Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 8

Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 8
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 3 7 0 * M ið a ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 SHIFT_ SHIFT_ Í E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 3 7 0 * M ið a ð SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 4,2 l/100 km* Eyðsla: 6,6 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. NISSAN JUKE Bensín, sjálfskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* Eyðsla: 6,3 l/100 km* ELDSNEYTI MINNA NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 KEMUR Á ÓVART! Líka þegar þú pró far SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður EVRÓPUMÁL Leiðtogi jafnaðar- manna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópu- sambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sann- færður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarp- aði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Frétta- blaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögun- um að hægja á aðildarviðræð- um Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samn- ingaviðræðunum þar til eftir þing- kosningarnar í vor. Þá benda skoð- anakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkis- stjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðild- arviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á við- ræðunum þangað til eftir kosn- ingar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sam- bandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitleg- ar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeil- unnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swo- boda. Að lokum óskar Swoboda Íslend- ingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-mál- inu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gang- verkið utan um fjármálastarf- semi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna. magnusl@frettabladid.is Íslendinga að ákvarða samband sitt við ESB Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Hannes Swoboda segir að ESB sé á réttri leið þegar kemur að því að leysa fjármálakrísuna á evrusvæðinu. „Krísan snýst ekki lengur um evruna, það eru allir hættir að tala um þann möguleika að evrusamstarfið líði undir lok. Það er framför. Hins vegar er krísunni auðvitað ekki lokið því að atvinnuleysi er enn of mikið, laun of lág og hagvöxtur of lítill,“ segir Swo- boda og bætir við að ESB þurfi að auka fjárfestingar í innviðum og laga kerfisgalla í hagstjórn og fjármálaeftirliti til að leysa vandann endanlega. Ekki lengur evrukrísa HANNES SWOBODA Hannes Swoboda er austurrískur jafnaðarmaður sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1996. Hann tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í þinginu á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er nú í viku- heimsókn í kínversku borgunum Peking og Sjanghæ, ásamt aðstoð- arkonu sinni, ráðuneytisstjóra og tveimur skrifstofustjórum innan- ríkisráðuneytisins. Heimsóknin er margþætt, en meðal annars verður rætt við kínversk yfirvöld varðandi loftferðasamninga til Kína. Samkvæmt upplýsingum úr innan ríkisráðuneytinu hefur flug- félagið Atlanta óskað eftir því að komið verði á formlegu sambandi milli ríkjanna tveggja varðandi flug og eru samræður komnar á lokastig. Framkvæmdastjóri Atlanta er staddur erlendis en Stefán Eyjólfs- son, starfsmannastjóri félagsins á Íslandi, segir kínversk flugmála- yfirvöld hafa aðrar reglur en önnur Asíulönd hvað flugleyfi varðar. „Þau leyfa ekki svokallaða „wet- lease samninga,“ það er að segja að við leigjum okkar vélar með áhöfnum til annarra,“ segir hann. „Þegar við fljúgum til dæmis fyrir Saudi Arabian Airlines leigj- um við vélarnar okkar til þeirra. En við getum ekki flogið til Kína vegna þessara reglna.“ Vonast er til, með heimsókn innanríkisráð- herra, að hægt verði að gera flug- félaginu auðveldara að nýta vélar sínar í þessum heimshluta og gera mögulega samninga milli Íslands og Kína í framtíðinni. - sv Fulltrúar innanríkisráðuneytis í vikuheimsókn í Peking og Sjanghæ: Ræða flugsamgöngur til Kína ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkis- ráðherra dvelur nú í Kína ásamt fríðu föruneyti úr ráðuneytinu þar sem rætt verður meðal annars við stjórnvöld um samgöngur, neytendamál og ættleiðing- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÝSKÖPUN Efla á tengsl skóla og atvinnulífs með framtakinu Verk- efnamiðlun, sem Íslenski sjávar- klasinn stendur að. Opnaður hefur verið vefurinn verkefnamidlun.is, en þar geta fyrirtæki skráð verk- efni sem þau óska eftir nemendum til að sinna. Þegar eru í boði um 50 verkefni af ýmsu tagi. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Íslenska sjávarklasans, segir með framtakinu brugðist við áhuga bæði skóla og atvinnulífsins á að bæta tengsl þar á milli. Fyrsta kast- ið er áhersla lögð á verkefni tengd hafinu og nýsköpun en vefurinn er þó opinn fyrir- tækjum í öllum atvinnugrein- um. „Ég hvet nem- endur alveg sérstaklega til að skrá sig þarna inn á vefinn,“ segir Þór og kveðst vonast til þess að á end- anum verði þarna til ein verkefna- miðlun fyrir atvinnulífið allt. Hann segir verkefnið hafa verið kynnt í norrænu samstarfi og mik- ill áhugi sé fyrir því bæði í Fær- eyjum og Danmörku að setja upp verkefni með það sem fyrirmynd. „Þeir hafa óskað eftir hugbúnaðar- fyrirtækjunum sem hafa aðstoðað okkur hér heima.“ Verkefnið verður kynnt nemend- um formlega á morgun á Frama- dögum sem haldnir verða í Háskól- anum í Reykjavík. - óká Verkefnamiðlun.is á að bæta tengslin milli skólanna og atvinnulífsins: Nemendur vinni fyrir fyrirtæki ÞÓR SIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.