Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 20

Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 20
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2013 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is s. 512 5432 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Blaðamaður/ritstjórn: Finnur Thorlacius Einn alvinsælasti jeppling-ur síðustu ára á Íslandi er Honda CR-V. Það sem meira er, hann er langvinsælasti jepplingur í Bandaríkjunum og slær léttilega við heimabílunum Ford Escape og jepp- anum Ford Explorer. Hann seldist í meira en 300.000 eintökum á síðasta ári. Hann er þekktur fyrir áreiðan- leika og fátíðar bilanir og endist von úr viti. Svo vel hefur hann enst hér á landi að 98% allra CR-V bíla sem selst hafa frá upphafi sölu hans eru enn á götunum. Það er því greini- lega nokkuð varið í þennan bíl og svo var reyndar raunin er honum var reynsluekið á dögunum. Var þar um að ræða nýja kynslóð bílsins af árgerð 2013. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á bílnum og allar til að gera góðan bíl betri. Virkar stærri en forverinn en er minni Í fyrsta lagi er bíllinn fallegri að utan, en fyrri kynslóð hans var orðin nokkuð á eftir og breyting- ar því tímabærar. Hann er allur rennilegri og greinilega hefur verið unnið ríkulega í loftf læði hans, allt til að minnka eyðslu bílsins. Honda hefur þó ekki gert þau mis- tök að gera hann svo sportlegan að minnka gluggalínu hans, eins og á við um svo marga nýja bíla í dag. Það verður gjarnan til þess að út- sýni úr bílnum, sérstaklega úr aft- ursætum, skerðist mjög. Önnur mis- tök sem Honda gerði ekki var að gera bílinn stærri, heldur þvert á móti er bíllinn aðeins minni þó að útlitið bendi til þess þveröfuga. Vel útfærð verkfræðileg hönnun hans innan- borðs hefur hins vegar gert það að verkum að hann er rýmri en forver- inn og á það við um öll mál hans. Meira rými fyrir ökumann og aft- ursætisfarþega, auk hins flata gólfs í afturhluta bílsins, skapar góða rým- istilfinningu. Eftirtektarvert er gott fótarými aftur í. Skottrými er yfrið og ætti að duga flestum til ferðalaga. Í dýrustu Executive-útgáfu bílsins kemur hann með gullfallegum leð- ursætum og ýmislegt annað góð- gæti fylgir þá með eins og rafstýrt ökumannssæti, glerþak, rafstýrð- ur afturhleri og lyklalaust aðgengi og ræsing. Fín innrétting en of mikið af plasti af ódýrari gerðinni Geymslurými öll eru til fyrirmynd- ar og í miðjustokki eru gríðarlega rúmmiklar geymslur og geta hæg- lega látið kvenmannsveski hverfa. Ekki er skortur á glasahöldurum. Fimm tommu upplýsingaskjár gefur mælaborðinu snaggaralegan svip þó stærri skjáir prýði margan bílinn í dag. Á skjánum má stýra öllum fjár- anum í bílnum og á honum birtist útsýni bakkmyndavélar ef sett er í bakkgír. Hitastýrð miðstöð er vel þegin breyting á bílnum. Mæla- borðið er einfalt en skiljanlegt og allt til staðar sem þarf. Allar mögu- legar tengingar eru í bílnum og ekki er ónýtt að geta stýrt lagavali gegn- um iPhone. Það eina sem hægt er að setja út á innréttinguna er notkun á því er virðist ódýrari gerð plasts, sem setur hann aðeins niður í sam- anburði við margan annan nýjan bílinn í dag. Allt er þetta þó greini- lega vel smíðað eins og við mátti búast hjá Honda. Í bílinn má fá rad- artengdan skriðstilli, akreinaaðstoð og árekstrarviðvörunarkerfi, en fjar- lægðarskynjarar að framan og aftan eru staðalbúnaður. Kostar frá 6,0 til 7,9 milljónir Fá má CR-V með 2,0 lítra og 150 hestafla bensínvél eða 2,2 lítra og 155 hestafla dísilvél. Báðar eru þær þýðgengar og öflugar vélar en eyðsl- an með dísilvélinni er umtalsvert lægri. Á móti kemur að bensínbíll- inn er talsvert ódýrari sem munar 900 þúsund krónum. Bensínbílinn má aðeins fá sjálfskiptan en dísil- bílinn bæði bein- og sjálfskiptan. Ef keyptur er dísilbíll með beinskipt- ingu munar ekki nema 100 þús- und krónum á honum og bensín- bílnum. Eyðsla beinskipts bíls er að auki einum lítra minni í blönd- uðum akstri, ekki nema 5,6 lítrar á hundraðið. Geri aðrir jepplingar betur. Ódýrasti bíllinn er sjálfskipt- ur bensínbíll á 5.990.000 kr. Dýrasta útgáfa hans er sjálfskiptur dísilbíll í Executive-útgáfu, á 7.890.000 kr. Akstur Honda CR-V er einkar ljúf- ur, fjöðrun til fyrirmyndar og bíll- inn er allur stífur og góður. Ekki ber mikið á hliðarhalla er lagt er á hann, stöðugleiki á vegi veitir fína öryggis- tilfinningu. Það sem helst má setja út á akstursánægjuna er ný rafræn stýring sem stelur aðeins tilfinn- ingu fyrir vegi og minnkar skemmt- anagildið við aksturinn. Þegar allt er tekið saman er Honda CR-V fer- lega fínn bíll sem skorar hátt á flest- um sviðum. Hann hefur ávallt verið góð kaup og búast má við að hann endist gríðarlega vel eins og forver- ar hans. Endursöluverð er alltof gott á þessum bíl og oftar en ekki er sleg- ist um þá, þá sjaldan að fólk vill selja þá. Hann er á fínu verði sem fyrr og ætti sem áður að seljast vel hér, enda heppilegur við íslenskar aðstæður. Fersk kynslóðabreyting REYNSLUAKSTUR  HONDA CRV Mjög vel smíðuð og stílhrein innrétting en Honda hefði mátt vanda sig betur við efnis- valið. KOSTIR ➜ Frábært rými ➜ Góð til- finning fyrir smíðagæðum ➜ Mikið útsýni úr bílnum GALLAR ➜ Full einföld innrétting og notkun ódýrs plasts ➜ Rafræn stýr- ing dregur úr tilfinningu í akstri Talsvert mikil og í alla staði lagleg breyting á Honda CR-V. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/12, ekinn 22 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 7.690 þús. Rnr.2151698. Frábært úrval af nýlegum, lítið eknum bílum á frábæru verði! Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE II LUX Nýskr. 01/08, ekinn 65 þús km. dísel, sjálfskiptur, 7 manna. VERÐ kr. 4.190 þús. Rnr.151261. LAND ROVER DISCOVERY 4S Nýskr. 05/11, ekinn 52 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr.151731 HYUNDAI IX35 Nýskr. 05/12, ekinn 24 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.990 þús. Rnr.201051. HYUNDAI i30 STYLE Nýskr. 09/08, ekinn 52 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.550 þús. Rnr.201099. FORD GALAXY TREND Nýskr. 06/11, ekinn 38 þús. km. dísil, sjálfskiptur, 7 manna. Verð kr. 4.490 þús. Rnr.130386. BMW 525Xi - 4x4 Nýskr. 01/08, ekinn 81 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.890 þús. Rnr.190795. Glæsilegt eintak kr. 9.880 þús. Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.