Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 16

Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 16
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Utanríkisráðherra skrifar í Fréttablaðið á laugar- dag sérstaka grein um utanríkis stefnu Sjálf stæðis- flokksins. Ekki það að ekki megi gagnrýna stefnu flokksins á um liðnum árum og áratugum á sviði utan- ríkismála en þá skal það gert á grundvelli réttra frá- sagna en ekki ímyndaðrar atburðarásar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum söguna verið sá flokkur sem leitt hefur þær ríkisstjórnir sem eflt hafa vestræna samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála, auk þess að tryggja alþjóðasamstarf sem stuðlað hefur að auknu viðskipta- og athafnafrelsi. Engar stórar mikil- vægar pólitískar ákvarðanir í utan- ríkismálum okkar Íslendinga hafa verið teknar án atbeina eða forystu Sjálfstæðis flokksins. Má nefna aðildina að Atlantshafsbanda laginu, EFTA og Evrópska efnahags- svæðinu. Þótt við utanríkisráð- herra kunnum að vera sammála því að mikilvægt sé að ljúka aðildar- við ræðum við Evrópu sam- bandið er ekki hægt að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hafa komið því máli í biðstöðu. Sá vandi er fyrst og fremst heimabakaður vegna langvarandi deilna við ríkis stjórnarborðið en einnig vegna kjarkleysis stjórnar flokkanna tveggja að taka ekki undir eðlilega tillögu formanns og þáver- andi varaformanns Sjálf- stæðis flokksins, að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla áður en lagt yrði í umsóknar- leiðangurinn. Það mátti hins vegar ekki því tillagan kom frá hinum agalega Sjálfstæðis flokki. Utanríkisráðherra lætur að því liggja að Sjálfstæðis flokkurinn, með Geir Haarde í broddi fylk- ingar, hafi ekki viljað samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta er ekki bara billegt heldur ómak- legt því það var fyrst og fremst Geir Haarde sem beitti sér fyrir komu sjóðsins hingað til lands, líkt og hann beitti sér af einurð fyrir setningu neyðarlaganna. En það er eftir öllu af ríkisstjórnar flokkunum að gera sem minnst úr hlutverki Geirs á þessum örlagatímum þegar taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Miklir fyrirvarar Hitt er betra að hafa fram vinduna á hreinu þegar kemur að sam- vinnunni við AGS. Í byrjun október- mánaðar, nánar tiltekið kvöldið 5. október 2008, fékk forsætisráð- herra Ingimund Friðriksson seðla- bankastjóra á fund ríkisstjórnar til að útskýra í hverju samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fælist. Þá höfðu tveir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar uppi mikla fyrirvara við komu sjóðsins hingað til lands. Nokkuð stór orð féllu. Töldu þeir reynslu alþýðu manna víða um heim af sjóðnum hafa verið vonda og því ætti Ísland að gjalda varhug við því að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til Íslands. Þessir tveir ráðherrar voru Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Geir vildi aftur á móti leita samvinnu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og naut þar ára- langrar reynslu sinnar af samstarfi við sjóðinn úr fyrri störfum. Nýttist sú reynsla vel við að móta samning, nokkuð nýstárlegan miðað við það sem alla jafna gilti hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sem hentaði íslenskum hagsmunum. Vegna þessa kom m.a. Daninn Paul Thomsen stuttu síðar til landsins á vegum AGS og fór á fund nokkurra ráðherra ríkisstjórnar til að útskýra hvernig hugsanlegu sam- starfi við sjóðinn gæti verið háttað. Á þeim fundi miðjum snerist utan- ríkisráðherra núverandi eins og hendi væri veifað og taldi rétt að ganga til samstarfs við sjóðinn. Það var síðan gert góðu heilli. Á þessum örlagaríku vikum þurfti að taka erfiðar ákvarðanir. Þótt eftiráspeki geti verið hvimleið þá var sú ákvörðun að ganga til sam- starfs við Alþjóðagjaldeyris sjóðinn hárrétt, sem og setning neyðarlag- anna. Reyndar hvorugt ákvarðanir sem Vinstri-græn studdu. Þau mega þó eiga það að þau fylgdu síðan nokkuð fumlaust þeirri áætlun sem fyrir lá í samskiptum Íslands við AGS þegar þau voru komin í ríkis- stjórn. Skuldlaus ríkissjóður árin á undan ásamt þessum tveimur ákvörðunum á örlagastundu voru lykillinn að því að Ísland átti tæki- færi til að komast sem fyrst út úr erfiðleikum hrunsins. Sagan mun síðan sýna og dæma hvernig vinstri stjórnin nýtti tæki- færin og tók ákvarðanir. Ljóst er að sundrung og óskiljanlegur stríðsrekstur ríkis stjórnarinnar í mörgum mikilvægum mála- flokkum er ofarlega í hugum margra, bæði Samfylkingarfólks og annarra. Sem betur fer eru nú teikn á lofti að því muni linna og uppbyggilegt samtal um fram- tíðina geti átt sér stað. Þegar slíkir jákvæðir tónar eru slegnir af nýrri forystu stjórnmálaflokks er það jafnframt forystumanna annarra flokka að nálgast slíkt samtal af heiðarleika og einlægni. Össur og AGS ➜ En það er eftir öllu af ríkisstjórnarfl okkunum að gera sem minnst úr hlut- verki Geirs á þessum örlaga- tímum þegar taka þurfti erfi ðar ákvarðanir. UTANRÍKISMÁL Þorgerður K. Gunnarsdóttir þingmaður og fyrrv. varaformaður Sjálf- stæðisfl okksins Frá því ég var 5 ára var ég staðráðin í því að verða kennari. Kennari skyldi ég verða! Þetta var ein- faldlega drauma starfið og það var nóg. Vorið 2011 útskrifaðist ég sem grunn- skólakennari við Háskóla Íslands og hóf störf sem kennari haustið eftir. Starfið stóð og stendur enn algjörlega undir væntingum. Það er gaman og um leið mjög krefjandi að fá að kenna ungum snillingum, aðstoða þá við að uppgötva og fræða þá um allt milli himins og jarðar. Svo ekki sé minnst á það að fá útborgað! Nú þarf ekki að bíða eftir námslánum og/eða semja við bankann um fram- færslu. Fljótlega runnu þó á mig tvær grímur, útborg unin dugir tæplega fyrir mánaðar- legum útgjöldum einhleypings í Reykjavík. Samkvæmt launatöflu Kenn- arasambands Íslands frá mars 2012 eru grunnlaun umsjónar- kennara 34 ára og yngri (með 12-19 nemendur í bekk) 294.634 krónur. Af því er síðan tekinn skattur eins og gengur. Ég fór því á stúfana og kynnti mér neysluviðmið velferðar- ráðuneytisins. Ef miðað er við einn full orðinn í „fjölskyldu“ á höfuð borgarsvæðinu eru dæmi- gerð heildarútgjöld án húsnæðis- kostnaðar 223.031 kr. Inni í þessum útreikningum er ekki tekið til greina að margir eru að greiða af námslánum sínum mán- aðarlega í mörg ár. Líka kennarar. Og nú spyr ég hvort þetta séu ásættanleg laun? Er ásættanlegt að þeir sem kenna, svo dæmi séu tekin, forsetum, læknum, kenn- urum, lögfræðingum, hjúkrunar- fræðingum, sendiherrum og pró- fessorum framtíðarinnar nái ekki utan um mánaðarleg útgjöld? Það finnst mér ekki ásættanlegt. Illa launað draumastarf KJARAMÁL Fríða Margrét E. Þorsteinsdóttir grunnskólakennari ➜ Og nú spyr ég hvort þetta séu ásættanleg laun? Næsti fundur á Akureyri Golfskálinn Jaðri, föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00. Opinn fundur í kvöld á Hótel Natura (Loftleiðir) kl. 20:00 Samtök útivistarfélaga, SAMÚT, efna til opins fundar í kvöld með útivistarfólki og fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Þar verða rædd mál sem efst eru á baugi þessa stundina, m.a. frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Á fundinum munu þessir fulltrúar svara nokkrum lykilspurningum. » Björt framtíð Róbert Marshall alþingismaður » Framsóknarflokkurinn Ásmundur Einar Davíðsson alþingismaður » Samfylkingin Mörður Árnason alþingismaður » Sjálfstæðisflokkurinn Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður » Vinstri grænir Álfheiður Ingadóttir alþingismaður Að lokinni stuttri framsögu þingmanna verður opnað fyrir umræður og spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Páll Benediktsson, fyrrum fréttamaður. Allir velkomnir!Samtök útivistarfélaga - SAMÚT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.