Fréttablaðið - 05.02.2013, Blaðsíða 22
Bílar ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 20134
Í síðustu viku keypti Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz,
12 prósenta hlut í Bejing Automotive Group (BAIC) fyrir 111
milljarða króna og fær með því tvo menn í stjórn fyrirtækisins.
Kaupin eru liður í þeim áformum Mercedes að ná keppi-
nautum sínum á lúxusbílamarkaði aftur, það er BMW og Audi.
Það hefur sviðið mjög undan því hjá Daimler að Mercedes
hefur tapað á síðustu árum forystunni í sölu á lúxusbílum, en
BMW tók fram úr þeim í magni árið 2005 og Audi árið 2011.
Því ætlar Mercedes að breyta og ná aftur forystunni fyrir lok
þessa áratugar. Þessi nýju kaup eiga að tryggja betri aðgang
að kínverskum bílamarkaði fyrir bæði Mercedes og BAIC og
auðvelda þeim að keppa á þeim vaxandi markaði.
Tapaði forystunni í lúxusbílasölu
Í Kína seldi Audi 406 þúsund bíla í fyrra og jók söluna um 30%
milli ára en Mercedes jók hana aðeins um 1,5% og náði 196
þúsund bíla sölu þar. BMW náði hins vegar mestri aukningu,
40%, og seldi 303 þúsund bíla. Því eru blikur á lofti fyrir Merc-
edes Benz á þessum mikilvæga markaði og ljóst að eitthvað
róttækt verður að gera. Í hinum hrynjandi markaði í Evrópu eru
vaxtatækifærin helst á nýmörkuðum og þar spilar Kína stærstan
þátt. BAIC á meirihlutann í verksmiðjunni Bejing Benz Auto-
motive Co. í Peking sem framleiðir Mercedes C- og E-class bíla
og GLK-jeppann. BAIC framleiðir einnig bíla í Kína fyrir Hyundai.
Daimler og BAIC hafa einnig bundist samstarfi um söluumboð
sín í Kína og sameina nú sjálfstæð umboð hvers um sig.
MERCEDES BENZ KAUPIR 12 PRÓSENTA HLUT Í KÍNVERSKU BÍLAFYRIRTÆKI
McLaren kynnti í síðustu viku
nýjan keppnisbíl sinn í Formúlu
1 sem kallast MP4-28. Athygli
vekur að bíllinn er svo til alveg
eins í útliti og síðasti bíll og mál-
aður alveg eins. Undir yfirborð-
inu leynast þó ýmsar breytingar
og þrátt fyrir að síðasti bíll sé
núverandi sigurvegari í Formúlu
1 eru breytingarnar miklar og
metnaðarfullar. Fjöðrunin að
framan er „pull-rod“-gerðar
eins og í keppnisbíl Ferrari,
en öndvert við síðasta bíl
MacLaren. Hliðar bílsins og botn
hafa breyst nokkuð. MacLaren
vonar að breyting verði á því, frá
síðasta keppnistímabili, að fyrir-
tækið eigi hraðskreiðasta bílinn
í upphafi og enda þess, en eigi
svo fullt í fangi við að halda í
keppinautana þar á milli. Nú sé
komið að því að bíll þeirra sé sá
besti allt keppnistímabilið. Það
gæti þýtt enn meiri breytingar
á bílnum á keppnistímabilinu.
Ökumenn MacLaren á næsta
keppnistímabili verða Jenson
Button, sem leiðir liðið eftir
brotthvarf Lewis Hamilton sem
fór til Mercedes, og Sergio Perez
sem var áður hjá Sauber-liðinu.
NÝR KEPPNISBÍLL
MACLAREN
Fiat er svo umhugað um
að koma Alfa Romeo aftur á
kortið að fyrirtækið ætlar að
fá Ferrari og Maserati, sem
tilheyra jú Fiat-samstæðunni,
til að aðstoða Alfa Romeo við
vélasmíði í nýja bíla sína. Fiat
ætlar að setja Guilia-bílinn og
tveggja sæta roadster-sportbíl
á markað á næsta ári í viðbót
við Alfa Romeo 4C sportbíl sem
lengri bið verður eftir. Bætast
þessir bílar við fyrri gerðirnar
MiTO og Guilietta. Forstjóri
Fiat, hefur látið hafa eftir sér að
stærsta vandamál Alfa Romeo
sé að framleiða vélar sem eru
þess verðar að vera í bílum með
merki Alfa Romeo.
FIAT FÆR AÐSTOÐ
FERRARI OG MASERATI
VIÐ VÉLASMÍÐI Í ALFA
ROMEOBÍLA
Hjá Avis finnur þú litla, stóra, kraftmikla, vistvæna, sportlega, hagkvæma
og umfram allt rétta bíla sem henta hverju tækifæri.
Hafðu samband við næstu Avis bílaleigu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
d
a
g
u
r
&
s
t
e
in
i