Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 14

Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 14
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS E nn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnar- innar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugs- aðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallar- atriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiði- stjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingar- rétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosninga- plagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Í frumvarpi til laga um ný náttúruvernd- arlög er margt gott og gilt og ber að taka fagnandi. En betur má ef duga skal. Inn á milli eru gloppur sem vert er að staldra við og skoða nánar. Ég vil því hvetja fólk og félagasamtök sem telja sig málið varða að senda inn athugasemdir á vef Alþingis fyrir 8. febrúar næstkomandi. Með því mætti reyna á það samráð sem oft hefur verið bent á að viðhaft sé af hálfu stjórn- valda. Því með samráði má gera gott betra, ekki satt? Þá er best að leita til og hlusta á þá sem kunnugastir eru málum. Það eru þeir aðilar sem árum saman hafa farið um fjöll og firnindi og þekkja því landið eins og lófann á sér. Mikilvægt er að fara ekki í manngreinarálit með hvaða hætti fólk ferðast, en þar er átt við gangandi og akandi útivistarfólk og auðvitað einnig hestamenn sem hafa margt til málanna að leggja. Ferðafrelsi er okkur Íslendingum í blóð borið og þráin eftir því að komast út í náttúruna sterk. Okkur ber að sjá um að allir fái notið náttúrunnar, líka þeir sem vegna öldrunar, veikinda, fötlunar eða ungs aldurs geta ekki ferðast um nema til komi vélknúið ökutæki. Á vefnum hafa verið hatrammar umræður með ásökunum um að nú eigi að nota fötlun sem átyllu til að spæna um allt á ökutækjum án ábyrgðar, umræða sem oft er lituð af misskilningi og skorti á því að geta sett sig í spor annarra. Slíkt tel ég vera umræðu á villigötum. Mikilvægt er samt að raddir allra fái að heyrast. Er það einlæg von mín að á okkur verði hlustað og samráð verði haft til úrbóta. Landið er sameign okkar allra og okkur ber að ganga þannig um að við skilum því eins til komandi kynslóða og við tókum við því, ef ekki enn betra. En ég spyr hvers virði er náttúran ef enginn fær að njóta hennar? Til að unna þarf að þekkja og það gerum við með því að ferðast og kynnast landinu. Of mörg boð og bönn eru sjaldnast sú leið sem vænlegust er til bóta. Veljum því frekar fræðslu og leið- sögn. Það er vænlegra að gefa sér tíma til að fara yfir málin á yfirvegaðan hátt og finna lausnir sem leiða til sátta þannig að allir geti vel við unað. Ég bið því þing- menn að skoða hug sinn áður en þeir sam- þykkja náttúruverndarlögin óbreytt og skora á alla að kynna sér málið á www. ferdafrelsi.is. Sá veit er víða ratar NÁTTÚRA Laila Margrét Arnþórsdóttir ráðgjafi ➜ Ferðafrelsi er okkur Íslendingum í blóð borið og þráin eftir því að komast út í náttúruna sterk. Nú þarf skýr svör Mál bandarísku lögreglumannanna sem komu hingað til lands haustið 2011, sem fréttastofa Ríkisútvarps- ins hefur skilmerkilega greint frá, er hið skrýtnasta. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist hafa frétt af hingaðkomu þeirra 25. ágúst og krafist þess að öllu samstarfi við þá yrði hætt. Utanríkisráðuneytið hafi síðan gengið í málið, að sögn Ögmundar, og lögreglumennirnir horfið af landi brott. Nú hefur ríkislögreglustjóri hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ráðuneytin tvö hafi ekki haft samband fyrr en 30. ágúst og lýst nærveru bandarísku lögreglu- mannanna óæskilega. Nú þarf Ögmundur að gefa skýr svör um málið. Kínverska kjördæmið Til eru þeir sem eru svo staðnaðir í pólitískum þroska að þeir nota merkimiða eins og kommúnista yfir andstæðinga sína. Þeir gætu kannski gert sér mat úr þeirri staðreynd að Ögmundur er staddur í Kína, en þessa vikuna er hlé á störfum Alþingis svo þingmenn geti sinnt kjördæmum sínum. Það þarf hins vegar að vera af hinum eðla þjóðflokki gárunga til að tengja utanför Ögmundar og skyldur hans í kjördæmi hans við hið kommún- íska Kína. Vinaheimsókn Að minnsta kosti einn annar þingmaður fer út fyrir landsteinana í kjördæmavikunni, en Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, heimsækir breska þingið í dag. Þar hittir hún forseta neðri málstofu, John Bercow, og víst er að næg eru um- ræðuefnin. Ásta Ragnheiður gæti til dæmis farið yfir Icesave-dóminn með breskum kollega sínum og útskýrt hvernig það að þjóðin felldi í tvígang samninga sem Alþingi samþykkti skilaði eins farsælli niðurstöðu og raun ber vitni. Þegar það umræðuefni þrýtur getur Ásta minnst aðeins á aðra milliríkjadeilu, um makríl- kvótann. Þetta verður gaman. kolbeinn@frettabladid.is Fjórða atrennan að breytingum á fiskveiðistjórn: Nýtt frumvarp, sömu hugmyndir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.