Fréttablaðið - 05.02.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA
Sýkingar af völdum fjölónæmra MÓSA-baktería eru alvarlegt vandamál á sjúkrahúsum víða í
heiminum. Enn eru MÓSA-sýkingar ekki
algengar hér á landi en til að sporna
við því að bakteríurnar nái fótfestu
hér hafa flest sjúkrahús á Íslandi sett
ákveðnar reglur um markvissa leit að
MÓSA við innlögn sjúklinga sem nýlega
hafa legið á sjúkrahúsum erlendis.
Algengt er að íslenskt heilbrigðis-
starfsfólk starfi að hluta til á erlendum
sjúkrahúsum. Því vaknar sú spurning
hvort þessar tíðu ferðir geti ekki aukið
bakteríusmit milli stofnana, þá sérstak-
lega með tilliti til MÓSA. „Reynt er að
halda MÓSA-bakteríunum frá sjúkra-
húsunum eins og hægt er. Ákveðnar
reglur gilda um ræktun út af MÓSA þeg-
ar sjúklingar eru að færast milli sjúkra-
húsa og það sama á við um starfsfólk
sem starfar að hluta á erlendum sjúkra-
húsum,“ segir Þórólfur Guðnason,
yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis-
embættisins, og bætir við að sýkinga-
varnadeildir sjúkrahúsanna sjái um að
framfylgja reglunum.
„Við erum með ákveðnar reglur um
að fólk sem starfar á sjúkrahúsum
erlendis skili MÓSA-sýnum samkvæmt
leiðbeiningum,“ segir Ásdís Elfars-
dóttir Jelle á sýkingavarnadeild Land-
spítala. Misjafnt sé þó hversu oft þurfi
að skila sýnunum og fari það eftir því
hvar fólkið hefur verið að vinna. „MÓSA
er misjafnlega algeng í heiminum. Þeir
sem vinna á Norðurlöndunum eða í
Hollandi, þar sem við vitum að lítið er
um MÓSA, skila sýni eftir fyrstu ferð
og síðan á sex mánaða fresti ef farið er
reglulega utan,“ útskýrir hún en starfs-
menn sem fara til annarra landa þar
sem meira er um MÓSA eiga að skila
sýni eftir hverja ferð. Ásdís segir slíkar
sýkingar afar óalgengar meðal starfs-
fólks Landspítala. „Það hefur engin slík
sýking dúkkað upp hjá okkur í mjög
langan tíma.“
Þórólfur hefur heyrt af einhverju
heilbrigðisstarfsfólki sem greinst hefur
með bakteríuna. „Ef MÓSA-bakteríur
finnast hjá starfsmanni fer sá hinn sami
í upprætingarmeðferð um leið,“ segir
hann og telur að þetta sé besta fyrir-
komulagið sem er í boði. Baráttuna við
MÓSA segir hann þó erfiða. „Þessar sýk-
ingar eru ekki bundnar við sjúkrahúsin
heldur er þessar bakteríur að finna úti í
samfélaginu. Heilbrigt fólk getur gengið
með þessar bakteríur og fæstir verða
veikir. Bakterían hefur því náð fótfestu
hér í samfélaginu en aðaláhersla okkar
er að reyna að halda henni frá sjúkra-
stofnunum eins og hægt er.“
FYLGST MEÐ SMITI
SMITHÆTTA Algengt er að heilbrigðisstarfsfólk starfi að hluta til á erlendum
sjúkrahúsum. Við það eykst hættan á að bakteríur berist milli sjúkrahúsa.
Sýkingavarnadeild Landspítala fylgir sérstökum reglum til að forðast smit.
INN OG ÚT AF SPÍTALANUM Starfsmenn spítalanna sem vinna að hluta á sjúkrahúsum erlendis þurfa að skila sýnum með reglu-
legu millibili.
MÓSA
er skammstöfun á Meti-
cillin ónæmur Staphylo-
coccus aureus. Staphylo-
coccus aureus er algeng
bakteríutegund sem lifir
að staðaldri á húð og
einkum í nefi um það
bil 20 til 40 prósenta
manna án þess að valda
nokkrum einkennum eða
skaða. Komist hún hins
vegar í sár, blóðbraut
eða aðra vefi getur hún
valdið misalvarlegum
sýkingum. Við alvarlegar
sýkingar þarf að nota
sýklalyf og þá hefur lyfið
Meticillin helst verið
notað. Nú ber æ oftar á
afbrigðum bakteríunnar
sem eru ónæm fyrir
Meticillini og jafnframt
fleiri sýklalyfjum og kall-
ast þessi afbrigði MÓSA.
MÓSA er enn sjaldgæf
á Íslandi, en nái hún
bólfestu á sjúkrahúsum
getur reynst erfitt og
kostnaðarsamt að upp-
ræta hana.
Heimild: Vísindavefur
Háskóla Íslands
Lífshlaupið er nú haldið í sjötta sinn og stöðugt bætast fleiri keppendur við. Í fyrra tóku um 20 þúsund manns þátt sem er aukning um 24
prósent frá árinu áður. „Á heimasíðu okkar geta
bæði fyrirtæki, skólar og einstaklingar skráð sig og
í framhaldi skráð niður þá hreyfingu sem stunduð
er. Fólk er mjög spennt yfir þessu, vinnustaðir fara
í zumba-tíma, hópgöngur og fleira til að efla hreyf-
ingu á vinnustöðum,“ segir Jóna Hildur Bjarnadótt-
ir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.
Árið 2011 lagði ÍSÍ rannsókn fyrir þátttakendur í
vinnustaðakeppni Lífshlaupsins. Þar svöruðu þeir
spurningum um daglega hreyfingu áður en þeir
tóku þátt og svo aftur fimm mánuðum eftir þátt-
töku. „Niðurstöðurnar voru þær að meirihlutinn
sem tók þátt var farinn að hreyfa sig meira en áður.
Þeir sem hreyfðu sig einu sinni til tvisvar sinnum
í viku voru farnir að hreyfa sig þrisvar til fjórum
sinnum í viku og svo framvegis. Þannig ýtir Lífs-
hlaupið við fólki.“ Þá geta einstaklingarnir einnig
tekið þátt bæði þessar þrjár vikur og allt árið um
kring. „Það eru um 1.200-1.300 manns sem gera
það. Skráningin fer vel af stað og við vonumst til að
setja þátttökumet í ár. Við hvetjum fólk til að fara
inn á nýja vefinn okkar www.lifshlaupid.is og skrá
sig, eða fylgjast með á Facebook-síðunni okkar.“
LÍFSHLAUPIÐ HAFIÐ
Í dag hefst hið árlega Lífshlaup ÍSÍ og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Lands-
menn eru hvattir til að huga að daglegri hreyfingu, efla hana og auka.
EKKI OF SEINT AÐ SKRÁ SIG Enn er tekið á móti skráningum
á www.lifshlaupið.is. MYND/STEFÁN KARLSSON
Mígreni
Þjáist þú af
eða einhver sem þú þekkir
Nýtt
á Íslandi
Vísindalega sannað að MigreLief gagnast við mígreni
Fæst í Lyfjaborg
Borgartúni 28 - Sími 553-8331
Náttúrulegt v í tamín
fæðubótarefni æt lað
mígrenis júkl ingum
fæst án ly fseði ls .
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
NÁTTBLINDA Útvarps
þátturinn
Snorri með
Orra
frá hádegi
alla virka
daga
Save the Children á Íslandi
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR!
Skipholti 29b • S. 551 0770
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir