Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 21

Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 21
Bílar5. FEBRÚAR 2013 ÞRIÐJUDAGUR 3 Sparnaðarráð fyrir heimilið Hluti af staðalbúnaði Spark LT: Verið velkomin í reynsluakstur og kaffi FRÍTT Í STÆÐI 17,8 mílna ökuhraði breyttist í 50 mílur Hraðamyndavélar kosta margan manninn skildinginn. Það er víðar en á Íslandi sem rándý rar hraðamy nda-vélar bila og það stund- um við lítinn fögnuð vegfarenda. Breskur leigubílstjóri fékk 20.000 króna gluggabréf gegnum póst- lúguna um daginn vegna hraða- brots hans sem átti að hafa náðst á hraðamyndavél lögreglunnar. Þar var honum refsað fyrir að aka á 50 mílna hraða á svæði þar sem 30 mílna hraði er leyfður. Hann mundi fyrir tilviljun svo vel eftir þessari ökuferð sem þarna var mynduð að hann fór að rannsaka málið. Með því að bera saman tvær myndir sem mynda- vélin tók af bíl leigubílstjórans kom í ljós að hann var einungis á 17,8 mílna hraða. Það rímaði mjög vel við minni leigubílstjórans sem einmitt minntist þess að hann var að aka aldraðri konu í þessari ferð og gætti þess mjög að fara hægt og varlega. Flestir hefðu örugglega greitt þessa sekt umyrðalaust og án nokkurrar rannsóknar á stað- reyndum en það var ágætt minni leigubílstjórans og réttlætisvitund hans sem forðaði honum frá þess- ari óþörfu og óréttmætu sekt. Í Baltimore voru nýlega teknar niður hraðamyndavélar að and- virði 60 milljóna króna vegna óáreiðanleika þeirra og verða þær allar endurnýjaðar. Í Reykjavík voru allar þær þrjár myndavélar sem staðsettar voru við ljósastýrð gatnamót teknar niður árið 2009 og því eru þar til gerðir mynda- vélakassar á víð og dreif um borg- ina tómir og hafa verið það á fjórða ár. Til stendur að kaupa nýjar vélar í þessa kassa. Ekki er til fjármagn til þeirra kaupa nú, en það stend- ur til bóta. Bilaðar hraða mynda - vélar rukka grimmt Á bílasýningunni í New York í lok mars verður lýst kjöri á Bíl ársins 2013. Það eru 66 þekktir bílablaðamenn um allan heim sem kjósa þann bíl, en nú er komið í ljós hvaða tíu bílar það eru sem koma til greina í kjörinu. Það eru Audi A3, Range Rover, Mazda6, Mazda CX-5, Merce- des-Benz A-Class, Peugeot 208, Porsche Boxs- ter/Cayman, Subaru BRZ/Toyota GT86, Volks- wagen Golf og Volvo V40. Það vekur sérstaka athygli að enginn bandarískur bíll er þarna á meðal þó verðlaunin verði afhent í New York. Mörgum bílablaðamönnum kemur það reynd- ar ekki mikið á óvart. Þýskir og japanskir bílar eru áberandi á listanum, fjórir þeirra eru frá Þýskalandi og þrír frá Japan. Eldri sigurvegarar Fyrri sigurvegarar í þessu kjöri hafa verið Volkswagen up! árið 2012, Nissan LEAF árið 2011, Volkswagen Polo 2010, Volkswagen Golf 2009, Mazda2 2008, Lexus LS 460 2007, BMW 3-línan 2006 og Audi A6 fyrir árið 2005. Aftur eru þýskir bílar mjög áberandi, eiga Þjóðverjar fimm af þeim átta bílum sem hlotið hafa þennan titil hingað til. Ætli það verði sex af níu eftir kjörið í mars? Greint verður frá hvaða bílar hafa náð þremur efstu sætunum í kjörinu á bílasýningunni í Genf 5. mars en krýning Bíls ársins bíður New York-bílasýningarinnar 27. mars. Sportbíll ársins Það er ekki minni spenna fyrir kjöri á sportbíl ársins við sama tæki- færi. Þar keppa um hituna bílarnir Aston Martin Vanquish, Audi RS5, BMW M6, BMW M 135i, Ferrari F12 Berlinetta, Mercedes-Benz SL63 AMG og Mercedes Benz SLS AMG, Porsche Boxster/Cayman, Renault Clio Sport og Subaru BRZ/Toyota GT86. Í þessum flokki bíla eiga sex þýskir bílar fulltrúa af þeim tíu sem til greina koma. Fyrri sigurvegar- ar í þessum flokki hafa verið Porsche 911 árið 2012, Ferrari 458 Italia árið 2011, Audi R8 V10 2010, Nissan GT-R 2009, Audi R8 2008, Audi RS4 2007 og Porsche Cayman S árið 2006, en þá fyrst fór kjör fram í þessum flokki. Hverjir keppa um titilinn Bíll ársins?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.