Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 10

Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 10
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 VÖRUR SEM EIGA HEIMA Í ÞÍNU ELDHÚSI Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að setja reglur um aldurstakmark á neyslu á hrísgrjónamjólk hér á landi þar sem of mikið magn af arseni, sem er eitraður málmung- ur og getur valdið krabbameini, hefur fundist í hrísgrjónadrykkj- um. Ný sænsk rannsókn leiddi í ljós að hrísgrjónaplöntur taka í sig arsen á vaxtartímanum og ná svo ekki að losa það úr fyrir uppskeru. Af þessum sökum hafa verið settar reglugerðir á Norðurlöndunum og Bretlandi þar sem aldurstakmark er sett á neyslu hrísgrjónamjólkur, allt frá þriggja til sex ára. Zulema Sullca Porta, sér- fræðingur hjá Matvælastofnun (MAST), segir ástæðu til að skoða þessar reglugerðir hér á landi. Hún býst við því að MAST gefi út viðmiðunarreglur í næstu viku þegar norrænni ráðstefnu sér- fræðinga um málið er lokið. „Hrísgrjónin virðast vera vandamálið, sérstaklega þar sem vörurnar eru markaðssettar fyrir börn. Vandamálið með hrísgrjóna- mjólkina er sú að lítill einstak- lingur innbyrðir mögulega mjög mikið magn á hverjum degi og því getur það talist skaðlegra en aðrar vörur,“ segir hún og tekur þar hrískökur og grauta sem dæmi. „Ungabörn geta drukkið allt að hálfan lítra á dag og þess vegna hringja þessar viðvörunarbjöllur. Þetta er ekki æskilegt fyrir svona ung börn þegar mjólk er þeirra aðalfæða.“ Zulema beinir til foreldra barna með mjólkuróþol að skoða aðra kosti en hrísgrjónamjólk á meðan rannsóknirnar standa yfir. „Fyrstu niðurstöður benda til þess að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ segir hún. - sv Skoða hvort banna eigi hrísgrjónamjólk: Eitur í hrísgrjónum veldur áhyggjum HRÍSGRJÓNAAKUR Arsen myndast víða í umhverfinu og smitast í plöntur sem taka í sig mikið vatn, eins og hrís- grjónaplöntuna. Fyrstu niðurstöður benda til þess að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá MAST HLAUPAB ÖND OG LYFTINGA BEKKIR m eð 10–20% afslætti. ÞREKTÆK I í miklu ú rvali fyrir byrjendu r sem len gra komn a. sláttur www.markid.is / Sími 517 4600 / Ármúla 40

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.