakan á heimsvísu. olikr@frettabladid.is svavar@frettabladid.is Vill vöktun á lífríki Umhverfisráðherra leggur til að fjármagni verði veitt til vöktunar og rannsókna vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Grunnskólanemar fara í dag til að tína upp síld af fjörum. Síldardauðinn mun hafa áhrif á aflaráðgjöf fyrir næstu vertíð. Í KOLGRAFAFIRÐI Nú hefur gríðarlegt magn síldar drepist í firðinum í tvígang. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEYTENDUR Sjússamælar og vín- glös voru ómerkt eða ekki vottuð með viðeigandi merkjum hjá öllum tuttugu vínveitingahúsun- um og innflytjendum sem Neyt- endastofa kannaði fyrir stuttu. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvort veitingahús færu eftir reglum um vínmál sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu. Stofnunin mun fylgja þessari könnun eftir og fara fram á að úr þessum málum verði bætt. - sv Neytendastofa skoðar bari: Sjússar og glös í ólagi á börum Þetta verður notað í minkafóður og er tilraun til að draga úr grútarmengun, sem er orðin hrikaleg nú þegar. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjar- stjórnar Grundarfjarðar VEISTU SVARIÐ? TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri góðir ávextir. 4 tegundir af ávöxtum eru á bakkanum – við veljum það sem er best hverju sinni eftir árstíðum og framboði. eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns TORTILLA OSTABAKKI Fyrir 10 manns 1.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.